Hnútarnir hans Jóns Gnarr Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 17. nóvember 2010 06:00 Hvert sem komið er liggur krafan í loftinu um að menn hegði sér nákvæmlega eins og náunginn. Sífellt færri hafa svo sterka hnjáliði að þeir kikni ekki undan þessari kröfu. Sjáið bara knattspyrnumennina sem eru nánast allir orðnir eins. Það er engu líkara en hver og einn þeirra hafi aðeins um fimm frasa að velja þegar þeir eru í viðtali. Þess vegna hef ég svo gaman af þrautagöngu Jóns Gnarr í Ráðhúsinu því þar er kominn stjórnmálamaður sem hegðar sér einmitt eins og stjórnmálamaður á ekki að hegða sér. Fyrir þetta má hann þola endalausar áminningar því það er í rauninni óþolandi fyrir meirihlutann að umgangast mann sem bindur ekki bagga sína sömu hnútum og samferðamennirnir. Ég lenti í sams konar baráttu fyrst þegar ég kom til stórborgar og sá hvernig fólkið gekk um götur í fálæti sínu með fjarrænt augnaráð. Það var engu líkara en það væri dauðhrætt um að einhver kynni að yrða á það, eins hættulegt og það er nú. Ég ákvað að skera upp herör gegn þessu háttalagi og gekk alltaf um í stórborgum rétt eins og ég væri á bryggjunni á Bíldudal. Virti fyrir mér fólkið og kastaði kveðju ef augun mættust. En eftir einn annasaman dag í Madríd gafst ég upp á þessu. Þá hafði ég lenti í fjórum skoðanakönnunum og síðan tatarakonu einni sem bar býsnin öll af plastpokum upp tröppur á fjölfarinni brautarstöð. „Gætir þú nokkuð aðstoðað mig, væni minn?" spurði hún. Ég hélt það nú, tók pokana og gerði mig líklegan til að bera þá upp. „Komdu með pokana, fíflið þitt, ég er að biðja þig um pening." Ég var fastheldinn á evruna eftir þessa svívirðingu. Í miðborginni kem ég svo auga á fallega stúlku sem er þó nokkuð illa klædd miðað við veðurfar. Ég horfi í augu hennar líkt og væri hún bílddælsk stúlka á bryggjunni. Þá segir hún: „Ég er til í tuskið fyrir 50 evrur ef þú vilt hleypa klárnum á brokk." Ég varð harmi sleginn. Ekki yfir verðinu heldur hlutskipti stúlkunnar. Síðan þá horfi ég í jörðina eins og stórborgarbúi þegar ég fer í bæinn. Ég vona að nafna takist betur til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun
Hvert sem komið er liggur krafan í loftinu um að menn hegði sér nákvæmlega eins og náunginn. Sífellt færri hafa svo sterka hnjáliði að þeir kikni ekki undan þessari kröfu. Sjáið bara knattspyrnumennina sem eru nánast allir orðnir eins. Það er engu líkara en hver og einn þeirra hafi aðeins um fimm frasa að velja þegar þeir eru í viðtali. Þess vegna hef ég svo gaman af þrautagöngu Jóns Gnarr í Ráðhúsinu því þar er kominn stjórnmálamaður sem hegðar sér einmitt eins og stjórnmálamaður á ekki að hegða sér. Fyrir þetta má hann þola endalausar áminningar því það er í rauninni óþolandi fyrir meirihlutann að umgangast mann sem bindur ekki bagga sína sömu hnútum og samferðamennirnir. Ég lenti í sams konar baráttu fyrst þegar ég kom til stórborgar og sá hvernig fólkið gekk um götur í fálæti sínu með fjarrænt augnaráð. Það var engu líkara en það væri dauðhrætt um að einhver kynni að yrða á það, eins hættulegt og það er nú. Ég ákvað að skera upp herör gegn þessu háttalagi og gekk alltaf um í stórborgum rétt eins og ég væri á bryggjunni á Bíldudal. Virti fyrir mér fólkið og kastaði kveðju ef augun mættust. En eftir einn annasaman dag í Madríd gafst ég upp á þessu. Þá hafði ég lenti í fjórum skoðanakönnunum og síðan tatarakonu einni sem bar býsnin öll af plastpokum upp tröppur á fjölfarinni brautarstöð. „Gætir þú nokkuð aðstoðað mig, væni minn?" spurði hún. Ég hélt það nú, tók pokana og gerði mig líklegan til að bera þá upp. „Komdu með pokana, fíflið þitt, ég er að biðja þig um pening." Ég var fastheldinn á evruna eftir þessa svívirðingu. Í miðborginni kem ég svo auga á fallega stúlku sem er þó nokkuð illa klædd miðað við veðurfar. Ég horfi í augu hennar líkt og væri hún bílddælsk stúlka á bryggjunni. Þá segir hún: „Ég er til í tuskið fyrir 50 evrur ef þú vilt hleypa klárnum á brokk." Ég varð harmi sleginn. Ekki yfir verðinu heldur hlutskipti stúlkunnar. Síðan þá horfi ég í jörðina eins og stórborgarbúi þegar ég fer í bæinn. Ég vona að nafna takist betur til.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun