Gagnrýni

Tilgerðarlegur Phoenix

Atli Fannar Bjarkason skrifar
Undirritaður bjóst við skemmtilegri mynd en varð fyrir vonbrigðum.
Undirritaður bjóst við skemmtilegri mynd en varð fyrir vonbrigðum.

Bíó / **

I'm Still Here

Leikstjóri: Casey Affleck

Sýnd á Haustbíódögum Græna ljóssins í Bíó Paradís.

Í október árið 2008 tilkynnti Joaquin Phoenix að hann væri hættur að leika og ætlaði að hefja feril sem rappari. Sumir trúðu honum, aðrir ekki.

Uppátækið reyndist vera gabb og Phoenix eyddi næstu misserum í að taka upp háðheimildarmyndina (e.þ. Mockumentary) I'm Still Here.

Myndin er frekar leiðinleg og tilgerðarleg. Joaquin Phoenix er frábær leikari, en það er kjánalegt að fylgjast með honum þykjast missa vitið þegar maður veit betur. Það koma þó atriði sem skemmtilegt er að fylgjast með, þrátt fyrir að maður viti að flestir vissu að um gabb var að ræða.

Niðurstaða: Frekar leiðinleg mynd sem erfitt er að horfa á vitandi að hann var bara að djóka.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.