Dýrari en forsætisráðherrann Ólafur Þ. Stephensen skrifar 23. október 2010 06:00 Fréttablaðið hefur í vikunni sagt tvær fréttir af því að hætta sé á því að ekki verði hægt að manna lykilstöður opinberra starfsmanna með hæfu fólki vegna þess að betri kjör bjóðist annars staðar. Geir Gunnlaugsson landlæknir hefur áhyggjur af að einkasjúkrahúsið, sem áform eru um að starfrækja á Ásbrú við Keflavíkurflugvöll, verði ógn við heilbrigðiskerfið vegna þess að það ráði til sín fólk úr eftirsóttum starfsstéttum, þ.e. skurðlækna, svæfingarlækna og vel menntaða hjúkrunarfræðinga. Í samtali við Fréttablaðið á fimmtudag sagði hann opinbera aðila hins vegar ekki geta stöðvað áformin, en talið er að 200-300 störf geti skapazt, verði þau að veruleika. Í gær var sagt frá því að hundrað ný störf hefðu orðið til í réttarkerfinu vegna hruns bankanna. Saksóknurum, dómurum og rannsakendum hefur verið fjölgað og enn gæti þurft að bæta við. Ýmsir viðmælendur Fréttablaðsins telja að lág laun hjá ríkinu standi í vegi fyrir því að hæfustu sérfræðingarnir fáist til þessara starfa, enda eru uppgrip hjá lögfræðingum í einkageiranum. „Það er áhyggjuefni hvort opinbera launakerfið sem slíkt sé í stakk búið til að krækja í þá lögmenn sem hafa burði til að sinna þessum störfum," segir Róbert Spanó, forseti lagadeildar Háskóla Íslands. Ástæða er til að hafa áhyggjur af hvoru tveggja; að hæfasta heilbrigðisstarfsfólkið fáist ekki til að manna skurðstofur og að beztu lögfræðingarnir fáist ekki til að rannsaka bankahrunið, flytja og dæma þau mál sem rata munu til dómstólanna. Hitt er svo annað mál hvort einkarekið sjúkrahús sé fremur ógn við heilbrigðiskerfið en einkareknar lögmannsstofur við réttarkerfið. Heilbrigðiskerfið starfar einfaldlega í umhverfi, þar sem hörð samkeppni er um bezta fólkið, ekki sízt frá útlöndum. Það er eins hægt að líta svo á að einkarekið sjúkrahús á Íslandi stuðli að því að halda í landinu þekkingu, sem ella gæti flutzt til útlanda - eða laðað hingað heim lækna, sem ella störfuðu áfram erlendis. Hins vegar þarf að gera eitthvað til að bregðast við þeim vanda að hæfasta fólkið fáist ekki í sérhæfð og erfið störf hjá ríkinu. Þar er stærsta hindrunin nú um stundir líklega hin fráleita launastefna núverandi ríkisstjórnar; að enginn opinber starfsmaður megi hafa hærri laun en forsætisráðherra. Vissulega þarf að spara í launaútgjöldum ríkisins og ýmsar ríkisstofnanir neyðast til að fækka hjá sér starfsfólki. Sú stefna að halda launum þeirra niðri, sem geta gengið að hærri launum vísum hjá öðrum vinnuveitendum en ríkinu, hér á landi eða erlendis, endar hins vegar með því að lokum að þessir starfsmenn fara annað. Það er kannski kominn tími til að ríkisstjórnin horfist í augu við að bæði læknar og lögfræðingar eru eftirsóttari á vinnumarkaði og þar með dýrari starfskraftar en stjórnmálamenn, jafnvel þótt þeir síðarnefndu séu með langa reynslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Fréttablaðið hefur í vikunni sagt tvær fréttir af því að hætta sé á því að ekki verði hægt að manna lykilstöður opinberra starfsmanna með hæfu fólki vegna þess að betri kjör bjóðist annars staðar. Geir Gunnlaugsson landlæknir hefur áhyggjur af að einkasjúkrahúsið, sem áform eru um að starfrækja á Ásbrú við Keflavíkurflugvöll, verði ógn við heilbrigðiskerfið vegna þess að það ráði til sín fólk úr eftirsóttum starfsstéttum, þ.e. skurðlækna, svæfingarlækna og vel menntaða hjúkrunarfræðinga. Í samtali við Fréttablaðið á fimmtudag sagði hann opinbera aðila hins vegar ekki geta stöðvað áformin, en talið er að 200-300 störf geti skapazt, verði þau að veruleika. Í gær var sagt frá því að hundrað ný störf hefðu orðið til í réttarkerfinu vegna hruns bankanna. Saksóknurum, dómurum og rannsakendum hefur verið fjölgað og enn gæti þurft að bæta við. Ýmsir viðmælendur Fréttablaðsins telja að lág laun hjá ríkinu standi í vegi fyrir því að hæfustu sérfræðingarnir fáist til þessara starfa, enda eru uppgrip hjá lögfræðingum í einkageiranum. „Það er áhyggjuefni hvort opinbera launakerfið sem slíkt sé í stakk búið til að krækja í þá lögmenn sem hafa burði til að sinna þessum störfum," segir Róbert Spanó, forseti lagadeildar Háskóla Íslands. Ástæða er til að hafa áhyggjur af hvoru tveggja; að hæfasta heilbrigðisstarfsfólkið fáist ekki til að manna skurðstofur og að beztu lögfræðingarnir fáist ekki til að rannsaka bankahrunið, flytja og dæma þau mál sem rata munu til dómstólanna. Hitt er svo annað mál hvort einkarekið sjúkrahús sé fremur ógn við heilbrigðiskerfið en einkareknar lögmannsstofur við réttarkerfið. Heilbrigðiskerfið starfar einfaldlega í umhverfi, þar sem hörð samkeppni er um bezta fólkið, ekki sízt frá útlöndum. Það er eins hægt að líta svo á að einkarekið sjúkrahús á Íslandi stuðli að því að halda í landinu þekkingu, sem ella gæti flutzt til útlanda - eða laðað hingað heim lækna, sem ella störfuðu áfram erlendis. Hins vegar þarf að gera eitthvað til að bregðast við þeim vanda að hæfasta fólkið fáist ekki í sérhæfð og erfið störf hjá ríkinu. Þar er stærsta hindrunin nú um stundir líklega hin fráleita launastefna núverandi ríkisstjórnar; að enginn opinber starfsmaður megi hafa hærri laun en forsætisráðherra. Vissulega þarf að spara í launaútgjöldum ríkisins og ýmsar ríkisstofnanir neyðast til að fækka hjá sér starfsfólki. Sú stefna að halda launum þeirra niðri, sem geta gengið að hærri launum vísum hjá öðrum vinnuveitendum en ríkinu, hér á landi eða erlendis, endar hins vegar með því að lokum að þessir starfsmenn fara annað. Það er kannski kominn tími til að ríkisstjórnin horfist í augu við að bæði læknar og lögfræðingar eru eftirsóttari á vinnumarkaði og þar með dýrari starfskraftar en stjórnmálamenn, jafnvel þótt þeir síðarnefndu séu með langa reynslu.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun