Bösl í hnasli og sýsl í rusli Brynhildur Björnsdóttir skrifar 12. mars 2010 06:00 Snjóa leysir, daga lengir, birta eykst. Undan snjónum gægjast fyrstu græðlingar vorsins, undursmáir og viðkvæmir krókusar, gult gras sem grænkar í rótina af gleði yfir fyrirheitum um sumar og sól. Og svo auðvitað allt ruslið. Upplitaðar svalafernur, munaðarlausar í morgungjólunni, torkennilegar plasttægjur sem einhverntíma voru stoltur innkaupapoki eða leyndardómsfullar umbúðir um gómsætan skyndibita prýða blómabeð og umferðareyjur hvert sem litið er. Beyglaðar bjórdósir minna á gleði og hverfulleika löngu liðinna rökkurstunda. Meðfram götum og gangstígum liggja líkin af hersveitum neyslusamfélagsins heiðursvörð. Á veturna og einkum og sér í lagi í snjó er eins og allir haldi að drasl hætti að vera til. Það bara gufi upp af sjálfu sér ef því er hent í snjóskafl, leysist upp og hverfi aftur til náttúrunnar á þúsundföldum eðlilegum plastniðurbrotshraða. En því miður er fólk sem hendir rusli frá sér þar sem það stendur mun líklegra til að gera það af hugsunarleysi og leti en ofurtrú á niðurbrotskrafta náttúrunnar. Einu sinni sá ég meira að segja mölbrotnar leifar af sjónvarpi í Öskjuhlíðinni innan um hálfs árs gamlar sprengitertur. Það þarf töluvert einbeittan brotavilja til að fara með sjónvarp út á víðavang og grýta því í hitaveitustokkana þannig að tætlurnar af því dreifist á margra fermetra svæði. Og allir gjalda fyrir. Það tekur nokkuð frá vormorgungöngunni að vaða hráblauta pappakassaskafla upp í hné. Það er ekki eins freistandi að sleppa hundinum lausum þegar vonlaust er að sjá fyrir hvaða úldna skyndibita hann nælir sér í úr sinunni. Hvað er eiginlega að? Af hverju hendir fólk ruslinu sínu þar sem það stendur þegar það er snjór? Af hverju er eins og það hafi sprungið öskubíll í götunni minni þegar snjórinn bráðnar? Er fólki hreinlega skítsama um allt rusl og telur sig hafa guðs-gefinn rétt til að henda því þar sem því sýnist svo framarlega sem það sést ekki strax? Það er ekki svona mikið rusl úti um allt á sumrin og ég held að það sé ekki bara unglingavinnunni að þakka. Átaks er þörf. Vitundarvakningar líka. Snjór er bara frosið vatn og brýtur ekki niður drasl. Það kemur alltaf upp á yfirborðið þegar snjórinn bráðnar og er þá orðið miklu ógeðslegra en það var þegar því var hent inn í runnana. Rusl á að fara í ruslið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snjóa leysir, daga lengir, birta eykst. Undan snjónum gægjast fyrstu græðlingar vorsins, undursmáir og viðkvæmir krókusar, gult gras sem grænkar í rótina af gleði yfir fyrirheitum um sumar og sól. Og svo auðvitað allt ruslið. Upplitaðar svalafernur, munaðarlausar í morgungjólunni, torkennilegar plasttægjur sem einhverntíma voru stoltur innkaupapoki eða leyndardómsfullar umbúðir um gómsætan skyndibita prýða blómabeð og umferðareyjur hvert sem litið er. Beyglaðar bjórdósir minna á gleði og hverfulleika löngu liðinna rökkurstunda. Meðfram götum og gangstígum liggja líkin af hersveitum neyslusamfélagsins heiðursvörð. Á veturna og einkum og sér í lagi í snjó er eins og allir haldi að drasl hætti að vera til. Það bara gufi upp af sjálfu sér ef því er hent í snjóskafl, leysist upp og hverfi aftur til náttúrunnar á þúsundföldum eðlilegum plastniðurbrotshraða. En því miður er fólk sem hendir rusli frá sér þar sem það stendur mun líklegra til að gera það af hugsunarleysi og leti en ofurtrú á niðurbrotskrafta náttúrunnar. Einu sinni sá ég meira að segja mölbrotnar leifar af sjónvarpi í Öskjuhlíðinni innan um hálfs árs gamlar sprengitertur. Það þarf töluvert einbeittan brotavilja til að fara með sjónvarp út á víðavang og grýta því í hitaveitustokkana þannig að tætlurnar af því dreifist á margra fermetra svæði. Og allir gjalda fyrir. Það tekur nokkuð frá vormorgungöngunni að vaða hráblauta pappakassaskafla upp í hné. Það er ekki eins freistandi að sleppa hundinum lausum þegar vonlaust er að sjá fyrir hvaða úldna skyndibita hann nælir sér í úr sinunni. Hvað er eiginlega að? Af hverju hendir fólk ruslinu sínu þar sem það stendur þegar það er snjór? Af hverju er eins og það hafi sprungið öskubíll í götunni minni þegar snjórinn bráðnar? Er fólki hreinlega skítsama um allt rusl og telur sig hafa guðs-gefinn rétt til að henda því þar sem því sýnist svo framarlega sem það sést ekki strax? Það er ekki svona mikið rusl úti um allt á sumrin og ég held að það sé ekki bara unglingavinnunni að þakka. Átaks er þörf. Vitundarvakningar líka. Snjór er bara frosið vatn og brýtur ekki niður drasl. Það kemur alltaf upp á yfirborðið þegar snjórinn bráðnar og er þá orðið miklu ógeðslegra en það var þegar því var hent inn í runnana. Rusl á að fara í ruslið.
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun