Neitendur gegn neytendum Guðmundur Andri Thorsson skrifar 1. nóvember 2010 06:00 Klemens Ólafur Þrastarson blaðamaður birti um helgina fréttaskýringu um áhrif ESB-aðildar á kjör neytenda. Þar rifjar hann upp ummæli sem einn helsti hugmyndafræðingur og leiðtogi andstöðunnar við ESB, Hjörleifur Guttormsson, lét falla í þingræðu um EES, þann 8. apríl árið 1994: [Með samningi um EES ætlum við] að láta mælistiku fjárhagslegrar hagkvæmni ráða því hvar […] sé ódýrast fyrir þennan stórflokk manna sem mér skilst að sé hér á Íslandi líka, telur sig á stundum allfyrirferðarmikinn, sem kallast neytendur. Það er það sem á að ráða ferðinni. Það er grundvöllurinn í þessari hugmyndafræði burtséð frá því hvað varðar atvinnustig og allt þess háttar, burt séð frá því hvað varðar umhverfi […] Nei, það sem ræður ferðinni er græðgissjónarmiðið ef svo má segja, græðissjónarmiðið sem er að setja mannkynið, með hinn ríkari hluta í fararbroddi, á vonarvöl á plánetunni jörð." Hagkvæmni og önnur svívirðaLátum liggja á milli hluta rangfærslurnar um Evrópusambandið, umhverfisstefnu þess og byggðastefnu - við þekkjum þessar grýlusögur. Hitt er athyglisverðara: hvernig þingmaðurinn talar um okkur, fólkið sem þarf að kaupa sér í matinn af mislitlum efnum, þarf að horfa í aurinn, þarf að gera sér að góðu verðið sem einokunarhringirnir gera því að greiða. Við erum ekki hin verðugu. Við erum hin gráðugu. Við erum fólkið sem vogar sér að tæpa á öðrum eins dónaskap og „fjárhagslegri hagkvæmni". Munið þetta, kæru lesendur: næst þegar þið dirfist að bera saman verðið á lifrarpylsunni frá SS og Fjallalambi - skinkunni frá Síld og fiski og Kjarnafæði - jógúrtinni frá MS og … uh … MS - næst þegar þið gerist sek um að velta fyrir ykkur verðlaginu á matnum þá stjórnar ykkur „græðgissjónarmiðið sem er að setja mannkynið […] á vonarvöl á plánetunni jörð." Hjörleifur mótmælir því ekki að betri kjör kunni að fylgja auknum innflutningi og lægri tollum - hann gerir bara ekkert með það. Honum gæti ekki verið meira sama. „Fjárhagsleg hagkvæmni?" Við tölum ekki um slíka lágkúru hér. Og gerir hvern þann Íslending sem lætur sig dreyma um spænska skinku, danska súrmjólk og franskan ost samsekan í þeim hernaði gegn móður jörð sem mikið af nútíma landbúnaði vissulega er - líka hér á landi. Neitendur gegn neytendumAð baki þessu tali liggur skiptingin í hin verðugu og hin gráðugu. Hin verðugu framleiða matvöru. Það hvort markaður er fyrir þá vöru skiptir ekki máli enda sé það hlutverk ríkisvaldsins að sjá til þess að hún sé keypt. Fólk verður bara að borða meira lambakjöt, sagði Lúðvík. Hin gráðugu starfa hins vegar við atvinnugreinar sem við þurfum síður á að halda eins og til dæmis kennslu, pípulagnir, listir, afgreiðslustörf, þvottavélaviðgerðir ...Því kjarni málsins er þessi: Mikilvægara er að framleiðendur vörunnar fái það verð sem þeir telja sig þurfa að fá en að neytendur (afsakið svo dónalegt orð) fái að greiða það verð sem þeir treysta sér til.Hjörleifur hæðist að hugtakinu "neytendur". Fyrir honum eru bara til neitendur enda einn okkar helsti neitendafrömuður.Við höfum mörg dæmi um þessa aðgreiningu í hina verðugu framleiðendur og hina gráðugu kaupendur í íslenskum stjórnmálum. Hún nær langt aftur. Þetta er hugmyndafræði sveita-aðals og stórbænda - Hjörleifur stendur nær maddömunni á Útirauðsmýri í hugmyndafræði sinni en því fólki sem barðist fyrir réttindum og mannsæmandi kjörum verkafólks á fyrstu áratugum 20. aldarinnar. Og gleymum því ekki að mikil tækifæri eru fyrir íslenskan landbúnað innan ESB þar sem mikill áhugi er á ómenguðum og upprunavottuðum mat.Kannski fer ekki illa á því að gaddhestaarmur VG, gömlu ráðherrarnir, séu nú komnir í teboðshreyfingu með Styrmi Gunnarssyni og ýmsum öðrum af áköfustu fylgismönnum Davíðs Oddssonar. Þegar maður heyrir Ragnar Arnalds, þingmann, ráðherra og bankaráðsmann í Seðlabanka Davíðs en núverandi "grasrót", tala um íslensku krónuna, þá telur hann henni það helst til tekna að vera "sveigjanleg". Það er að segja, hversu auðvelt er að fella gengi hennar. Það er að segja hversu öflugt tæki til kjaraskerðingar hún er. Hjörleifur er ámóta áhugasamur um lífskjör almennings og telur hvers kyns viðleitni til lækkunar vöruverðs til marks um "græðgissjónarmið" og til þess fallna að "setja mannkynið á vonarvöl á plánetunni jörð".Ef við göngum í ESB verður heimsendir. Það er skiljanlegt að þessir menn þurfi að seilast langt í rökum. Það er ekki heiglum hent að finna góð rök gegn bættum lífskjörum almennings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun
Klemens Ólafur Þrastarson blaðamaður birti um helgina fréttaskýringu um áhrif ESB-aðildar á kjör neytenda. Þar rifjar hann upp ummæli sem einn helsti hugmyndafræðingur og leiðtogi andstöðunnar við ESB, Hjörleifur Guttormsson, lét falla í þingræðu um EES, þann 8. apríl árið 1994: [Með samningi um EES ætlum við] að láta mælistiku fjárhagslegrar hagkvæmni ráða því hvar […] sé ódýrast fyrir þennan stórflokk manna sem mér skilst að sé hér á Íslandi líka, telur sig á stundum allfyrirferðarmikinn, sem kallast neytendur. Það er það sem á að ráða ferðinni. Það er grundvöllurinn í þessari hugmyndafræði burtséð frá því hvað varðar atvinnustig og allt þess háttar, burt séð frá því hvað varðar umhverfi […] Nei, það sem ræður ferðinni er græðgissjónarmiðið ef svo má segja, græðissjónarmiðið sem er að setja mannkynið, með hinn ríkari hluta í fararbroddi, á vonarvöl á plánetunni jörð." Hagkvæmni og önnur svívirðaLátum liggja á milli hluta rangfærslurnar um Evrópusambandið, umhverfisstefnu þess og byggðastefnu - við þekkjum þessar grýlusögur. Hitt er athyglisverðara: hvernig þingmaðurinn talar um okkur, fólkið sem þarf að kaupa sér í matinn af mislitlum efnum, þarf að horfa í aurinn, þarf að gera sér að góðu verðið sem einokunarhringirnir gera því að greiða. Við erum ekki hin verðugu. Við erum hin gráðugu. Við erum fólkið sem vogar sér að tæpa á öðrum eins dónaskap og „fjárhagslegri hagkvæmni". Munið þetta, kæru lesendur: næst þegar þið dirfist að bera saman verðið á lifrarpylsunni frá SS og Fjallalambi - skinkunni frá Síld og fiski og Kjarnafæði - jógúrtinni frá MS og … uh … MS - næst þegar þið gerist sek um að velta fyrir ykkur verðlaginu á matnum þá stjórnar ykkur „græðgissjónarmiðið sem er að setja mannkynið […] á vonarvöl á plánetunni jörð." Hjörleifur mótmælir því ekki að betri kjör kunni að fylgja auknum innflutningi og lægri tollum - hann gerir bara ekkert með það. Honum gæti ekki verið meira sama. „Fjárhagsleg hagkvæmni?" Við tölum ekki um slíka lágkúru hér. Og gerir hvern þann Íslending sem lætur sig dreyma um spænska skinku, danska súrmjólk og franskan ost samsekan í þeim hernaði gegn móður jörð sem mikið af nútíma landbúnaði vissulega er - líka hér á landi. Neitendur gegn neytendumAð baki þessu tali liggur skiptingin í hin verðugu og hin gráðugu. Hin verðugu framleiða matvöru. Það hvort markaður er fyrir þá vöru skiptir ekki máli enda sé það hlutverk ríkisvaldsins að sjá til þess að hún sé keypt. Fólk verður bara að borða meira lambakjöt, sagði Lúðvík. Hin gráðugu starfa hins vegar við atvinnugreinar sem við þurfum síður á að halda eins og til dæmis kennslu, pípulagnir, listir, afgreiðslustörf, þvottavélaviðgerðir ...Því kjarni málsins er þessi: Mikilvægara er að framleiðendur vörunnar fái það verð sem þeir telja sig þurfa að fá en að neytendur (afsakið svo dónalegt orð) fái að greiða það verð sem þeir treysta sér til.Hjörleifur hæðist að hugtakinu "neytendur". Fyrir honum eru bara til neitendur enda einn okkar helsti neitendafrömuður.Við höfum mörg dæmi um þessa aðgreiningu í hina verðugu framleiðendur og hina gráðugu kaupendur í íslenskum stjórnmálum. Hún nær langt aftur. Þetta er hugmyndafræði sveita-aðals og stórbænda - Hjörleifur stendur nær maddömunni á Útirauðsmýri í hugmyndafræði sinni en því fólki sem barðist fyrir réttindum og mannsæmandi kjörum verkafólks á fyrstu áratugum 20. aldarinnar. Og gleymum því ekki að mikil tækifæri eru fyrir íslenskan landbúnað innan ESB þar sem mikill áhugi er á ómenguðum og upprunavottuðum mat.Kannski fer ekki illa á því að gaddhestaarmur VG, gömlu ráðherrarnir, séu nú komnir í teboðshreyfingu með Styrmi Gunnarssyni og ýmsum öðrum af áköfustu fylgismönnum Davíðs Oddssonar. Þegar maður heyrir Ragnar Arnalds, þingmann, ráðherra og bankaráðsmann í Seðlabanka Davíðs en núverandi "grasrót", tala um íslensku krónuna, þá telur hann henni það helst til tekna að vera "sveigjanleg". Það er að segja, hversu auðvelt er að fella gengi hennar. Það er að segja hversu öflugt tæki til kjaraskerðingar hún er. Hjörleifur er ámóta áhugasamur um lífskjör almennings og telur hvers kyns viðleitni til lækkunar vöruverðs til marks um "græðgissjónarmið" og til þess fallna að "setja mannkynið á vonarvöl á plánetunni jörð".Ef við göngum í ESB verður heimsendir. Það er skiljanlegt að þessir menn þurfi að seilast langt í rökum. Það er ekki heiglum hent að finna góð rök gegn bættum lífskjörum almennings.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun