Skriftir lútherskra Davíð Þór Jónsson skrifar 4. september 2010 06:00 Í umfjöllun undanfarinna daga um trúnaðarskyldu presta hefur sá misskilningur komið fram í ræðu og riti að lútherskir menn skrifti ekki. Þetta byggir á því að Lúther leit ekki á skriftir sem sakramenti. Það þýðir þó ekki að hann hafi afnumið þær. Lúther var reyndar ákaflega hlynntur skriftum. Í riti sínu um Babýlónarherleiðingu kirkjunnar byrjar hann á að flokka þær með sakramentum, en talar sig síðan frá því þar sem hið ytra tákn skorti. Lúther viðurkenndi því aðeins tvö sakramenti, skírn og kvöldmáltíð. Þar eru hin ytri tákn til staðar, annars vegar vatnið og hins vegar vínið og brauðið. Lútherskar kirkjur hafa aftur á móti svipt tjaldi tortryggninnar frá skriftunum, þær fara fram án leyndar í trúnaðarsamtali skjólstæðings og sálusorgara. Presturinn mætir skriftabarninu augliti til auglitis sem jafningja, en er ekki settur í þá stöðu að geta ekki horft í augun á því og í kjölfarið að vita ekki einu sinni við hvern hann talar ef það játar á sig glæpi, sem presti ber samkvæmt landslögum að tilkynna, því annað jafngildi yfirhylmingu eða jafnvel meðsekt. Sömuleiðis samþykkja lútherskir menn ekki bænamál og kirkjurækni sem yfirbótaverk. Guðsþjónusta er ekki verk sem menn vinna sér og öðrum til réttlætingar heldur lofgjörð og þakkargjörð fyrir náð Guðs. Yfirbótaverk felast í því að bæta fyrir brot sín, ekki því að þylja einhverjar romsur í einrúmi. Í þessari umræðu orðaði einhver það svo að prestar væru „eins konar sálfræðingar". Að mínu mati væri nær að líkja presti við sjóntækjafræðing. Fyrir nokkru stóð styr um það hvort sjóntækjafræðingar mættu stunda sjónmælingar á fólki. Niðurstaðan var sú að það var leyft. Staðreyndin er nefnilega sú að sá sem þarf gleraugu þarf ekki alltaf á augnlækni að halda. Tímar hjá augnlæknum eru rándýrir og löng bið eftir þeim. Aftur á móti ríður á að sjóntækjafræðingurinn geri sér grein fyrir takmörkum sínum og vísi þeim, sem hann getur ekki hjálpað, á viðeigandi sérfræðing. Eins þurfa þeir, sem líður illa, ekki alltaf á sálfræðingi að halda. Tímar hjá sálfræðingum eru rándýrir og löng bið eftir þeim. Aftur á móti er presturinn ókeypis og ávallt til þjónustu reiðubúinn. En þá ríður líka á að presturinn geri sér grein fyrir takmörkum sínum og vísi þeim, sem hann hefur ekki þekkingu til að veita viðeigandi þjónustu, á sérfræðing. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir Skoðun
Í umfjöllun undanfarinna daga um trúnaðarskyldu presta hefur sá misskilningur komið fram í ræðu og riti að lútherskir menn skrifti ekki. Þetta byggir á því að Lúther leit ekki á skriftir sem sakramenti. Það þýðir þó ekki að hann hafi afnumið þær. Lúther var reyndar ákaflega hlynntur skriftum. Í riti sínu um Babýlónarherleiðingu kirkjunnar byrjar hann á að flokka þær með sakramentum, en talar sig síðan frá því þar sem hið ytra tákn skorti. Lúther viðurkenndi því aðeins tvö sakramenti, skírn og kvöldmáltíð. Þar eru hin ytri tákn til staðar, annars vegar vatnið og hins vegar vínið og brauðið. Lútherskar kirkjur hafa aftur á móti svipt tjaldi tortryggninnar frá skriftunum, þær fara fram án leyndar í trúnaðarsamtali skjólstæðings og sálusorgara. Presturinn mætir skriftabarninu augliti til auglitis sem jafningja, en er ekki settur í þá stöðu að geta ekki horft í augun á því og í kjölfarið að vita ekki einu sinni við hvern hann talar ef það játar á sig glæpi, sem presti ber samkvæmt landslögum að tilkynna, því annað jafngildi yfirhylmingu eða jafnvel meðsekt. Sömuleiðis samþykkja lútherskir menn ekki bænamál og kirkjurækni sem yfirbótaverk. Guðsþjónusta er ekki verk sem menn vinna sér og öðrum til réttlætingar heldur lofgjörð og þakkargjörð fyrir náð Guðs. Yfirbótaverk felast í því að bæta fyrir brot sín, ekki því að þylja einhverjar romsur í einrúmi. Í þessari umræðu orðaði einhver það svo að prestar væru „eins konar sálfræðingar". Að mínu mati væri nær að líkja presti við sjóntækjafræðing. Fyrir nokkru stóð styr um það hvort sjóntækjafræðingar mættu stunda sjónmælingar á fólki. Niðurstaðan var sú að það var leyft. Staðreyndin er nefnilega sú að sá sem þarf gleraugu þarf ekki alltaf á augnlækni að halda. Tímar hjá augnlæknum eru rándýrir og löng bið eftir þeim. Aftur á móti ríður á að sjóntækjafræðingurinn geri sér grein fyrir takmörkum sínum og vísi þeim, sem hann getur ekki hjálpað, á viðeigandi sérfræðing. Eins þurfa þeir, sem líður illa, ekki alltaf á sálfræðingi að halda. Tímar hjá sálfræðingum eru rándýrir og löng bið eftir þeim. Aftur á móti er presturinn ókeypis og ávallt til þjónustu reiðubúinn. En þá ríður líka á að presturinn geri sér grein fyrir takmörkum sínum og vísi þeim, sem hann hefur ekki þekkingu til að veita viðeigandi þjónustu, á sérfræðing.
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun