Heilagur Glinglinus Einar Már Jónsson skrifar 31. mars 2010 06:00 Í ýmsum tungumálum eru til orð og orðtæki sem merkja einhvern óákveðinn og óljósan tíma sem er einhvers staðar afskaplega langt í burtu. Í íslensku er t.d. talað um það ár þegar jólin ber upp á páska. Ágústus keisari talaði stundum um það á sínum tíma að eitthvað gerðist „á hinum grísku kalendum" eða hann vildi fresta einhverju „til hinna grísku kalenda" („ad kalendas graecas", eins og keisarinn sagði), en „kalendur" voru rómverskur hátíðisdagur, fyrsti dagur hvers mánaðar, sem var ekki við lýði í Grikklandi og því aldrei haldinn hátíðlegur þar. Þetta orðtak hefur svo varðveist í frönsku og er þar nokkuð algengt, en Frakkar hafa bætt öðrum við mjög svipaðrar merkingar. Tala þeir t.d. um að eitthvað muni gerast á „messudegi hins heilaga Glinglinusar", en þótt nafn þessa dýrlings heyrist oft í daglegu tali manna virðist hann hvergi vera skráður á dýrlingatal hinnar kaþólsku kirkju og messudaginn er heldur ekki að finna í almanakinu hversu vel sem að er leitað. Svo vitna þeir gjarnan til „vikunnar með fimmtudögunum fjórum" og er sennilega nokkuð langt að bíða þess hlaupárs sem verður lengt svona rausnarlega. Loks má nefna að Frakkar telja stundum að eitthvað muni gerast þegar „hænurnar fá tennur", en á því kunna dýrafræðingar sennilega betri skil en ég. Þetta kemur mér stundum í hug þegar fréttir berast af þeirri skýrslu um Hrunið sem rannsóknarnefnd Alþingis vinnur nú ötullega að. Væri ekki mikill hagur fyrir nefndarmenn ef þeir byndu sig ekki við lagamál heldur notfærðu sér alla þá möguleika sem felast í tungumálinu, orðtækjum þess og öllum þeim þýðingarlánum sem völ er á? Þá slyppu þeir við að þurfa að endurtaka í sífellu á eins álappalegan hátt og raun ber vitni að birting þeirrar skýrslu sem svo mjög er beðið eftir muni enn frestast um eina viku, tvær vikur, fram að næstu mánaðamótum, fram í miðjan næsta mánuð, og þar fram eftir götunum, eins og segir í tilkynningum sem allir eru orðnir dauðleiðir á að heyra og taka með æ meiri tortryggni. Þá gætu þeir komið með alveg bitastæðar skýringar á töfinni sem allir hlytu að taka alvarlega. Þeir gætu t.d. sagt - og eitt útilokar engan veginn annað heldur er hægt að nota skýringarnar allar hverja á eftir annarri eins lengi og þurfa þykir: „Ákveðið hefur verið að birta skýrsluna daginn þegar alþingismenn eru að búa sig undir tvöfalt hátíðahald árið sem jólin ber upp á páska, svo þeir geti lesið hana léttir í lund og meðtekið í réttum anda. Hún verður bundin inn í líki konfektkassa svo auðveldara verði fyrir þingmenn að láta hana ganga sín á milli í þingsal." „Til að sýna samstöðu með Grikkjum sem eiga í svipuðum erfiðleikum og við Íslendingar og eru einnig að setja saman rannsóknarskýrslu um málið hefur verið talið rétt að birta báðar skýrslurnar samtímis á hinum grísku kalendum. Þess vegna verður hún einnig prentuð á grísku höfðaletri og með bústrófedon." „Til að auðvelda fyrir viðræður um aðild Íslendinga að Evrópusambandinu og fá góðvild Evrópuþjóðanna, þannig að þær bjóði okkur upp á góða og hagstæða skilmála, verður skýrslan birt á messudegi hins ginnhelga Glinglinusar, sem er almennur frídagur í álfunni og helgaður sívaxandi Evrópusamstarfi." „Þar sem skýrslan er nú þegar orðin níu bindi, sem eru hvert um sig upp á 2.000 blaðsíður fyrir utan viðauka, og úr henni á enn eftir að teygjast, er augljóst að íslenskur almenningur þarf að fá drjúgan tíma til að lesa hana og meðtaka og sporðrenna öllum þeim ógrynnum upplýsinga sem hún hefur að geyma. Því er nú talið rétt að bíða með birtingu fram í viku hinna fjögurra fimmtudaga." „Búast má við því að skýrslan verði lesin og rannsökuð í þaula, vafalaust verður hún einnig fyrir nagandi gagnrýni. En allar slíkar umræður eru mjög til skilningsauka fyrir Íslendinga og munu leiða þá í allan sannleika um það í hvaða sósu þeir voru étnir. Til að auðvelda fyrir því hefur nú verið ákveðið að fresta birtingu þangað til hænurnar verða búnar að fá tennur." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Már Jónsson Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Í ýmsum tungumálum eru til orð og orðtæki sem merkja einhvern óákveðinn og óljósan tíma sem er einhvers staðar afskaplega langt í burtu. Í íslensku er t.d. talað um það ár þegar jólin ber upp á páska. Ágústus keisari talaði stundum um það á sínum tíma að eitthvað gerðist „á hinum grísku kalendum" eða hann vildi fresta einhverju „til hinna grísku kalenda" („ad kalendas graecas", eins og keisarinn sagði), en „kalendur" voru rómverskur hátíðisdagur, fyrsti dagur hvers mánaðar, sem var ekki við lýði í Grikklandi og því aldrei haldinn hátíðlegur þar. Þetta orðtak hefur svo varðveist í frönsku og er þar nokkuð algengt, en Frakkar hafa bætt öðrum við mjög svipaðrar merkingar. Tala þeir t.d. um að eitthvað muni gerast á „messudegi hins heilaga Glinglinusar", en þótt nafn þessa dýrlings heyrist oft í daglegu tali manna virðist hann hvergi vera skráður á dýrlingatal hinnar kaþólsku kirkju og messudaginn er heldur ekki að finna í almanakinu hversu vel sem að er leitað. Svo vitna þeir gjarnan til „vikunnar með fimmtudögunum fjórum" og er sennilega nokkuð langt að bíða þess hlaupárs sem verður lengt svona rausnarlega. Loks má nefna að Frakkar telja stundum að eitthvað muni gerast þegar „hænurnar fá tennur", en á því kunna dýrafræðingar sennilega betri skil en ég. Þetta kemur mér stundum í hug þegar fréttir berast af þeirri skýrslu um Hrunið sem rannsóknarnefnd Alþingis vinnur nú ötullega að. Væri ekki mikill hagur fyrir nefndarmenn ef þeir byndu sig ekki við lagamál heldur notfærðu sér alla þá möguleika sem felast í tungumálinu, orðtækjum þess og öllum þeim þýðingarlánum sem völ er á? Þá slyppu þeir við að þurfa að endurtaka í sífellu á eins álappalegan hátt og raun ber vitni að birting þeirrar skýrslu sem svo mjög er beðið eftir muni enn frestast um eina viku, tvær vikur, fram að næstu mánaðamótum, fram í miðjan næsta mánuð, og þar fram eftir götunum, eins og segir í tilkynningum sem allir eru orðnir dauðleiðir á að heyra og taka með æ meiri tortryggni. Þá gætu þeir komið með alveg bitastæðar skýringar á töfinni sem allir hlytu að taka alvarlega. Þeir gætu t.d. sagt - og eitt útilokar engan veginn annað heldur er hægt að nota skýringarnar allar hverja á eftir annarri eins lengi og þurfa þykir: „Ákveðið hefur verið að birta skýrsluna daginn þegar alþingismenn eru að búa sig undir tvöfalt hátíðahald árið sem jólin ber upp á páska, svo þeir geti lesið hana léttir í lund og meðtekið í réttum anda. Hún verður bundin inn í líki konfektkassa svo auðveldara verði fyrir þingmenn að láta hana ganga sín á milli í þingsal." „Til að sýna samstöðu með Grikkjum sem eiga í svipuðum erfiðleikum og við Íslendingar og eru einnig að setja saman rannsóknarskýrslu um málið hefur verið talið rétt að birta báðar skýrslurnar samtímis á hinum grísku kalendum. Þess vegna verður hún einnig prentuð á grísku höfðaletri og með bústrófedon." „Til að auðvelda fyrir viðræður um aðild Íslendinga að Evrópusambandinu og fá góðvild Evrópuþjóðanna, þannig að þær bjóði okkur upp á góða og hagstæða skilmála, verður skýrslan birt á messudegi hins ginnhelga Glinglinusar, sem er almennur frídagur í álfunni og helgaður sívaxandi Evrópusamstarfi." „Þar sem skýrslan er nú þegar orðin níu bindi, sem eru hvert um sig upp á 2.000 blaðsíður fyrir utan viðauka, og úr henni á enn eftir að teygjast, er augljóst að íslenskur almenningur þarf að fá drjúgan tíma til að lesa hana og meðtaka og sporðrenna öllum þeim ógrynnum upplýsinga sem hún hefur að geyma. Því er nú talið rétt að bíða með birtingu fram í viku hinna fjögurra fimmtudaga." „Búast má við því að skýrslan verði lesin og rannsökuð í þaula, vafalaust verður hún einnig fyrir nagandi gagnrýni. En allar slíkar umræður eru mjög til skilningsauka fyrir Íslendinga og munu leiða þá í allan sannleika um það í hvaða sósu þeir voru étnir. Til að auðvelda fyrir því hefur nú verið ákveðið að fresta birtingu þangað til hænurnar verða búnar að fá tennur."
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun