Dulúð og drama Sesselja G. Magnúsdóttir skrifar 14. október 2010 07:00 Transaquania – Into thin Air Erna Ómarsdóttir Íslenski dansflokkurinn Dansleikhús *** Transaquania - Into the Air Höfundar: Erna Ómarsdóttir, Damien Jalet og Gabríela Friðriksdóttir, samið í samvinnu við Íslenska dansflokkinn. Sýnt á stóra sviði Borgarleikhússins. Í upphafi er sviðið auðnin ein. Smátt og smátt fylla kynlegar verur það lífi og áhorfandinn fær að fylgjast með þróun þeirra og lífsbaráttu. Búningarnir voru mjög flottir. Í fyrstu strigapokalegar hempur, en síðar þröngir húðlitaðir heilgallar sem huldu einnig andlit dansaranna. Það að gera dansarana óþekkjanlega gerði allar hreyfingar þeirra áhrifameiri. Naktar brúður í mannsmynd eru notaðar í sýninguni á mjög áhrifaríkan hátt. Lýsingin eins og húðliturinn í búningunum undirstrikaði auðnina og tómið. Hún var viðeigandi til að hægt væri að njóta þess sem fram fór á sviðinu og studdi við stemninguna hverju sinni. Hljóðveruleikinn í verkinu var eins og lýsingin mátulegur og passandi í langflestum tilfellum. Hann dró fram dulúð og skapaði upplifun af því ómennska og kynlega á ljúfan, ágengan og ofsafengin hátt. Á einstaka stöðum skar hann þó í eyru og truflaði heildarupplifunina. Dansverkið er samið af tveimur danshöfundum og einum myndlistarmanni sem gerði að verkum að „fljótlega hliðraðist áherslan frá því að skapa dans yfir í að skapa lifandi skúlptúr“. Þessi áhersla skilar sér mjög vel og var á köflum eins og meira segja brúðurnar hefðu öðlast sitt sjálfstæða líf. Magnað atriði. Hreyfingarnar í verkinu minntu helst á hreyfingar frumuklasa þar sem frumurnar ýmist iða einar og sér eða tengjast í iðandi heildir. Erna talar sjálf um að þau Damian séu að rannsaka möguleika lífrænna hreyfinga í danssköpun frekar en „akademískar“ og er sú áhersla þeirra einkar áhugaverð. Níu dansarar voru í verkinu, nokkrir þeirra nýir í röðum flokksins. Dansararnir stóðu sig vel og unnu sem einn líkami, ein lífræn heild. Þeir náðu að halda þessu kynlega og dularfulla flæði hreyfinganna í gegnum allt verkið og ná dásamlegum áhrifum eins og í kaflanum sem minnti á samfellu fæðinga. Á nokkrum stöðum misstu hreyfingarnar þó hina kynngimögnuðu áferð frumuklasans og nálægð leikhússins þrengdi sér inn í vitund áhorfandans. Í þeim tilfellum er þó líklega frekar við danshöfundana að sakast en dansarana. Að horfa á Transaquania var eins og að verða vitni að sköpun heimsins sem og tortímingu hans, ekki í gegnum frásögn heldur að vera viðstaddur hinn eiginlega atburð. Það var auðvelt að hverfa inn í þennan goðsagnakennda heim og gleyma sinni hversdagslegu tilveru. Transaquania – Into Thin Air er heildstætt verk bæði hvað varðar samspil listformanna sem og heildaruppbyggingu verksins. Það fangar athygli áhorfandans strax í upphafi og heldur henni óskiptri allt til loka með fáum undantekningum þó. Undantekningarnar valda þó því að verkið vantar herslumuninn upp á að fá fjórar stjörnur. Niðurstaða: Heildstætt verk þar sem áhorfinn gleymir sér í heillandi goðsagnaheimi. Nokkrir hnökrar setja þó strik í reikninginn. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Dansleikhús *** Transaquania - Into the Air Höfundar: Erna Ómarsdóttir, Damien Jalet og Gabríela Friðriksdóttir, samið í samvinnu við Íslenska dansflokkinn. Sýnt á stóra sviði Borgarleikhússins. Í upphafi er sviðið auðnin ein. Smátt og smátt fylla kynlegar verur það lífi og áhorfandinn fær að fylgjast með þróun þeirra og lífsbaráttu. Búningarnir voru mjög flottir. Í fyrstu strigapokalegar hempur, en síðar þröngir húðlitaðir heilgallar sem huldu einnig andlit dansaranna. Það að gera dansarana óþekkjanlega gerði allar hreyfingar þeirra áhrifameiri. Naktar brúður í mannsmynd eru notaðar í sýninguni á mjög áhrifaríkan hátt. Lýsingin eins og húðliturinn í búningunum undirstrikaði auðnina og tómið. Hún var viðeigandi til að hægt væri að njóta þess sem fram fór á sviðinu og studdi við stemninguna hverju sinni. Hljóðveruleikinn í verkinu var eins og lýsingin mátulegur og passandi í langflestum tilfellum. Hann dró fram dulúð og skapaði upplifun af því ómennska og kynlega á ljúfan, ágengan og ofsafengin hátt. Á einstaka stöðum skar hann þó í eyru og truflaði heildarupplifunina. Dansverkið er samið af tveimur danshöfundum og einum myndlistarmanni sem gerði að verkum að „fljótlega hliðraðist áherslan frá því að skapa dans yfir í að skapa lifandi skúlptúr“. Þessi áhersla skilar sér mjög vel og var á köflum eins og meira segja brúðurnar hefðu öðlast sitt sjálfstæða líf. Magnað atriði. Hreyfingarnar í verkinu minntu helst á hreyfingar frumuklasa þar sem frumurnar ýmist iða einar og sér eða tengjast í iðandi heildir. Erna talar sjálf um að þau Damian séu að rannsaka möguleika lífrænna hreyfinga í danssköpun frekar en „akademískar“ og er sú áhersla þeirra einkar áhugaverð. Níu dansarar voru í verkinu, nokkrir þeirra nýir í röðum flokksins. Dansararnir stóðu sig vel og unnu sem einn líkami, ein lífræn heild. Þeir náðu að halda þessu kynlega og dularfulla flæði hreyfinganna í gegnum allt verkið og ná dásamlegum áhrifum eins og í kaflanum sem minnti á samfellu fæðinga. Á nokkrum stöðum misstu hreyfingarnar þó hina kynngimögnuðu áferð frumuklasans og nálægð leikhússins þrengdi sér inn í vitund áhorfandans. Í þeim tilfellum er þó líklega frekar við danshöfundana að sakast en dansarana. Að horfa á Transaquania var eins og að verða vitni að sköpun heimsins sem og tortímingu hans, ekki í gegnum frásögn heldur að vera viðstaddur hinn eiginlega atburð. Það var auðvelt að hverfa inn í þennan goðsagnakennda heim og gleyma sinni hversdagslegu tilveru. Transaquania – Into Thin Air er heildstætt verk bæði hvað varðar samspil listformanna sem og heildaruppbyggingu verksins. Það fangar athygli áhorfandans strax í upphafi og heldur henni óskiptri allt til loka með fáum undantekningum þó. Undantekningarnar valda þó því að verkið vantar herslumuninn upp á að fá fjórar stjörnur. Niðurstaða: Heildstætt verk þar sem áhorfinn gleymir sér í heillandi goðsagnaheimi. Nokkrir hnökrar setja þó strik í reikninginn.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira