Meinfyndinn Machete Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 9. nóvember 2010 07:00 Eini tilgangur Machete er að vera skemmtileg og það tekst henni ljómandi vel. Kitlar hún þar að auki svörtustu hláturtaugarnar. Bíó *** Machete Leikstjórar: Robert Rodriguez, Ethan Maniquis. Aðalhlutverk: Danny Trejo, Jessica Alba, Michelle Rodriguez, Jeff Fahey, Robert De Niro, Steven Seagal, Don Johnson, Cheech Marin, Lindsay Lohan. Þeir sem þekkja ekki nafn Danny Trejo þekkja þó líklega andlit hans. Hann er einn af þessum leikurum sem við höfum öll séð í milljón myndum, oftast í hlutverki hrotta, og aldrei í aðalhlutverki. Aldrei fyrr en nú. Í Machete leikur hann fyrrverandi lögreglumann frá Mexíkó sem er ólöglega búsettur í Bandaríkjunum og fær það vafasama verkefni að ráða þingframbjóðanda af dögum gegn greiðslu. Þeir sem fá hann til verksins eru þó ekki allir þar sem þeir eru séðir og fljótlega er lögreglumaðurinn sjálfur orðinn skotmark. Machete er sjálfmeðvituð B-mynd, hvers eini tilgangur er að vera skemmtileg og það tekst henni ljómandi vel. Kitlar hún þar að auki svörtustu hláturtaugarnar, en þeir sem þekkja til fyrri verka Roberts Rodriguez vita svo sem vel við hverju má búast í myndum hans. Leikararnir eru í miklu stuði og skemmtilegastur er sjálfur Danny Trejo. Michelle Rodriguez er án nokkurs vafa kynþokkafyllsti taco-sölumaður heims, og skúrkarnir voru allir góðir (De Niro, Fahey, Johnson og Seagal). Þeir voru bara of margir. Stærsti galli myndarinnar er þó lokauppgjörið. Þar er of mikið að gerast í einu og það endar bara einhvern veginn. Niðurstaða: Þrælskemmtileg hasarmynd af gamla skólanum, en missir dampinn eilítið í restina. Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Bíó *** Machete Leikstjórar: Robert Rodriguez, Ethan Maniquis. Aðalhlutverk: Danny Trejo, Jessica Alba, Michelle Rodriguez, Jeff Fahey, Robert De Niro, Steven Seagal, Don Johnson, Cheech Marin, Lindsay Lohan. Þeir sem þekkja ekki nafn Danny Trejo þekkja þó líklega andlit hans. Hann er einn af þessum leikurum sem við höfum öll séð í milljón myndum, oftast í hlutverki hrotta, og aldrei í aðalhlutverki. Aldrei fyrr en nú. Í Machete leikur hann fyrrverandi lögreglumann frá Mexíkó sem er ólöglega búsettur í Bandaríkjunum og fær það vafasama verkefni að ráða þingframbjóðanda af dögum gegn greiðslu. Þeir sem fá hann til verksins eru þó ekki allir þar sem þeir eru séðir og fljótlega er lögreglumaðurinn sjálfur orðinn skotmark. Machete er sjálfmeðvituð B-mynd, hvers eini tilgangur er að vera skemmtileg og það tekst henni ljómandi vel. Kitlar hún þar að auki svörtustu hláturtaugarnar, en þeir sem þekkja til fyrri verka Roberts Rodriguez vita svo sem vel við hverju má búast í myndum hans. Leikararnir eru í miklu stuði og skemmtilegastur er sjálfur Danny Trejo. Michelle Rodriguez er án nokkurs vafa kynþokkafyllsti taco-sölumaður heims, og skúrkarnir voru allir góðir (De Niro, Fahey, Johnson og Seagal). Þeir voru bara of margir. Stærsti galli myndarinnar er þó lokauppgjörið. Þar er of mikið að gerast í einu og það endar bara einhvern veginn. Niðurstaða: Þrælskemmtileg hasarmynd af gamla skólanum, en missir dampinn eilítið í restina.
Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira