Einfalt og hollt fyrir börnin Steinunn Stefánsdóttir skrifar 8. september 2010 06:00 Mörgum foreldrum þykir matur grunnskólabarna einhæfur og ekki nægilega hollur. Ljóst er að staðan er þröng því meðan verð á matvælum hækkar þá eru verðskrár í skólamötuneytum óbreyttar. Sýnt er því að útsjónarsemi þarf til að viðhalda gæðum þess matar sem börnunum er boðinn. Skólamatur er tiltölulega nýr af nálinni í íslensku samfélagi. Ekki eru nema hálfur annar áratugur síðan að heitur matur var óþekktur með öllu í grunnskólum en nú þykir það sjálfsögð þjónusta að skólabörn eigi þess kost að fá mat í skólanum. Erfitt efnahagsástand hefur síður en svo dregið úr kröfunni um næringarríkan mat í skólum enda þörfin á staðgóðum mat enn brýnni í slíku árferði. Vitað er að mataræði og neysluvenjur allar hafa veruleg áhrif á heilsu. Þegar barni er gefið að borða er þannig ekki bara verið að seðja hungur og næra það fyrir daginn heldur er líka verið að leggja inn til framtíðar, ala upp neytanda. Sá matur sem börnum er boðinn hefur áhrif á það hvernig matarsmekkur þeirra þróast og þar af leiðandi hvernig mat þau munu velja sér þegar þau hljóta sjálf til þess umboð. Þannig geta matarvenjur í æsku haft verulega áhrif á heilsu, ekki bara á barnsaldrinum heldur um alla framtíð. Sigurveig Káradóttir, sem hefur ásamt Sigurrós Pálsdóttur og Margréti Gylfadóttur gert skoðun á mötuneytum grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu síðustu misseri, telur að víða sé pottur brotinn í matarmálum grunnskólabarna. Í úttekt þeirra kemur fram að unnar matvörur, svo sem bjúgu, naggar og pakkasúpa, eru víða uppistaðan í þeim mat sem börnum er boðinn. Þetta er óásættanlegt með öllu. Slíkur matur er iðulega rýr að næringu, auk þess sem hann inniheldur gjarnan ótæpilegt magn af salti og öðrum aukefnum sem jafnvel eru beinlínis skaðleg. Svoleiðis mat á ekki að bjóða börnum í uppeldisstofnunum. Undir þetta taka margir matráðar í skólum. Meðal annars Guðfinna Guðmundsdóttir matráður í Engidalsskóla í Hafnarfirði. Að hennar mati á hollur og vandaður matur að vera partur af skólastarfi og hún bendir á að börnin þurfi að læra að borða slíkan mat. Guðfinna og Sigurveig eru sammála um að ekki muni líða á löngu þar til matarmál grunnskólabarna verði tekin til gagngerrar skoðunar. Undir það sjónarmið er hér tekið. Niðurstaðan verður vonandi sú að sem flestum börnum muni standa til boða hollur og góður matur sem framreiddur er á einfaldan en lystugan hátt. Slíkur matur þarf nefnilega ekki að vera dýrari en sá forunni matur sem nú er boðinn svo víða. Þótt ekki megi gleyma því að foreldrar bera höfuðábyrgð á því að ala upp og næra börn sín þá er það svo að matmálstími í skóla og leikskóla er hluti þess uppeldisstarfs sem þar fer fram. Þess verður að sjá stað bæði hvað varðar þann mat sem neytt er og einnig í umgjörðinni sem börnunum er boðin við að matast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Mörgum foreldrum þykir matur grunnskólabarna einhæfur og ekki nægilega hollur. Ljóst er að staðan er þröng því meðan verð á matvælum hækkar þá eru verðskrár í skólamötuneytum óbreyttar. Sýnt er því að útsjónarsemi þarf til að viðhalda gæðum þess matar sem börnunum er boðinn. Skólamatur er tiltölulega nýr af nálinni í íslensku samfélagi. Ekki eru nema hálfur annar áratugur síðan að heitur matur var óþekktur með öllu í grunnskólum en nú þykir það sjálfsögð þjónusta að skólabörn eigi þess kost að fá mat í skólanum. Erfitt efnahagsástand hefur síður en svo dregið úr kröfunni um næringarríkan mat í skólum enda þörfin á staðgóðum mat enn brýnni í slíku árferði. Vitað er að mataræði og neysluvenjur allar hafa veruleg áhrif á heilsu. Þegar barni er gefið að borða er þannig ekki bara verið að seðja hungur og næra það fyrir daginn heldur er líka verið að leggja inn til framtíðar, ala upp neytanda. Sá matur sem börnum er boðinn hefur áhrif á það hvernig matarsmekkur þeirra þróast og þar af leiðandi hvernig mat þau munu velja sér þegar þau hljóta sjálf til þess umboð. Þannig geta matarvenjur í æsku haft verulega áhrif á heilsu, ekki bara á barnsaldrinum heldur um alla framtíð. Sigurveig Káradóttir, sem hefur ásamt Sigurrós Pálsdóttur og Margréti Gylfadóttur gert skoðun á mötuneytum grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu síðustu misseri, telur að víða sé pottur brotinn í matarmálum grunnskólabarna. Í úttekt þeirra kemur fram að unnar matvörur, svo sem bjúgu, naggar og pakkasúpa, eru víða uppistaðan í þeim mat sem börnum er boðinn. Þetta er óásættanlegt með öllu. Slíkur matur er iðulega rýr að næringu, auk þess sem hann inniheldur gjarnan ótæpilegt magn af salti og öðrum aukefnum sem jafnvel eru beinlínis skaðleg. Svoleiðis mat á ekki að bjóða börnum í uppeldisstofnunum. Undir þetta taka margir matráðar í skólum. Meðal annars Guðfinna Guðmundsdóttir matráður í Engidalsskóla í Hafnarfirði. Að hennar mati á hollur og vandaður matur að vera partur af skólastarfi og hún bendir á að börnin þurfi að læra að borða slíkan mat. Guðfinna og Sigurveig eru sammála um að ekki muni líða á löngu þar til matarmál grunnskólabarna verði tekin til gagngerrar skoðunar. Undir það sjónarmið er hér tekið. Niðurstaðan verður vonandi sú að sem flestum börnum muni standa til boða hollur og góður matur sem framreiddur er á einfaldan en lystugan hátt. Slíkur matur þarf nefnilega ekki að vera dýrari en sá forunni matur sem nú er boðinn svo víða. Þótt ekki megi gleyma því að foreldrar bera höfuðábyrgð á því að ala upp og næra börn sín þá er það svo að matmálstími í skóla og leikskóla er hluti þess uppeldisstarfs sem þar fer fram. Þess verður að sjá stað bæði hvað varðar þann mat sem neytt er og einnig í umgjörðinni sem börnunum er boðin við að matast.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun