Hallærislegur útlendingur Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 29. september 2010 06:00 Eftir að hafa búið um nokkra hríð á Spáni hættir mér til að gleyma því hversu hallærislegur ég er í augum margra heimamanna. Geng ég þó aldrei í sokkum og sandölum en slíkur útgangur er eitt aðalsmerki hallærislegra útlendinga. Fyrir kurteisis sakir hafa Spánverjar aldrei orð á þessu hallæri mínu en upp koma af og til atvik sem sýna mér svart á hvítu hversu ankannalegur ég er í þeirra augum. Eitt slíkt bar við um þarsíðustu helgi. Sat ég þá á troðfullri krá í bænum Priego de Córdoba og horfði á leik Atletico Madríd og Börsunga. Hef ég tamið mér þá háttsemi að ljúka ekki sundur munni þegar horft er á leik Börsunga en þetta uppáhaldslið mitt er afar óvinsælt hér í Anda-lúsíu. Hvert orð sem upp úr mér hrekkur gefur því tilefni til rifrildis við eldheita fylgismenn konungsliðsins sem því miður eru á hverju strái. Þegar langt er liðið á leikinn kemur stúlka á forskólaaldri inn á krána í fylgd með föður sínum. Sá ég þá að þar var komin mannvera sem hægt væri að eiga orðastað við. Var hún með marglitan skopparabolta og lék sér að honum í mannþrönginni. Fóru leikar vel fram uns boltinn skoppar út og undir bílaröð sem var á planinu fyrir utan. Grét stúlkan hástöfum og linnti ekki látum uns faðir hennar fór með hana í leitarleiðangur sem bar tilætlaðan árangur. Gengur þá stúlkan sigri hrósandi aftur inn á krána og heldur óhikað áfram að leika með boltann. Þegar boltaskoppið ber hana nálægt mér segi ég við hana: „Ég átti einu sinni svona bolta og lék mér þá með hann í þorpinu mínu sem er langt í burtu, rétt hjá Norðurheimskautinu." Hún horfði á mig líkt og krakkar horfa á trúð í skemmtigarði. Hélt ég því sögunni áfram. „Síðan skoppaði boltinn í burtu frá mér en ég fór hlaupandi á eftir honum. Fór hann býsna hratt svo ég hljóp og hljóp og hljóp, jafnvel þótt ég sæi boltann ekki lengur. Svo allt í einu fattaði ég að ég var kominn alla leið hingað til Priego de Córdoba." Barnið varð skelfingu lostið, hljóp beint til föður síns og bað hann um að geyma þennan stórhættulega bolta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Skoðanir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun
Eftir að hafa búið um nokkra hríð á Spáni hættir mér til að gleyma því hversu hallærislegur ég er í augum margra heimamanna. Geng ég þó aldrei í sokkum og sandölum en slíkur útgangur er eitt aðalsmerki hallærislegra útlendinga. Fyrir kurteisis sakir hafa Spánverjar aldrei orð á þessu hallæri mínu en upp koma af og til atvik sem sýna mér svart á hvítu hversu ankannalegur ég er í þeirra augum. Eitt slíkt bar við um þarsíðustu helgi. Sat ég þá á troðfullri krá í bænum Priego de Córdoba og horfði á leik Atletico Madríd og Börsunga. Hef ég tamið mér þá háttsemi að ljúka ekki sundur munni þegar horft er á leik Börsunga en þetta uppáhaldslið mitt er afar óvinsælt hér í Anda-lúsíu. Hvert orð sem upp úr mér hrekkur gefur því tilefni til rifrildis við eldheita fylgismenn konungsliðsins sem því miður eru á hverju strái. Þegar langt er liðið á leikinn kemur stúlka á forskólaaldri inn á krána í fylgd með föður sínum. Sá ég þá að þar var komin mannvera sem hægt væri að eiga orðastað við. Var hún með marglitan skopparabolta og lék sér að honum í mannþrönginni. Fóru leikar vel fram uns boltinn skoppar út og undir bílaröð sem var á planinu fyrir utan. Grét stúlkan hástöfum og linnti ekki látum uns faðir hennar fór með hana í leitarleiðangur sem bar tilætlaðan árangur. Gengur þá stúlkan sigri hrósandi aftur inn á krána og heldur óhikað áfram að leika með boltann. Þegar boltaskoppið ber hana nálægt mér segi ég við hana: „Ég átti einu sinni svona bolta og lék mér þá með hann í þorpinu mínu sem er langt í burtu, rétt hjá Norðurheimskautinu." Hún horfði á mig líkt og krakkar horfa á trúð í skemmtigarði. Hélt ég því sögunni áfram. „Síðan skoppaði boltinn í burtu frá mér en ég fór hlaupandi á eftir honum. Fór hann býsna hratt svo ég hljóp og hljóp og hljóp, jafnvel þótt ég sæi boltann ekki lengur. Svo allt í einu fattaði ég að ég var kominn alla leið hingað til Priego de Córdoba." Barnið varð skelfingu lostið, hljóp beint til föður síns og bað hann um að geyma þennan stórhættulega bolta.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun