Ofsi og misskilningur Ólafur Þ. Stephensen skrifar 26. október 2010 09:05 Fulltrúar Bezta flokksins, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar í mannréttindaráði Reykjavíkur eru í vandræðum vegna mikilla og neikvæðra viðbragða við tillögu flokkanna um að úthýsa kristinni trú og siðum úr skólastarfi í borginni. Talsmenn tillögunnar reyna nú að halda því fram að viðbrögðin byggist á "misskilningi" og séu "ofsafengin" eins og Margrét Sverrisdóttir, formaður ráðsins, orðaði það hér í blaðinu eftir að biskup Íslands gagnrýndi áformin harðlega.En hvernig er hægt að misskilja tillöguna? Þar segir berum orðum að heimsóknir starfsmanna trúfélaga í skóla séu bannaðar. Undir það falla líka heimsóknir presta sem koma til að veita áfallahjálp þegar slys eða dauðsföll hafa orðið. Þar segir klárlega að kirkjuferðir, "bænahald, sálmasöngur og listsköpun í trúarlegum tilgangi" eigi ekki heima í skólum. Hversu mikið mark á þá að taka á vandræðalegum útlistunum um að samt megi syngja sálma á litlu jólunum, setja upp helgileiki og gera trúarlegar myndir í jólaföndri? Meinti meirihlutinn eitthvað annað en það sem hann setti á blað?Í samtalinu við Fréttablaðið vísaði Margrét Sverrisdóttir til skýrslu starfshóps Reykjavíkurborgar um samstarf kirkju og skóla frá 2007. Ýmislegt bendir til að meirihlutinn í mannréttindaráði hafi misskilið skýrsluna. Að minnsta kosti ganga tillögur hans miklu lengra en hugmyndir starfshópsins. Í þeim er einmitt kveðið á um samstarf, en ekki samstarfsslit. Þar er sömuleiðis rík áherzla á að samstarfið sé undir hverjum og einum skóla komið, í stað þess að þeim séu öllum bönnuð samskipti við kirkjuna. Í "hugmyndum um samstarf" er nefnt sem dæmi að skóli geti kallað til fulltrúa trúar- og lífsskoðunarhópa vegna áfalla, en þess þurfi að gæta að virða trúarlegar forsendur þeirra sem eiga hlut að máli og fjalla um málin af fagmennsku. Annað dæmi er tekið af vettvangsheimsóknum - sem fulltrúar flokkanna þriggja vilja banna.Meirihlutinn virðist ekki hafa lesið - eða þá misskilið - aðalnámskrá grunnskóla. Þar er á meðal markmiða fyrir yngstu bekkina að verða "betur fær um að skilja og njóta trúarlegrar tjáningar í tónlist, myndlist og bókmenntum" (sem fer kannski ekki alveg saman við bannið við trúarlegum söngvum og listsköpun), að kunna skil á Biblíunni (sem er ekki í samræmi við fyrirhugað bann við Biblíugjöfum í skólum) og "þekkja kirkjuhúsið, helstu tákn, kirkjulegar athafnir og starf kirkjunnar í heimabyggð" (sem getur reynzt erfitt þegar búið verður að banna kirkjuferðirnar).Ef einhvers staðar er ofsa og misskilning að finna, er það í tillögum meirihluta mannréttindaráðs, sem í viðleitni til að bregðast við kvörtunum frá litlum minnihluta gengur alltof langt og hefur snúið bæði fyrri tillögum í málinu og þeim viðmiðum sem öllum grunnskólum í landinu ber að fara eftir á haus. Það er vel hægt að tryggja rétt minnihlutans án þess að vaða yfir trú, siði og venjur yfirgnæfandi meirihluta landsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun
Fulltrúar Bezta flokksins, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar í mannréttindaráði Reykjavíkur eru í vandræðum vegna mikilla og neikvæðra viðbragða við tillögu flokkanna um að úthýsa kristinni trú og siðum úr skólastarfi í borginni. Talsmenn tillögunnar reyna nú að halda því fram að viðbrögðin byggist á "misskilningi" og séu "ofsafengin" eins og Margrét Sverrisdóttir, formaður ráðsins, orðaði það hér í blaðinu eftir að biskup Íslands gagnrýndi áformin harðlega.En hvernig er hægt að misskilja tillöguna? Þar segir berum orðum að heimsóknir starfsmanna trúfélaga í skóla séu bannaðar. Undir það falla líka heimsóknir presta sem koma til að veita áfallahjálp þegar slys eða dauðsföll hafa orðið. Þar segir klárlega að kirkjuferðir, "bænahald, sálmasöngur og listsköpun í trúarlegum tilgangi" eigi ekki heima í skólum. Hversu mikið mark á þá að taka á vandræðalegum útlistunum um að samt megi syngja sálma á litlu jólunum, setja upp helgileiki og gera trúarlegar myndir í jólaföndri? Meinti meirihlutinn eitthvað annað en það sem hann setti á blað?Í samtalinu við Fréttablaðið vísaði Margrét Sverrisdóttir til skýrslu starfshóps Reykjavíkurborgar um samstarf kirkju og skóla frá 2007. Ýmislegt bendir til að meirihlutinn í mannréttindaráði hafi misskilið skýrsluna. Að minnsta kosti ganga tillögur hans miklu lengra en hugmyndir starfshópsins. Í þeim er einmitt kveðið á um samstarf, en ekki samstarfsslit. Þar er sömuleiðis rík áherzla á að samstarfið sé undir hverjum og einum skóla komið, í stað þess að þeim séu öllum bönnuð samskipti við kirkjuna. Í "hugmyndum um samstarf" er nefnt sem dæmi að skóli geti kallað til fulltrúa trúar- og lífsskoðunarhópa vegna áfalla, en þess þurfi að gæta að virða trúarlegar forsendur þeirra sem eiga hlut að máli og fjalla um málin af fagmennsku. Annað dæmi er tekið af vettvangsheimsóknum - sem fulltrúar flokkanna þriggja vilja banna.Meirihlutinn virðist ekki hafa lesið - eða þá misskilið - aðalnámskrá grunnskóla. Þar er á meðal markmiða fyrir yngstu bekkina að verða "betur fær um að skilja og njóta trúarlegrar tjáningar í tónlist, myndlist og bókmenntum" (sem fer kannski ekki alveg saman við bannið við trúarlegum söngvum og listsköpun), að kunna skil á Biblíunni (sem er ekki í samræmi við fyrirhugað bann við Biblíugjöfum í skólum) og "þekkja kirkjuhúsið, helstu tákn, kirkjulegar athafnir og starf kirkjunnar í heimabyggð" (sem getur reynzt erfitt þegar búið verður að banna kirkjuferðirnar).Ef einhvers staðar er ofsa og misskilning að finna, er það í tillögum meirihluta mannréttindaráðs, sem í viðleitni til að bregðast við kvörtunum frá litlum minnihluta gengur alltof langt og hefur snúið bæði fyrri tillögum í málinu og þeim viðmiðum sem öllum grunnskólum í landinu ber að fara eftir á haus. Það er vel hægt að tryggja rétt minnihlutans án þess að vaða yfir trú, siði og venjur yfirgnæfandi meirihluta landsmanna.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun