Green Zone: þrjár stjörnur 18. mars 2010 00:01 Matt Damon er jafn barnalegur og áður í aðalhlutverkinu en kemst þó skammlaust frá þessu. Litli strákurinn með vélbyssunaGreen Zone Leikstjóri: Paul Greengrass Aðalhlutverk: Matt Damon, Greg Kinnear, Brendan Gleeson, Khalid Abdalla.Paul Greengrass er skemmtilegur og áhugaverður leikstjóri sem kann greinilega vel við að vinna með leikaranum Matt Damon. Greengrass leikstýrði Damon í tveimur af þremur myndum um minnislausa ofurnjósnarann Jason Bourne og nú skella þeir sér saman til Íraks og blanda sér í stríðið þar í landi með miklum bægslagangi.Greengrass virðist, eins og svo allt of margir aðrir, haldinn þeirri ranghugmynd að Matt Damon sé töffari sem fari vel að leika harðhausa. Raunin er því miður önnur og þótt Damon standi á fertugu situr hann uppi með barnsandlit reynslulítils fermingardrengs og þegar hann skartar fullum herklæðum minnir hann meira á ungling sem er að bregða undir sig betri fætinum á öskudaginn frekar en atvinnuhermann í hinu sturlaða stríði í Írak.Damon nýtur þess þó hér, rétt eins og í Bourne-myndunum, að Greengrass sér til þess með fínni spennu og tilkomumiklum sprengingum, áflogum og skotbardögum að maður hefur um nóg annað að hugsa en hversu barnalegur aðalleikarinn er.Damon leikur foringja í hersveit sem hefur fengið það verkefni, sem við vitum nú að er vonlaust, að finna gereyðingarvopnin hans Saddams í Írak. Hann er orðinn pirraður og langþreyttur á því að grípa alltaf í tómt þrátt fyrir að hann sé gerður út af örkinni með skotheldum upplýsingum frá Pentagon.Þegar hann viðrar efasemdir sínar skýtur sjúskaður CIA-maður, sem er svo hokinn af reynslu að hann grunar einnig að einhverjir maðkar séu í mysunni, upp kollinum og fær Damon til að rekja upp lygavef frá æðstu mönnum í Pentagon sem virðast hafa búið til þjóðsöguna um gerðeyðingarvopnin til þess að fá góða ástæðu til þess að sprengja Írak aftur í fornöld. Allt er þetta fagmannlega fram sett, spennandi og skemmtilegt á að horfa.Greengrass kann svo upp á sína tíu fingur að gera stríðsbröltið svo raunverulegt að stundum er eins og áhorfandinn sé staddur í miðjum glundroða stríðsins. Greengrass leiðist líka ekkert að reyna að vera pólitískur og sjálfsagt freistast einhverjir til þess að horfa á Green Zone sem heimildarmynd um hvernig geðveikin í Írak byrjaði og þarna má líka finna einhvers konar ádeilu á stríð og pólitísku hrossakaupin sem oftast liggja að baki slíku brölti. Þetta ristir samt ekkert voðalega djúpt og Green Zone er fyrst og fremst spennandi og stílfærð stríðsmynd sem skilur ekkert sérstaklega mikið eftir sig þegar henni er lokið.Þórarinn ÞórarinssonNiðurstaða: Spennandi, stílfærð og nokkuð raunsæ stríðsmynd með ádeiluívafi. Handbragð Greengrass úr Bourne-myndunum er kunnuglegt og Matt Damon er jafn barnalegur og áður í aðalhlutverkinu en kemst þó skammlaust frá þessu. Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Litli strákurinn með vélbyssunaGreen Zone Leikstjóri: Paul Greengrass Aðalhlutverk: Matt Damon, Greg Kinnear, Brendan Gleeson, Khalid Abdalla.Paul Greengrass er skemmtilegur og áhugaverður leikstjóri sem kann greinilega vel við að vinna með leikaranum Matt Damon. Greengrass leikstýrði Damon í tveimur af þremur myndum um minnislausa ofurnjósnarann Jason Bourne og nú skella þeir sér saman til Íraks og blanda sér í stríðið þar í landi með miklum bægslagangi.Greengrass virðist, eins og svo allt of margir aðrir, haldinn þeirri ranghugmynd að Matt Damon sé töffari sem fari vel að leika harðhausa. Raunin er því miður önnur og þótt Damon standi á fertugu situr hann uppi með barnsandlit reynslulítils fermingardrengs og þegar hann skartar fullum herklæðum minnir hann meira á ungling sem er að bregða undir sig betri fætinum á öskudaginn frekar en atvinnuhermann í hinu sturlaða stríði í Írak.Damon nýtur þess þó hér, rétt eins og í Bourne-myndunum, að Greengrass sér til þess með fínni spennu og tilkomumiklum sprengingum, áflogum og skotbardögum að maður hefur um nóg annað að hugsa en hversu barnalegur aðalleikarinn er.Damon leikur foringja í hersveit sem hefur fengið það verkefni, sem við vitum nú að er vonlaust, að finna gereyðingarvopnin hans Saddams í Írak. Hann er orðinn pirraður og langþreyttur á því að grípa alltaf í tómt þrátt fyrir að hann sé gerður út af örkinni með skotheldum upplýsingum frá Pentagon.Þegar hann viðrar efasemdir sínar skýtur sjúskaður CIA-maður, sem er svo hokinn af reynslu að hann grunar einnig að einhverjir maðkar séu í mysunni, upp kollinum og fær Damon til að rekja upp lygavef frá æðstu mönnum í Pentagon sem virðast hafa búið til þjóðsöguna um gerðeyðingarvopnin til þess að fá góða ástæðu til þess að sprengja Írak aftur í fornöld. Allt er þetta fagmannlega fram sett, spennandi og skemmtilegt á að horfa.Greengrass kann svo upp á sína tíu fingur að gera stríðsbröltið svo raunverulegt að stundum er eins og áhorfandinn sé staddur í miðjum glundroða stríðsins. Greengrass leiðist líka ekkert að reyna að vera pólitískur og sjálfsagt freistast einhverjir til þess að horfa á Green Zone sem heimildarmynd um hvernig geðveikin í Írak byrjaði og þarna má líka finna einhvers konar ádeilu á stríð og pólitísku hrossakaupin sem oftast liggja að baki slíku brölti. Þetta ristir samt ekkert voðalega djúpt og Green Zone er fyrst og fremst spennandi og stílfærð stríðsmynd sem skilur ekkert sérstaklega mikið eftir sig þegar henni er lokið.Þórarinn ÞórarinssonNiðurstaða: Spennandi, stílfærð og nokkuð raunsæ stríðsmynd með ádeiluívafi. Handbragð Greengrass úr Bourne-myndunum er kunnuglegt og Matt Damon er jafn barnalegur og áður í aðalhlutverkinu en kemst þó skammlaust frá þessu.
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira