Hljóðlátur aumur api Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 15. nóvember 2010 11:15 Aumar skemmtanir halda gjarnan fyrir mér vöku. Í þeim gírnum eigra ég til að mynda um Barnaland, les þar hvernig mála megi bolla, skoða myndir af hundi sem fannst í Norðlingaholti, hvernig beygja eigi nafnið Hervör og fer yfir leiðbeiningar um lifrarpylsusuðu. Það finnst mér gaman. Mér finnst líka gaman að fletta upp í Þjóðskrá, gúgla, lesa blogg og mjög svo sérhæfðar spjallsíður sem koma mér ekkert við og að engu gagni, svo sem fólks sem á gæludýr sömu ættar eða deilir sams konar áhugamálum - sem ég hef ekki. Ég get gleymt mér tímunum saman og er alæta á internetið og bloggsíður. Sting hausnum jafnt ofan í tunnurnar lengst til hægri sem og lengst til vinstri. Kem fljótt upp úr kafinu enda er þröngsýni sama tóbakið hvort sem hún tilheyrir hægri eða vinstri væng stjórnmálanna. Sérstaka ánægju hef ég af því að lesa bloggfærslur þar sem fólk færir líf sitt í letur, deilir myndum úr öllum skírnarveislum og Eurovisionpartíum sem það hefur farið í síðustu fimm árin og mundar skoðanir sínar með öðru hvoru. Ég hef rakið mig marga mánuði og ár aftur í tímann, lesið langar bunur og kynnst alls ókunnugu fólki og frændgarði þess. Aðdráttaraflið er líklega það að lífið er alltaf ótrúlegra en skáldskapurinn. Sem sagt. Mér finnst gaman að sitja uppi í tré, hlusta og horfa og enginn sér. Ekki mikið merkilegra en haga sér eins og hljóðlátur api. Manns aumu skemmtanir koma stundum aftan að manni og veita manni innsýn í eitthvað óvænt og enn skemmtilegra. Nýjasta auma skemmtunin mín er að lesa lítinn dálk, oft til hægri eða vinstri á blogg- og fésbókarsíðum, þar sem höfundar skrifanna lýsa sjálfum sér, hverjir þeir eru og hvað þeir standa fyrir. Það forvitnilega þar er alger viðsnúningur á óskráðri gamalli reglu um bann við sjálfshóli. Kannski er það uppgerðarhógværð fortíðarinnar sem á ekki erindi við okkur í dag en fyrr hefði ég orðið vitni að því að amma pantaði sér pitsu en að hún hefði útlistað í orðum hversu dugleg og kraftmikil hún væri (sem hún var). Slíkt tal var óhugsandi. Maður skilgreindi ekki sjálfan sig á þann hátt enda hégómi þá enn ofarlega á blaði sem dauðasynd. Þessi lesning er hins vegar afbragðs skemmtun hvað sem má segja um hógværð eða hégóma. Enda má þar finna klausur á borð við „beittasti penni Íslands" og „málefnaleg og hnyttin". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun
Aumar skemmtanir halda gjarnan fyrir mér vöku. Í þeim gírnum eigra ég til að mynda um Barnaland, les þar hvernig mála megi bolla, skoða myndir af hundi sem fannst í Norðlingaholti, hvernig beygja eigi nafnið Hervör og fer yfir leiðbeiningar um lifrarpylsusuðu. Það finnst mér gaman. Mér finnst líka gaman að fletta upp í Þjóðskrá, gúgla, lesa blogg og mjög svo sérhæfðar spjallsíður sem koma mér ekkert við og að engu gagni, svo sem fólks sem á gæludýr sömu ættar eða deilir sams konar áhugamálum - sem ég hef ekki. Ég get gleymt mér tímunum saman og er alæta á internetið og bloggsíður. Sting hausnum jafnt ofan í tunnurnar lengst til hægri sem og lengst til vinstri. Kem fljótt upp úr kafinu enda er þröngsýni sama tóbakið hvort sem hún tilheyrir hægri eða vinstri væng stjórnmálanna. Sérstaka ánægju hef ég af því að lesa bloggfærslur þar sem fólk færir líf sitt í letur, deilir myndum úr öllum skírnarveislum og Eurovisionpartíum sem það hefur farið í síðustu fimm árin og mundar skoðanir sínar með öðru hvoru. Ég hef rakið mig marga mánuði og ár aftur í tímann, lesið langar bunur og kynnst alls ókunnugu fólki og frændgarði þess. Aðdráttaraflið er líklega það að lífið er alltaf ótrúlegra en skáldskapurinn. Sem sagt. Mér finnst gaman að sitja uppi í tré, hlusta og horfa og enginn sér. Ekki mikið merkilegra en haga sér eins og hljóðlátur api. Manns aumu skemmtanir koma stundum aftan að manni og veita manni innsýn í eitthvað óvænt og enn skemmtilegra. Nýjasta auma skemmtunin mín er að lesa lítinn dálk, oft til hægri eða vinstri á blogg- og fésbókarsíðum, þar sem höfundar skrifanna lýsa sjálfum sér, hverjir þeir eru og hvað þeir standa fyrir. Það forvitnilega þar er alger viðsnúningur á óskráðri gamalli reglu um bann við sjálfshóli. Kannski er það uppgerðarhógværð fortíðarinnar sem á ekki erindi við okkur í dag en fyrr hefði ég orðið vitni að því að amma pantaði sér pitsu en að hún hefði útlistað í orðum hversu dugleg og kraftmikil hún væri (sem hún var). Slíkt tal var óhugsandi. Maður skilgreindi ekki sjálfan sig á þann hátt enda hégómi þá enn ofarlega á blaði sem dauðasynd. Þessi lesning er hins vegar afbragðs skemmtun hvað sem má segja um hógværð eða hégóma. Enda má þar finna klausur á borð við „beittasti penni Íslands" og „málefnaleg og hnyttin".
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun