Hafnfirsk hasarmynd í bíó 12. apríl 2010 09:00 Ingólfur Haukur Ingólfsson leikstýrir og leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Blóðhefnd. Hún er gerð fyrir sáralítinn pening og er alvöru íslensk hasarmynd. Fréttablaðið/Valli „Þetta er fyrsta kvikmynd sinnar tegundar sem gerð er hér á Íslandi," segir Ingólfur Haukur Ingólfsson, rúmlega þrítugur sendibílastjóri og kvikmyndagerðarmaður frá Hafnarfirði. Á vefsíðunni blodhefnd.com má sjá stiklu úr kvikmyndinni Blóðhefnd, nýrri íslenskri hasarmynd. Óhætt er hægt að fullyrða að mynd af þessu tagi hefur ekki verið gerð hér á landi. Bardagasenur og blóðslettur leika stórt hlutverk og það er ekki á hverjum degi sem hringspörk og annað slíkt sjást í íslenskum kvikmyndum. Ingólfur, sem er sendibílaverktaki, lærði kvikmyndagerð í útibúi New York Film Academy í London og kláraði tveggja ára nám á einu ári. „Þetta var ótrúlega stíft, maður var í skólanum frá 9 á morgnana til sjö á kvöldin, alla daga vikunnar," segir Ingólfur en strax eftir heimkomuna til Íslands byrjaði hann að skrifa handritið að Blóðhefnd. „Ég er búinn að vera að vinna í þessu í tvö og hálft ár, byrjaði tökur í lok árs 2007," útskýrir Ingólfur sem viðurkennir að það sé smá „van Damme"-bragur í myndinni enda leikstjórinn mikill aðdáandi mynda belgíska bardagakappans. Blóðhefnd fjallar um mann sem snýr aftur heim eftir sjö ára fjarveru. Hann kemst að því að bróðir hans er flæktur inn í mansalsmál og þegar bróðir hans og móðir eru drepin af glæpagengi ákveður hann að taka málin í sínar hendur. Ingólfur leikur sjálfur aðalhlutverkið enda myndin gerð fyrir lítið fjármagn og svo fékk leikstjórinn vini og kunningja til að taka að sér smærri hlutverk. Ingólfur segir það ekki hafa verið erfitt. „Það hafðist fyrir horn með smá nöldri." Hann gerir sér vonir um að frumsýna endanlega útgáfu í haust en hann er nú að leita að fjármagni til að klára hljóðsetningu. „Svo er ég að endurtaka nokkur atriði til að fá smá tilfinningu í myndina." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
„Þetta er fyrsta kvikmynd sinnar tegundar sem gerð er hér á Íslandi," segir Ingólfur Haukur Ingólfsson, rúmlega þrítugur sendibílastjóri og kvikmyndagerðarmaður frá Hafnarfirði. Á vefsíðunni blodhefnd.com má sjá stiklu úr kvikmyndinni Blóðhefnd, nýrri íslenskri hasarmynd. Óhætt er hægt að fullyrða að mynd af þessu tagi hefur ekki verið gerð hér á landi. Bardagasenur og blóðslettur leika stórt hlutverk og það er ekki á hverjum degi sem hringspörk og annað slíkt sjást í íslenskum kvikmyndum. Ingólfur, sem er sendibílaverktaki, lærði kvikmyndagerð í útibúi New York Film Academy í London og kláraði tveggja ára nám á einu ári. „Þetta var ótrúlega stíft, maður var í skólanum frá 9 á morgnana til sjö á kvöldin, alla daga vikunnar," segir Ingólfur en strax eftir heimkomuna til Íslands byrjaði hann að skrifa handritið að Blóðhefnd. „Ég er búinn að vera að vinna í þessu í tvö og hálft ár, byrjaði tökur í lok árs 2007," útskýrir Ingólfur sem viðurkennir að það sé smá „van Damme"-bragur í myndinni enda leikstjórinn mikill aðdáandi mynda belgíska bardagakappans. Blóðhefnd fjallar um mann sem snýr aftur heim eftir sjö ára fjarveru. Hann kemst að því að bróðir hans er flæktur inn í mansalsmál og þegar bróðir hans og móðir eru drepin af glæpagengi ákveður hann að taka málin í sínar hendur. Ingólfur leikur sjálfur aðalhlutverkið enda myndin gerð fyrir lítið fjármagn og svo fékk leikstjórinn vini og kunningja til að taka að sér smærri hlutverk. Ingólfur segir það ekki hafa verið erfitt. „Það hafðist fyrir horn með smá nöldri." Hann gerir sér vonir um að frumsýna endanlega útgáfu í haust en hann er nú að leita að fjármagni til að klára hljóðsetningu. „Svo er ég að endurtaka nokkur atriði til að fá smá tilfinningu í myndina." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira