Þrír saman, enn meira gaman Trausti Júlíusson skrifar 8. nóvember 2010 09:56 Samstarf þessara þriggja alþýðutónlistarhetja hefði einhvern tímann verið óhugsandi, en í dag er það sjálfsagt og algerlega að gera sig. Tónleikar ***** GRM Austurbæ, 4. nóvember 2010 "Megas, geturðu hjálpað mér aðeins áður en ég hengi mig í þessu?" Þessi orð Gylfa Ægissonar þegar hann var að vandræðast með gítarólina gáfu tóninn fyrir tónleika þeirra félaga ásamt Rúnari Þór Péturssyni í Austurbæ á fimmtudagskvöldið. Þeir hófust með því að þeir þrír komu sér fyrir á sviðinu með gítarana og tóku nokkur lög án frekari undirleiks. Það var ljóst strax frá fyrstu tónunum að þetta yrðu skemmtilegir tónleikar. Stemningin var létt og þremenningarnir reyttu af sér brandarana, aðallega samt Gylfi. Eftir Í sól og sumaryl og Stolt siglir fleyið mitt kom Jybbí jei sem Gylfi söng að mestu og hafði breytt nafni Stebba í laginu í Megas. Samstarf þessara þriggja alþýðutónlistarhetja hefði einhvern tímann verið óhugsandi, en í dag er það sjálfsagt og algerlega að gera sig. Eftir nokkur lög kom hljómsveitin inn á sviðið, gítarleikari, bassaleikari og trommuleikari og þá hækkaði styrkurinn og krafturinn jókst. GRM tók lög eins og Gígja, Sjúddírarí rei, Spáðu í mig og Brotnar myndir við góðar undirtektir, enda salurinn greinilega skipaður hörðum aðdáendum. Eftir hlé var enn hækkað í græjunum og lög eins og Út á gólfið, Reykjavíkurnætur, Við Birkiland og Drottningin vonda voru keyrð áfram í þéttum og kraftmiklum rokkútgáfum. Mjög flott. Þegar Minning um mann fékk að hljóma og Megas hóf upp raust sína í öðru erindinu fékk maður gæsahúð af hrifningu. Fullkomið. Tæpum tveim tímum og nítján lögum eftir að tónleikarnir hófust töldu þeir félagar í síðasta lagið, Lóa Lóa sem lokaði flottri dagskrá. Eftir uppklapp kom svo Fatlafól, við mikinn fögnuð tónleikagesta og svo Jybbí jei aftur, nú í öflugri rokkkeyrslu. Á heildina litið voru þetta frábærir tónleikar. Hljómsveitin stóð sig mjög vel. Það var smá hik af og til á framlínumönnunum, menn ekki alveg vissir hver ætti að syngja næsta erindi og svona, en það kom ekkert að sök. Það er reyndar gaman að bera þessa tónleika saman við tónleika Megasar á Listahátíð í sumar. Þar var horft upp og allt straufínt. Sérskrifaðar framsæknar útsetningar og sprenglærðir atvinnutónlistarmenn. Athyglisvert, en virkaði ekkert sérstaklega vel. Nú var farið í hina áttina. Púkkað upp á gamla neyslufélaga, veðraða knæpuspilara og útjaskaða smellakónga og viti menn. Svínvirkaði! Það kom á óvart að þó að það hafi verið nokkuð þéttskipað í salnum var ekki uppselt. Þrátt fyrir alla útvarpssmellina þá eru GRM enn þá við jaðarinn. Fjöldinn velur Frostrósir. En fjöldinn missti af flottum tónleikum og frábærri skemmtun! Niðurstaða: Gylfi Ægisson, Rúnar Þór og Megas voru léttir og hressir og fóru á kostum í Austurbæ á fimmudagskvöldið. Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Kim féll Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Lífið Fleiri fréttir Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Tónleikar ***** GRM Austurbæ, 4. nóvember 2010 "Megas, geturðu hjálpað mér aðeins áður en ég hengi mig í þessu?" Þessi orð Gylfa Ægissonar þegar hann var að vandræðast með gítarólina gáfu tóninn fyrir tónleika þeirra félaga ásamt Rúnari Þór Péturssyni í Austurbæ á fimmtudagskvöldið. Þeir hófust með því að þeir þrír komu sér fyrir á sviðinu með gítarana og tóku nokkur lög án frekari undirleiks. Það var ljóst strax frá fyrstu tónunum að þetta yrðu skemmtilegir tónleikar. Stemningin var létt og þremenningarnir reyttu af sér brandarana, aðallega samt Gylfi. Eftir Í sól og sumaryl og Stolt siglir fleyið mitt kom Jybbí jei sem Gylfi söng að mestu og hafði breytt nafni Stebba í laginu í Megas. Samstarf þessara þriggja alþýðutónlistarhetja hefði einhvern tímann verið óhugsandi, en í dag er það sjálfsagt og algerlega að gera sig. Eftir nokkur lög kom hljómsveitin inn á sviðið, gítarleikari, bassaleikari og trommuleikari og þá hækkaði styrkurinn og krafturinn jókst. GRM tók lög eins og Gígja, Sjúddírarí rei, Spáðu í mig og Brotnar myndir við góðar undirtektir, enda salurinn greinilega skipaður hörðum aðdáendum. Eftir hlé var enn hækkað í græjunum og lög eins og Út á gólfið, Reykjavíkurnætur, Við Birkiland og Drottningin vonda voru keyrð áfram í þéttum og kraftmiklum rokkútgáfum. Mjög flott. Þegar Minning um mann fékk að hljóma og Megas hóf upp raust sína í öðru erindinu fékk maður gæsahúð af hrifningu. Fullkomið. Tæpum tveim tímum og nítján lögum eftir að tónleikarnir hófust töldu þeir félagar í síðasta lagið, Lóa Lóa sem lokaði flottri dagskrá. Eftir uppklapp kom svo Fatlafól, við mikinn fögnuð tónleikagesta og svo Jybbí jei aftur, nú í öflugri rokkkeyrslu. Á heildina litið voru þetta frábærir tónleikar. Hljómsveitin stóð sig mjög vel. Það var smá hik af og til á framlínumönnunum, menn ekki alveg vissir hver ætti að syngja næsta erindi og svona, en það kom ekkert að sök. Það er reyndar gaman að bera þessa tónleika saman við tónleika Megasar á Listahátíð í sumar. Þar var horft upp og allt straufínt. Sérskrifaðar framsæknar útsetningar og sprenglærðir atvinnutónlistarmenn. Athyglisvert, en virkaði ekkert sérstaklega vel. Nú var farið í hina áttina. Púkkað upp á gamla neyslufélaga, veðraða knæpuspilara og útjaskaða smellakónga og viti menn. Svínvirkaði! Það kom á óvart að þó að það hafi verið nokkuð þéttskipað í salnum var ekki uppselt. Þrátt fyrir alla útvarpssmellina þá eru GRM enn þá við jaðarinn. Fjöldinn velur Frostrósir. En fjöldinn missti af flottum tónleikum og frábærri skemmtun! Niðurstaða: Gylfi Ægisson, Rúnar Þór og Megas voru léttir og hressir og fóru á kostum í Austurbæ á fimmudagskvöldið.
Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Kim féll Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Lífið Fleiri fréttir Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira