Utanríkisstefna óskhyggjunnar Sverrir Jakobsson skrifar 30. nóvember 2010 05:00 Núverandi ríkisstjórn hefur að ýmsu leyti sérstöðu á sviði utanríkismála enda stjórnarflokkarnir með mjög ólíka stefnu í þeim málaflokki. Þetta hefur verið áberandi í tengslum við Evrópusambandið og aðildarumsókn Íslands að því. Þetta á ekki síður við varðandi afstöðuna til NATO. Samfylkingin styður aðild að þessu hernaðarbandalagi og reiðir sig þar á stuðning stjórnarandstöðuflokkanna, einkum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þessi stefna er afleiðing seinustu kosningaúrslita og það er ekkert óeðlilegt að flokkar sem eru ósammála í þessu máli komi sér saman um að mynda ríkisstjórn til að koma fram öðrum málum. Finna má dæmi um þetta frá ýmsum öðrum ríkjum, t.d. Danmörku, þar sem utanríkispólitíski meirihlutinn var annar en ríkisstjórnarmeirihlutinn á níunda áratugnum. Á hinn bóginn er engin ástæða til að breiða yfir þennan ágreining eða láta eins og hann sé ekki til. Viðleitni til þess má finna í skrifum forsætisráðherra og utanríkisráðherra að undanförnu. Þar reyna þau að gera NATO aðlaðandi í augum friðarsinna með því að gefa til kynna að bandalagið hafi breyst. Nánari athugun á málavöxtum styður hins vegar ekki þá skoðun. Það er rétt að eftir að hann var kjörinn Bandaríkjaforseti gaf Barack Obama til kynna að hann hygðist breyta verulega um stefnu varðandi vígbúnað og afvopnun. Stærsta breytingin var sú að Bandaríkin hafa nú gert kjarnorkuafvopnun að lokamarkmiði sínu. Fyrir yfirlýsingar sínar í þessum málum fékk Obama friðarverðlaun Nóbels 2009. Sú viðurkenning var þó of snemmbær. NATO-fundurinn á dögunum samþykkti stefnu sem er í meginatriðum sú sama og var ákvörðuð á svipuðum fundi 2008, þegar George W. Bush var Bandaríkjaforseti. Sérstaklega er eftirtektarvert að ekki skuli hróflað við kjarnorkustefnu bandalagsins. Ef mark væri takandi á yfirlýsingum Obamas um kjarnorkuafvopnun hefði NATO getað stigið ýmis skref í átt að kjarnorkuafvopnun. Í fyrsta lagi með því að falla frá núverandi stefnu sem felur í sér að bandalagið áskilur sér rétt til að beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði. Það gerðist ekki heldur rígheldur NATO í þá stefnu. Þetta gerir það að verkum að eldflaugavarnakerfi sem bandalagið kemur sér upp verður ekki skilgreint öðruvísi heldur en sem árásarkerfi. Með þessu kerfi kemur bandalagið sér upp aðstöðu til að gera kjarnorkuárásir á önnur lönd án þess að þurfa að óttast gagnárás. Slíkt er ögrun við öll kjarnorkuveldi sem standa utan þessa samkomulags, þ.á m. Kína, Indland og Pakistan. Það felur einnig í sér aukna hótun um árás á hvert það ríki sem Bandaríkin ákveða að skilgreina sem óvinaríki hverju sinni, óháð því hvort það hafi yfir kjarnorkuvopnum að ráða eða ekki. Eina breytingin á fyrri samþykktum um eldflaugavarnir er aukið samráð við Rússland. Í því felst þó afar lítið framfaraspor því að eftir sem áður mynda slíkar eldflaugavarnir ógn við öll ríki þriðja heimsins og þar af leiðandi mikinn meirihluta jarðarbúa. Í öðru lagi hefði bandalagið lagt eitthvað að mörkum til að draga úr útbreiðslu kjarnorkuvopna, með því að flytja bandarísk kjarnorkuvopn frá Þýskalandi, Ítalíu, Hollandi, Belgíu og Tyrklandi. Engin slík ákvörðun var þó tekin. Í því ljósi eru yfirlýsingar um andstöðu við útbreiðslu kjarnorkuvopna markleysa. Í þeim felst ekki annað en að Bandaríkin vilja taka sér einokunarrétt á því að breiða út kjarnorkuvopn. Í þriðja lagi gætu NATO-ríkin hafa tekið ákvörðun um að styðja framvegis við bakið á einni af þeim tillögum sem reglulega koma fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, um að ríkjum heimsins beri að ná samkomulagi um að banna hvers konar framleiðslu og meðferð kjarnorkuvopna, ekki síst beitingu kjarnorkuvopna eða hótun um að beita þeim. Jafnframt beri að útrýma slíkum vopnum hið bráðasta. Hingað til hafa NATO-ríkin, ásamt Rússlandi, tilheyrt fámennum minnihlutahópi ríkja sem standa gegn slíkum tillögum. Ástæða væri til þess að fagna ef NATO-ríki tækju skref til þess að vinna að friði í heiminum í stað þess að vera ein helsta ógnin við hann. En það er ekki nóg að tala um að þjóðir vilji frið og afvopnun þegar þær eru ekki reiðubúnar að stíga örsmá skref í þá átt. Hvað varðar „friðarbandalagið" NATO þá hefur bilið á milli orða og athafna aldrei verið breiðara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Sverrir Jakobsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Núverandi ríkisstjórn hefur að ýmsu leyti sérstöðu á sviði utanríkismála enda stjórnarflokkarnir með mjög ólíka stefnu í þeim málaflokki. Þetta hefur verið áberandi í tengslum við Evrópusambandið og aðildarumsókn Íslands að því. Þetta á ekki síður við varðandi afstöðuna til NATO. Samfylkingin styður aðild að þessu hernaðarbandalagi og reiðir sig þar á stuðning stjórnarandstöðuflokkanna, einkum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þessi stefna er afleiðing seinustu kosningaúrslita og það er ekkert óeðlilegt að flokkar sem eru ósammála í þessu máli komi sér saman um að mynda ríkisstjórn til að koma fram öðrum málum. Finna má dæmi um þetta frá ýmsum öðrum ríkjum, t.d. Danmörku, þar sem utanríkispólitíski meirihlutinn var annar en ríkisstjórnarmeirihlutinn á níunda áratugnum. Á hinn bóginn er engin ástæða til að breiða yfir þennan ágreining eða láta eins og hann sé ekki til. Viðleitni til þess má finna í skrifum forsætisráðherra og utanríkisráðherra að undanförnu. Þar reyna þau að gera NATO aðlaðandi í augum friðarsinna með því að gefa til kynna að bandalagið hafi breyst. Nánari athugun á málavöxtum styður hins vegar ekki þá skoðun. Það er rétt að eftir að hann var kjörinn Bandaríkjaforseti gaf Barack Obama til kynna að hann hygðist breyta verulega um stefnu varðandi vígbúnað og afvopnun. Stærsta breytingin var sú að Bandaríkin hafa nú gert kjarnorkuafvopnun að lokamarkmiði sínu. Fyrir yfirlýsingar sínar í þessum málum fékk Obama friðarverðlaun Nóbels 2009. Sú viðurkenning var þó of snemmbær. NATO-fundurinn á dögunum samþykkti stefnu sem er í meginatriðum sú sama og var ákvörðuð á svipuðum fundi 2008, þegar George W. Bush var Bandaríkjaforseti. Sérstaklega er eftirtektarvert að ekki skuli hróflað við kjarnorkustefnu bandalagsins. Ef mark væri takandi á yfirlýsingum Obamas um kjarnorkuafvopnun hefði NATO getað stigið ýmis skref í átt að kjarnorkuafvopnun. Í fyrsta lagi með því að falla frá núverandi stefnu sem felur í sér að bandalagið áskilur sér rétt til að beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði. Það gerðist ekki heldur rígheldur NATO í þá stefnu. Þetta gerir það að verkum að eldflaugavarnakerfi sem bandalagið kemur sér upp verður ekki skilgreint öðruvísi heldur en sem árásarkerfi. Með þessu kerfi kemur bandalagið sér upp aðstöðu til að gera kjarnorkuárásir á önnur lönd án þess að þurfa að óttast gagnárás. Slíkt er ögrun við öll kjarnorkuveldi sem standa utan þessa samkomulags, þ.á m. Kína, Indland og Pakistan. Það felur einnig í sér aukna hótun um árás á hvert það ríki sem Bandaríkin ákveða að skilgreina sem óvinaríki hverju sinni, óháð því hvort það hafi yfir kjarnorkuvopnum að ráða eða ekki. Eina breytingin á fyrri samþykktum um eldflaugavarnir er aukið samráð við Rússland. Í því felst þó afar lítið framfaraspor því að eftir sem áður mynda slíkar eldflaugavarnir ógn við öll ríki þriðja heimsins og þar af leiðandi mikinn meirihluta jarðarbúa. Í öðru lagi hefði bandalagið lagt eitthvað að mörkum til að draga úr útbreiðslu kjarnorkuvopna, með því að flytja bandarísk kjarnorkuvopn frá Þýskalandi, Ítalíu, Hollandi, Belgíu og Tyrklandi. Engin slík ákvörðun var þó tekin. Í því ljósi eru yfirlýsingar um andstöðu við útbreiðslu kjarnorkuvopna markleysa. Í þeim felst ekki annað en að Bandaríkin vilja taka sér einokunarrétt á því að breiða út kjarnorkuvopn. Í þriðja lagi gætu NATO-ríkin hafa tekið ákvörðun um að styðja framvegis við bakið á einni af þeim tillögum sem reglulega koma fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, um að ríkjum heimsins beri að ná samkomulagi um að banna hvers konar framleiðslu og meðferð kjarnorkuvopna, ekki síst beitingu kjarnorkuvopna eða hótun um að beita þeim. Jafnframt beri að útrýma slíkum vopnum hið bráðasta. Hingað til hafa NATO-ríkin, ásamt Rússlandi, tilheyrt fámennum minnihlutahópi ríkja sem standa gegn slíkum tillögum. Ástæða væri til þess að fagna ef NATO-ríki tækju skref til þess að vinna að friði í heiminum í stað þess að vera ein helsta ógnin við hann. En það er ekki nóg að tala um að þjóðir vilji frið og afvopnun þegar þær eru ekki reiðubúnar að stíga örsmá skref í þá átt. Hvað varðar „friðarbandalagið" NATO þá hefur bilið á milli orða og athafna aldrei verið breiðara.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun