Því að lifa í friði langar jú alla til Steinunn Stefánsdóttir skrifar 23. september 2010 06:00 Borgaryfirvöld í Reykjavík hafa sagt skálmöld í miðborg Reykjavíkur um nætur stríð á hendur; ofbeldi af öllum toga: kynferðisbrotum, barsmíðum og hótunum. Það er því miður landlægt að litið sé á alls kyns ofbeldi sem óhjákvæmilegan fylgifisk „skemmtanalífs" sem þó er nauðsynlegt að setja gæsalappir utan um vegna þess að þegar áfengisneysla, og neysla annarra fíkniefna, fer úr böndum og ofbeldi er farið að koma við sögu líka þá á slíkt líf nú fátt sameiginlegt með skemmtun. Með ólíkindum má telja hvað fólk nennir að láta yfir sig ganga af drykkjulátum við þessar aðstæður og segja má að ofbeldi eins og barsmíðar og áflog teljist nánast að segja samþykkt hegðun. Þetta kemur mjög greinilega fram í fréttum frá lögreglu eftir stórhelgar á borð við menningarnótt og verslunarmannahelgi. Þá er til dæmis gjarnan talað um svokallaða pústra eins og það sé ekki tiltökumál að fullorðnir menn fljúgist á þannig að það kalli á læknisheimsókn og dragi jafnvel verri dilk á eftir sér. Að ekki sé svo minnst á þá grátlegu þversögn þegar sagt er frá því að allt hafi gengið vel utan þess að kona hafi kært nauðgun. Skilaboð borgarstjórans í Reykjavík eru skýr: Ofbeldi verður ekki liðið í miðbænum frekar en í öðrum hverfum borgarinnar og að mati hans er það ekki fullnægjandi að minnka ofbeldið í borginni heldur skal stefnt að algerri útrýmingu þess. Þetta kom fram á blaðamannafundi um öryggismál í miðbænum í síðustu viku. Þar var einnig kynnt úttekt á skemmtistöðum borgarinnar með tilliti til öryggismála. Úttektin var unnin af starfshópi sem skipaður var fulltrúum borgarinnar, Neyðarmóttöku, Lýðheilsustöð, lögreglu og kráareigenda. Úttektinni fylgja ágætar tillögur til úrbóta á öryggismálum í miðbænum. Þær kveða meðal annars á um að auka ábyrgð þeirra sem reka skemmtistaði á öryggi gesta sinna, að komið verði upp öryggismyndavélum við salerni þar sem starfsfólk sér illa til þeirra og við útgang, og að stofnaður verði virkur samstarfshópur aðila í miðborginni til að tryggja öryggi borgaranna. Sýnileiki lögreglu hlýtur þó að skipta algerlega sköpum þegar kemur að því að bæta menninguna í miðbænum. Ef þeir sem málið varðar eiga að taka átakið alvarlega er nauðsynlegt að þeim sé ljóst að hvenær sem er geti lögreglumenn gengið fyrir næsta horn. Sýnileiki lögreglu eykur líka til muna öryggistilfinningu hinna sem kjósa að fara með friði. Sömuleiðis verða skilaboðin frá lögreglunni að vera jafnskýr og frá borgarstjóranum um að ofbeldi sé ekki liðið. Þannig á ekki að vera hægt að lesa í dagbókum lögreglu að skemmtun hafi farið vel fram í miðbænum ef einn maður hefur verið barinn þar. Ekki má gleyma því að þorri fólks sem sækir miðbæ Reykjavíkur til að skemmta sér um helgar er ekki þangað kominn til að efna til ófriðar heldur einmitt til þess að skemmta sér. Þetta fólk á ekki að þurfa samþykkja það að vera stöðug hætta búin af völdum ribbalda. „Því að lifa í friði langar jú alla til, ekki satt?" Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun
Borgaryfirvöld í Reykjavík hafa sagt skálmöld í miðborg Reykjavíkur um nætur stríð á hendur; ofbeldi af öllum toga: kynferðisbrotum, barsmíðum og hótunum. Það er því miður landlægt að litið sé á alls kyns ofbeldi sem óhjákvæmilegan fylgifisk „skemmtanalífs" sem þó er nauðsynlegt að setja gæsalappir utan um vegna þess að þegar áfengisneysla, og neysla annarra fíkniefna, fer úr böndum og ofbeldi er farið að koma við sögu líka þá á slíkt líf nú fátt sameiginlegt með skemmtun. Með ólíkindum má telja hvað fólk nennir að láta yfir sig ganga af drykkjulátum við þessar aðstæður og segja má að ofbeldi eins og barsmíðar og áflog teljist nánast að segja samþykkt hegðun. Þetta kemur mjög greinilega fram í fréttum frá lögreglu eftir stórhelgar á borð við menningarnótt og verslunarmannahelgi. Þá er til dæmis gjarnan talað um svokallaða pústra eins og það sé ekki tiltökumál að fullorðnir menn fljúgist á þannig að það kalli á læknisheimsókn og dragi jafnvel verri dilk á eftir sér. Að ekki sé svo minnst á þá grátlegu þversögn þegar sagt er frá því að allt hafi gengið vel utan þess að kona hafi kært nauðgun. Skilaboð borgarstjórans í Reykjavík eru skýr: Ofbeldi verður ekki liðið í miðbænum frekar en í öðrum hverfum borgarinnar og að mati hans er það ekki fullnægjandi að minnka ofbeldið í borginni heldur skal stefnt að algerri útrýmingu þess. Þetta kom fram á blaðamannafundi um öryggismál í miðbænum í síðustu viku. Þar var einnig kynnt úttekt á skemmtistöðum borgarinnar með tilliti til öryggismála. Úttektin var unnin af starfshópi sem skipaður var fulltrúum borgarinnar, Neyðarmóttöku, Lýðheilsustöð, lögreglu og kráareigenda. Úttektinni fylgja ágætar tillögur til úrbóta á öryggismálum í miðbænum. Þær kveða meðal annars á um að auka ábyrgð þeirra sem reka skemmtistaði á öryggi gesta sinna, að komið verði upp öryggismyndavélum við salerni þar sem starfsfólk sér illa til þeirra og við útgang, og að stofnaður verði virkur samstarfshópur aðila í miðborginni til að tryggja öryggi borgaranna. Sýnileiki lögreglu hlýtur þó að skipta algerlega sköpum þegar kemur að því að bæta menninguna í miðbænum. Ef þeir sem málið varðar eiga að taka átakið alvarlega er nauðsynlegt að þeim sé ljóst að hvenær sem er geti lögreglumenn gengið fyrir næsta horn. Sýnileiki lögreglu eykur líka til muna öryggistilfinningu hinna sem kjósa að fara með friði. Sömuleiðis verða skilaboðin frá lögreglunni að vera jafnskýr og frá borgarstjóranum um að ofbeldi sé ekki liðið. Þannig á ekki að vera hægt að lesa í dagbókum lögreglu að skemmtun hafi farið vel fram í miðbænum ef einn maður hefur verið barinn þar. Ekki má gleyma því að þorri fólks sem sækir miðbæ Reykjavíkur til að skemmta sér um helgar er ekki þangað kominn til að efna til ófriðar heldur einmitt til þess að skemmta sér. Þetta fólk á ekki að þurfa samþykkja það að vera stöðug hætta búin af völdum ribbalda. „Því að lifa í friði langar jú alla til, ekki satt?"
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun