El clásico Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 1. desember 2010 05:00 Ég virðist ekkert hafa lært eftir allar þessar bandarísku bíómyndir sem ég hef séð í gegnum tíðina. Mér var þetta ljóst síðasta mánudagskvöld þegar ég var að horfa á El clasico með arabískum félögum mínum á krá nokkurri í bænum Priego de Córdoba á suður Spáni. Frá því í ágúst hef ég verið að bölsóttast yfir góðu gengi Real Madríd. Ég hef horft með fyrirlitningu á Ronaldo þegar hann baðar út höndum, mörkum fagnandi og sigri hrósandi. Alltaf með þennan grodda svip, eins og hann hafi nýlega lokið við að reisa mann frá dauðum. Þegar leik konungsliðsins er lokið fylgist ég venjulega með viðtali við Mourinho þjálfara liðsins og mér verður innanbrjóst, ja líklega eins og feminísta sem fær einn stóran skammt af Gilz meðan útblásna vöðva og sjálfsálit í stíl. "Fólki er illa við mig útaf því að mér gengur vel, ég vinn oft og fólk á erfitt með að taka slíkri velgengni nokkurs manns," segir þjálfarinn og ég veit vel upp á mig sökina. Innra með með vex þráin að sjá þessa hrokagikki niðurlægða, sjá þá þjást. Helst biðjast velvirðingar á öllu sem þeir hafa sagt og gert. Sjá Marca og öll þessi Madrídarblöð kokgleypa öllu galgopatalinu um konungsliðið. Það er því ekkert auðvelt að fylgjast með El calsico, það er að segja viðureign Barcelona og Real Madríd. Samkvæmt töflunni eru einungis þrjú stig í boði en í lífi sérhvers fótboltaunnanda á Spáni, og þó víðar væri leitað, hangir mun meira á spýtunni. Og það undarlega gerðist. Ég, sem hef frá blautu barnsbeini horft á bíómyndir þar sem byggð er upp andúð á vonda karlinum uns hann fær það óþvegið í lokinn, virðist vera of tregur fyrir þennan bandaríska boðskap. Hrokagikkirnir Ronaldo og Mourinho, sem og leiðindarpjakkurinn Marcelo sem ég er búinn að vera að blóta í allan vetur fyrir góða frammistöðu, voru teknir í kennslustund. Það er að segja Auðmýkt 101. Konungsliðið tapaði á Camp Nou með fimm mörkum gegn engu. En það var sama hversu ég reyndi, ég fann engan fögnuð yfir því að sjá Ronaldo niðurlútan, Mourinho niðurlægðan og afleit frammistaða Marcelo vakti ekki með mér neina kátínu. Það er alveg magnað hvað maður virðist þroskaður þegar gleði ríkir í hjarta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Jón Sigurður Eyjólfsson Skoðanir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Ég virðist ekkert hafa lært eftir allar þessar bandarísku bíómyndir sem ég hef séð í gegnum tíðina. Mér var þetta ljóst síðasta mánudagskvöld þegar ég var að horfa á El clasico með arabískum félögum mínum á krá nokkurri í bænum Priego de Córdoba á suður Spáni. Frá því í ágúst hef ég verið að bölsóttast yfir góðu gengi Real Madríd. Ég hef horft með fyrirlitningu á Ronaldo þegar hann baðar út höndum, mörkum fagnandi og sigri hrósandi. Alltaf með þennan grodda svip, eins og hann hafi nýlega lokið við að reisa mann frá dauðum. Þegar leik konungsliðsins er lokið fylgist ég venjulega með viðtali við Mourinho þjálfara liðsins og mér verður innanbrjóst, ja líklega eins og feminísta sem fær einn stóran skammt af Gilz meðan útblásna vöðva og sjálfsálit í stíl. "Fólki er illa við mig útaf því að mér gengur vel, ég vinn oft og fólk á erfitt með að taka slíkri velgengni nokkurs manns," segir þjálfarinn og ég veit vel upp á mig sökina. Innra með með vex þráin að sjá þessa hrokagikki niðurlægða, sjá þá þjást. Helst biðjast velvirðingar á öllu sem þeir hafa sagt og gert. Sjá Marca og öll þessi Madrídarblöð kokgleypa öllu galgopatalinu um konungsliðið. Það er því ekkert auðvelt að fylgjast með El calsico, það er að segja viðureign Barcelona og Real Madríd. Samkvæmt töflunni eru einungis þrjú stig í boði en í lífi sérhvers fótboltaunnanda á Spáni, og þó víðar væri leitað, hangir mun meira á spýtunni. Og það undarlega gerðist. Ég, sem hef frá blautu barnsbeini horft á bíómyndir þar sem byggð er upp andúð á vonda karlinum uns hann fær það óþvegið í lokinn, virðist vera of tregur fyrir þennan bandaríska boðskap. Hrokagikkirnir Ronaldo og Mourinho, sem og leiðindarpjakkurinn Marcelo sem ég er búinn að vera að blóta í allan vetur fyrir góða frammistöðu, voru teknir í kennslustund. Það er að segja Auðmýkt 101. Konungsliðið tapaði á Camp Nou með fimm mörkum gegn engu. En það var sama hversu ég reyndi, ég fann engan fögnuð yfir því að sjá Ronaldo niðurlútan, Mourinho niðurlægðan og afleit frammistaða Marcelo vakti ekki með mér neina kátínu. Það er alveg magnað hvað maður virðist þroskaður þegar gleði ríkir í hjarta.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun