Ávallt gleður glámurinn Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 13. nóvember 2010 06:00 You Will Meet a Tall Dark Stranger eftir Woody Allen. Bíó *** You Will Meet a Tall Dark Stranger Leikstjóri: Woody Allen. Aðalhlutverk: Gemma Jones, Anthony Hopkins, Naomi Watts, Josh Brolin, Freida Pinto, Antonio Banderas. Woody Allen gerir kvikmynd á hverju ári. Það hefur ekki klikkað síðan árið 1981. Þá var ég ársgamall. Þetta er ótrúleg „framleiðni" en óhjákvæmilega er árangurinn ekki alltaf fullkominn þegar menn vinna svona hratt. Og nú er nýjasta afurð gleraugnaglámsins umdeilda komin í kvikmyndahús. Hin nýfráskilda Helena er fastakúnni spákonu sem segir henni ávallt það sem hún vill heyra. Fyrrverandi eiginmaðurinn er svo þjakaður af fiðringnum gráa að hann trúlofast ungri vændiskonu. Dóttirin lætur sig dreyma um ástarævintýri með yfirmanninum. Atvinnulausi tengdasonurinn bíður eftir listrænni andagift til þess að geta klárað skáldsögu en þokkafulla nágrannakonan á hug hans allan. Þetta er nokkuð hefðbundin söguflétta að hætti Woody Allen. Margar persónur, mörg vandamál og existentialískri spurningu varpað fram í lokin. Hvaðan komum við? Hvert förum við? Er fáfræði blessun? Já, eða bara það sem honum er hugleikið hverju sinni. Woody Allen trúir ekki á hið yfirnáttúrulega, sama hvaða nafni það kallast. Það verður augljósara með hverri myndinni sem hann gerir. Stundum er boðskapurinn einlægur og fyndinn, en stundum ber hann yfirbragð þvingunar og pirrings. Í þetta skiptið tókst vel til. You Will Meet a Tall Dark Stranger er fyndin og heiðarleg. Ekki frábær, en betri en síðasta. Ég bíð spenntur eftir næstu. Niðurstaða: Súpa dagsins, að hætti hússins. Bætir, hressir og kætir. Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Bíó *** You Will Meet a Tall Dark Stranger Leikstjóri: Woody Allen. Aðalhlutverk: Gemma Jones, Anthony Hopkins, Naomi Watts, Josh Brolin, Freida Pinto, Antonio Banderas. Woody Allen gerir kvikmynd á hverju ári. Það hefur ekki klikkað síðan árið 1981. Þá var ég ársgamall. Þetta er ótrúleg „framleiðni" en óhjákvæmilega er árangurinn ekki alltaf fullkominn þegar menn vinna svona hratt. Og nú er nýjasta afurð gleraugnaglámsins umdeilda komin í kvikmyndahús. Hin nýfráskilda Helena er fastakúnni spákonu sem segir henni ávallt það sem hún vill heyra. Fyrrverandi eiginmaðurinn er svo þjakaður af fiðringnum gráa að hann trúlofast ungri vændiskonu. Dóttirin lætur sig dreyma um ástarævintýri með yfirmanninum. Atvinnulausi tengdasonurinn bíður eftir listrænni andagift til þess að geta klárað skáldsögu en þokkafulla nágrannakonan á hug hans allan. Þetta er nokkuð hefðbundin söguflétta að hætti Woody Allen. Margar persónur, mörg vandamál og existentialískri spurningu varpað fram í lokin. Hvaðan komum við? Hvert förum við? Er fáfræði blessun? Já, eða bara það sem honum er hugleikið hverju sinni. Woody Allen trúir ekki á hið yfirnáttúrulega, sama hvaða nafni það kallast. Það verður augljósara með hverri myndinni sem hann gerir. Stundum er boðskapurinn einlægur og fyndinn, en stundum ber hann yfirbragð þvingunar og pirrings. Í þetta skiptið tókst vel til. You Will Meet a Tall Dark Stranger er fyndin og heiðarleg. Ekki frábær, en betri en síðasta. Ég bíð spenntur eftir næstu. Niðurstaða: Súpa dagsins, að hætti hússins. Bætir, hressir og kætir.
Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira