Kreppan þéttir raðirnar Steinunn Stefánsdóttir skrifar 6. nóvember 2010 06:00 Þingi Norðurlandaráðs er nýlokið hér í Reykjavík. Það er ánægjulegt að sjá að svo virðist sem nú sé áhugi á norrænu samstarfi að aukast meðal Norðurlandabúa eftir nokkurt áhugaleysi undanfarinna ára. Við setningu þingsins í vikunni vitnaði forseti þess, Helgi Hjörvar, í nýja könnun sem sýnir að 80% Norðurlandabúa styðja norrænt samstarf. Þannig virðast þjóðirnar sjálfar og stjórnvöld Norðurlandanna ganga í takt í þessum efnum. Í áranna rás og ekki síst á hinum svokölluðu uppgangsárum, hafa sumir efast um gildi norræns samstarfs og jafnvel lagt til að dregið yrði úr því eða því jafnvel hætt. Hér á landi hafa margir fremur viljað líta fjær og til vesturs um samstarf og margvíslegum grunni. Bent hefur verið á að við séum í samstarfi við Norðurlandaþjóðir og fjölmargar aðrar vestrænar þjóðir á vettvangi NATO og svo verði einnig og ekki síður fari svo að Ísland gangi í Evrópusambandið. Því sé ekki þörf á þeim formlega vettvangi sem Norðurlandaráð og Norræna ráðherranefndin sé. Hvað sem því líður er ljóst að engar þjóðir standa okkur Íslendingum nær en hinar Norðurlandaþjóðirnar. Allar þjóðirnar, utan Finna, tala tungumál sem eru náskyld íslenskunni. Þetta þýðir að með góðum vilja þá skilja þjóðirnar hver aðra, jafnvel þótt ekki liggi að baki mikið formlegt nám í grannmálunum. Málskilningurinn er mikilvægur liður í norrænu samstarfi sem ber að verja af krafti nú þegar ensk tunga sækir svo mjög á á flestum sviðum á öllum Norðurlöndunum. Norðurlandaráð styður dyggilega við margvísleg norræn samstarfsverkefni sem tengjast námi og kennslu í grannmálunum á Norðulöndum. Einnig eru verkefni eins og Nordjobb sem hafa ýtt undir dvöl norrænna ungmenna á hinum Norðurlöndunum og þar með aukinni þekkingu á grannmálum. Menning þjóðanna er sömuleiðis meira og minna reist á sama arfi og sömu gildum. Því ríkir gagnkvæmur skilningur í samskiptum Norðurlandabúa sem gera þau aðgengileg og áreynslulaus. Það hefði því verið mikill missir, ekki síst fyrir litla þjóð eins og okkur Íslendinga, ef flosnað hefði upp úr formlegu norrænu samstarfi. Hvort heldur sem Ísland verður innan eða utan Evrópusambandsins þá er formlegt og öflugt samstarf við Norðurlandaþjóðirnar mikilvæg kjölfesta lítillar þjóðar í stórum heimi. Norrænu þjóðirnar eru litlar samanborið við velflestar Evrópuþjóðir og Ísland telst á þeim vettvangi beinlínis örríki. Með öflugu samstarfi geta þessar þjóðir hins vegar fengið aukið vægi. Þegar er farið að ræða um að sameinast um sendiskrifstofur landanna í einhverjum löndum og athyglisverð er sú hugmynd að Norðurlandaþjóðir eigi sameiginlega fulltrúa í G-20 hópnum og eigi þannig sinn fulltrúa við borð öflugustu ríkja heims og enn róttækari er hugmynd Gunnars Wetterbergs um að Norðurlandaþjóðirnar myndi sambandsríki. Hvað sem því líður þá lítur út fyrir að kreppan hafi fremur styrkt hin norrænu bönd en hitt. Vonandi auðnast Norðurlöndunum að þétta enn frekar samband sitt og samstarf í framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun
Þingi Norðurlandaráðs er nýlokið hér í Reykjavík. Það er ánægjulegt að sjá að svo virðist sem nú sé áhugi á norrænu samstarfi að aukast meðal Norðurlandabúa eftir nokkurt áhugaleysi undanfarinna ára. Við setningu þingsins í vikunni vitnaði forseti þess, Helgi Hjörvar, í nýja könnun sem sýnir að 80% Norðurlandabúa styðja norrænt samstarf. Þannig virðast þjóðirnar sjálfar og stjórnvöld Norðurlandanna ganga í takt í þessum efnum. Í áranna rás og ekki síst á hinum svokölluðu uppgangsárum, hafa sumir efast um gildi norræns samstarfs og jafnvel lagt til að dregið yrði úr því eða því jafnvel hætt. Hér á landi hafa margir fremur viljað líta fjær og til vesturs um samstarf og margvíslegum grunni. Bent hefur verið á að við séum í samstarfi við Norðurlandaþjóðir og fjölmargar aðrar vestrænar þjóðir á vettvangi NATO og svo verði einnig og ekki síður fari svo að Ísland gangi í Evrópusambandið. Því sé ekki þörf á þeim formlega vettvangi sem Norðurlandaráð og Norræna ráðherranefndin sé. Hvað sem því líður er ljóst að engar þjóðir standa okkur Íslendingum nær en hinar Norðurlandaþjóðirnar. Allar þjóðirnar, utan Finna, tala tungumál sem eru náskyld íslenskunni. Þetta þýðir að með góðum vilja þá skilja þjóðirnar hver aðra, jafnvel þótt ekki liggi að baki mikið formlegt nám í grannmálunum. Málskilningurinn er mikilvægur liður í norrænu samstarfi sem ber að verja af krafti nú þegar ensk tunga sækir svo mjög á á flestum sviðum á öllum Norðurlöndunum. Norðurlandaráð styður dyggilega við margvísleg norræn samstarfsverkefni sem tengjast námi og kennslu í grannmálunum á Norðulöndum. Einnig eru verkefni eins og Nordjobb sem hafa ýtt undir dvöl norrænna ungmenna á hinum Norðurlöndunum og þar með aukinni þekkingu á grannmálum. Menning þjóðanna er sömuleiðis meira og minna reist á sama arfi og sömu gildum. Því ríkir gagnkvæmur skilningur í samskiptum Norðurlandabúa sem gera þau aðgengileg og áreynslulaus. Það hefði því verið mikill missir, ekki síst fyrir litla þjóð eins og okkur Íslendinga, ef flosnað hefði upp úr formlegu norrænu samstarfi. Hvort heldur sem Ísland verður innan eða utan Evrópusambandsins þá er formlegt og öflugt samstarf við Norðurlandaþjóðirnar mikilvæg kjölfesta lítillar þjóðar í stórum heimi. Norrænu þjóðirnar eru litlar samanborið við velflestar Evrópuþjóðir og Ísland telst á þeim vettvangi beinlínis örríki. Með öflugu samstarfi geta þessar þjóðir hins vegar fengið aukið vægi. Þegar er farið að ræða um að sameinast um sendiskrifstofur landanna í einhverjum löndum og athyglisverð er sú hugmynd að Norðurlandaþjóðir eigi sameiginlega fulltrúa í G-20 hópnum og eigi þannig sinn fulltrúa við borð öflugustu ríkja heims og enn róttækari er hugmynd Gunnars Wetterbergs um að Norðurlandaþjóðirnar myndi sambandsríki. Hvað sem því líður þá lítur út fyrir að kreppan hafi fremur styrkt hin norrænu bönd en hitt. Vonandi auðnast Norðurlöndunum að þétta enn frekar samband sitt og samstarf í framtíðinni.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun