Stjórntækur flokkur? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 18. desember 2010 06:00 Hjáseta þriggja þingmanna Vinstri grænna við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins er áfall fyrir ríkisstjórnina og vekur áleitnar spurningar um hvort hún hefur áfram starfhæfan meirihluta á Alþingi. Forystumenn ríkisstjórnarinnar geta ekki látið eins og ekkert sé eða reynt að breiða yfir hvað hér er raunverulega um að ræða. Þrír þingmenn hættu í raun stuðningi við ríkisstjórnina. Fjárlagafrumvarpið er ekki bara hvert annað frumvarp; það endurspeglar áherzlur og forgangsröðun ríkisstjórnarinnar. Sá sem styður ekki fjárlögin getur ekki verið stuðningsmaður stjórnarinnar. Þetta virðist raunar mega lesa úr yfirlýsingu þremenninganna, þar sem niðurskurði í fjárlagafrumvarpinu (sem þó hefur verið dregið verulega úr) er harðlega mótmælt og hann sagður í andstöðu við „grunnstefnu VG og ályktanir flokksráðsfunda" eins og þingmennirnir orða það. Þá yfirsést þeim reyndar sá vandi að grunnstefna VG og ályktanir flokksfunda um útgjöld til velferðarmála eru sjaldnast í nokkru samræmi við þann efnahagslega veruleika sem við blasir, allra sízt núna. Og flestir flokkar sem taka þátt í samsteypustjórnum verða víst að láta það yfir sig ganga að gera málamiðlanir, sem hafa í för með sér að flokksstefnan næst sjaldnast hrein og ómenguð í gegn. Nú virðist það vera að koma býsna skýrt fram sem jafnvel eindregnir stuðningsmenn fyrstu hreinræktuðu vinstri stjórnarinnar höfðu áhyggjur af, að VG sé þegar til kemur ekki stjórntækur flokkur, þrátt fyrir að njóta umtalsverðs fylgis. Hann innihaldi of marga þingmenn með öfga- og jaðarskoðanir, sem þeir séu engan veginn reiðubúnir að hvika frá og því síður til í að axla nokkra ábyrgð á erfiðum og óvinsælum ákvörðunum. Menn geta sagt sem svo að það bjargi stjórninni að villta vinstrið sé þrátt fyrir allt ekki fjölmennara en þetta og ríkisstjórn geti spjarað sig með eins manns meirihluta á þingi. En samheldni þeirra þrjátíu og tveggja stjórnarþingmanna sem eru eftir er býsna óviss. Að minnsta kosti tvö vafaatkvæði í ýmsum stórum málum eru í sjálfu ráðherraliði VG. Vandséð er hvernig Steingrímur J. Sigfússon á að geta sannfært samstarfsflokkinn um að VG geti lagt sitt af mörkum til að koma málum stjórnarinnar fram á Alþingi. Ef ríkisstjórnin hrekkur upp af á næstunni, sem virðist líklegra eftir atburði vikunnar, er draumurinn um hreinu vinstri stjórnina búinn. Og ekki bara það, heldur hefur villta vinstrið í VG þá líklega tryggt að aðrir flokkar fara ekki á fjörurnar við þann söfnuð í náinni framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Hjáseta þriggja þingmanna Vinstri grænna við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins er áfall fyrir ríkisstjórnina og vekur áleitnar spurningar um hvort hún hefur áfram starfhæfan meirihluta á Alþingi. Forystumenn ríkisstjórnarinnar geta ekki látið eins og ekkert sé eða reynt að breiða yfir hvað hér er raunverulega um að ræða. Þrír þingmenn hættu í raun stuðningi við ríkisstjórnina. Fjárlagafrumvarpið er ekki bara hvert annað frumvarp; það endurspeglar áherzlur og forgangsröðun ríkisstjórnarinnar. Sá sem styður ekki fjárlögin getur ekki verið stuðningsmaður stjórnarinnar. Þetta virðist raunar mega lesa úr yfirlýsingu þremenninganna, þar sem niðurskurði í fjárlagafrumvarpinu (sem þó hefur verið dregið verulega úr) er harðlega mótmælt og hann sagður í andstöðu við „grunnstefnu VG og ályktanir flokksráðsfunda" eins og þingmennirnir orða það. Þá yfirsést þeim reyndar sá vandi að grunnstefna VG og ályktanir flokksfunda um útgjöld til velferðarmála eru sjaldnast í nokkru samræmi við þann efnahagslega veruleika sem við blasir, allra sízt núna. Og flestir flokkar sem taka þátt í samsteypustjórnum verða víst að láta það yfir sig ganga að gera málamiðlanir, sem hafa í för með sér að flokksstefnan næst sjaldnast hrein og ómenguð í gegn. Nú virðist það vera að koma býsna skýrt fram sem jafnvel eindregnir stuðningsmenn fyrstu hreinræktuðu vinstri stjórnarinnar höfðu áhyggjur af, að VG sé þegar til kemur ekki stjórntækur flokkur, þrátt fyrir að njóta umtalsverðs fylgis. Hann innihaldi of marga þingmenn með öfga- og jaðarskoðanir, sem þeir séu engan veginn reiðubúnir að hvika frá og því síður til í að axla nokkra ábyrgð á erfiðum og óvinsælum ákvörðunum. Menn geta sagt sem svo að það bjargi stjórninni að villta vinstrið sé þrátt fyrir allt ekki fjölmennara en þetta og ríkisstjórn geti spjarað sig með eins manns meirihluta á þingi. En samheldni þeirra þrjátíu og tveggja stjórnarþingmanna sem eru eftir er býsna óviss. Að minnsta kosti tvö vafaatkvæði í ýmsum stórum málum eru í sjálfu ráðherraliði VG. Vandséð er hvernig Steingrímur J. Sigfússon á að geta sannfært samstarfsflokkinn um að VG geti lagt sitt af mörkum til að koma málum stjórnarinnar fram á Alþingi. Ef ríkisstjórnin hrekkur upp af á næstunni, sem virðist líklegra eftir atburði vikunnar, er draumurinn um hreinu vinstri stjórnina búinn. Og ekki bara það, heldur hefur villta vinstrið í VG þá líklega tryggt að aðrir flokkar fara ekki á fjörurnar við þann söfnuð í náinni framtíð.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun