Bananalýðveldið Ólafur Þ. Stephensen skrifar 13. apríl 2010 06:22 Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið er harðari áfellisdómur yfir íslenzku stjórnkerfi, viðskiptalífi og samfélagi en margir væntu. Niðurstöður nefndarinnar eru skýrar, gagnrýnin beitt og sumar upplýsingarnar, sem skýrslan dregur fram í dagsljósið, þess eðlis að hinn almenni lesandi sýpur hveljur. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að þrír ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hafi vanrækt starfsskyldur sínar, einkum með því að bregðast ekki með viðeigandi hætti við aðsteðjandi hættu á bankahruni. Hún telur sömuleiðis að fyrrverandi bankastjórar Seðlabankans og fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafi sýnt af sér vanrækslu í starfi. Lýsingarnar á samskiptaleysi, persónulegri óvild manna á milli og fálmkenndum vinnubrögðum mánuðina fyrir hrun bera hvorki íslenzkri stjórnsýslu né pólitík fagurt vitni. Einna hörðust er gagnrýnin á vinnubrögðin við yfirtöku ríkisins á Glitni. Um hana segir nefndin að vinnubrögðin hafi verið "ótæk": "Þau voru á engan hátt í samræmi við það hvernig þjóðir með þróaða fjármálamarkaði og stjórnsýslu haga almennt starfsháttum sínum." Þetta er kurteisleg aðferð til að segja að Ísland hafi hagað sér eins og þau ríki, sem stundum eru kölluð bananalýðveldi. Fleiri rök má finna í skýrslunni fyrir þeirri samlíkingu. Undir lokin réðu stjórnkerfið og eftirlitsstofnanirnar ekkert við það skrímsli, sem auðmenn landsins höfðu skapað. Tækifærin til að hefta vöxt bankakerfisins höfðu farið forgörðum og undir lokin áttu stjórnmálamennirnir ekki annan kost en að spila með; ekki var hægt að taka áhættuna af því að kerfið eða hluti þess félli. Fjölmiðlar reyndust ekki aðhaldshlutverki sínu vaxnir; voru of veikburða og samdauna fögnuðinum yfir því, sem að minnsta kosti á yfirborðinu virtist fádæma velgengni bankanna. Þeir stjórnmála- og embættismenn, sem hafa nú hendur sínar að verja, geta vísað til þess að upphafið að hruninu lá í ákvörðunum eigenda og stjórnenda bankanna. Þeir misnotuðu herfilega það frelsi, sem þeim hafði verið fengið. Stórir eigendur bankanna, til að mynda Baugsveldið, Björgólfsfeðgar og Exista, höfðu óeðlilegan aðgang að lánsfé bankanna. Bankarnir beittu blekkingum gagnvart eftirlitsstofnunum og reyndu að breiða yfir hvernig farið var á svig við reglur um áhættustýringu, sem áttu að vernda bankana sjálfa. Stjórnmálamennirnir eru þó ekki saklausir af því að skrímslið varð til. Þau mistök sem voru gerð við einkavæðingu ríkisbankanna með því að afhenda þá "kjölfestufjárfestum" stuðluðu þannig að því að einstakar viðskiptablokkir náðu taki á öllum bönkunum. Rannsóknarnefndin hefur vísað mörgum málum úr bankakerfinu til saksóknara. Alþingi þarf að taka ákvörðun um hvort fyrrverandi ráðherrum verður stefnt fyrir Landsdóm. Hugsanlega verða höfðuð fleiri skaðabótamál á hendur einstaklingum, sem tóku ákvarðanir sem kostað hafa fyrirtæki og almenning háar fjárhæðir. Að sjálfsögðu er mikilvægt að menn taki afleiðingum gerða sinna. Mikilvægast er þó að íslenzkt samfélag í heild dragi nauðsynlegan lærdóm af niðurstöðum skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Að við gerum það sem gera þarf til að Ísland standi undir nafni sem þróað, vestrænt lýðræðisríki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Vinsælast 2010 Mest lesið Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið er harðari áfellisdómur yfir íslenzku stjórnkerfi, viðskiptalífi og samfélagi en margir væntu. Niðurstöður nefndarinnar eru skýrar, gagnrýnin beitt og sumar upplýsingarnar, sem skýrslan dregur fram í dagsljósið, þess eðlis að hinn almenni lesandi sýpur hveljur. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að þrír ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hafi vanrækt starfsskyldur sínar, einkum með því að bregðast ekki með viðeigandi hætti við aðsteðjandi hættu á bankahruni. Hún telur sömuleiðis að fyrrverandi bankastjórar Seðlabankans og fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafi sýnt af sér vanrækslu í starfi. Lýsingarnar á samskiptaleysi, persónulegri óvild manna á milli og fálmkenndum vinnubrögðum mánuðina fyrir hrun bera hvorki íslenzkri stjórnsýslu né pólitík fagurt vitni. Einna hörðust er gagnrýnin á vinnubrögðin við yfirtöku ríkisins á Glitni. Um hana segir nefndin að vinnubrögðin hafi verið "ótæk": "Þau voru á engan hátt í samræmi við það hvernig þjóðir með þróaða fjármálamarkaði og stjórnsýslu haga almennt starfsháttum sínum." Þetta er kurteisleg aðferð til að segja að Ísland hafi hagað sér eins og þau ríki, sem stundum eru kölluð bananalýðveldi. Fleiri rök má finna í skýrslunni fyrir þeirri samlíkingu. Undir lokin réðu stjórnkerfið og eftirlitsstofnanirnar ekkert við það skrímsli, sem auðmenn landsins höfðu skapað. Tækifærin til að hefta vöxt bankakerfisins höfðu farið forgörðum og undir lokin áttu stjórnmálamennirnir ekki annan kost en að spila með; ekki var hægt að taka áhættuna af því að kerfið eða hluti þess félli. Fjölmiðlar reyndust ekki aðhaldshlutverki sínu vaxnir; voru of veikburða og samdauna fögnuðinum yfir því, sem að minnsta kosti á yfirborðinu virtist fádæma velgengni bankanna. Þeir stjórnmála- og embættismenn, sem hafa nú hendur sínar að verja, geta vísað til þess að upphafið að hruninu lá í ákvörðunum eigenda og stjórnenda bankanna. Þeir misnotuðu herfilega það frelsi, sem þeim hafði verið fengið. Stórir eigendur bankanna, til að mynda Baugsveldið, Björgólfsfeðgar og Exista, höfðu óeðlilegan aðgang að lánsfé bankanna. Bankarnir beittu blekkingum gagnvart eftirlitsstofnunum og reyndu að breiða yfir hvernig farið var á svig við reglur um áhættustýringu, sem áttu að vernda bankana sjálfa. Stjórnmálamennirnir eru þó ekki saklausir af því að skrímslið varð til. Þau mistök sem voru gerð við einkavæðingu ríkisbankanna með því að afhenda þá "kjölfestufjárfestum" stuðluðu þannig að því að einstakar viðskiptablokkir náðu taki á öllum bönkunum. Rannsóknarnefndin hefur vísað mörgum málum úr bankakerfinu til saksóknara. Alþingi þarf að taka ákvörðun um hvort fyrrverandi ráðherrum verður stefnt fyrir Landsdóm. Hugsanlega verða höfðuð fleiri skaðabótamál á hendur einstaklingum, sem tóku ákvarðanir sem kostað hafa fyrirtæki og almenning háar fjárhæðir. Að sjálfsögðu er mikilvægt að menn taki afleiðingum gerða sinna. Mikilvægast er þó að íslenzkt samfélag í heild dragi nauðsynlegan lærdóm af niðurstöðum skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Að við gerum það sem gera þarf til að Ísland standi undir nafni sem þróað, vestrænt lýðræðisríki.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun