Skylduáhorf fyrir netverja Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 23. nóvember 2010 07:00 Aðstandendur heimildarmyndarinnar Catfish mega vera ánægðir með myndina, sem sýnd er í Bíó Paradís um þessar mundir. Nordicphotos/Getty Bíó Catfish Leikstjóri: Nev Schulman og Henry Joost Sýnd á Haustbíóhátíð Græna ljóssins í Bíó Paradís Heimildarmyndin Catfish er með einhverjum óvæntasta söguþræði sem ég hef orðið vitni að í kvikmyndahúsi. Og raunar er saga aðalpersónunnar Nev Schulman lyginni líkust. Catfish ætti auðvitað að vera sýnd öllum þeim ungmennum sem vilja tengjast ókunnugu fólki á Facebook því á þessari ágætu samskiptasíðu getur fólk þóst vera eitthvað annað en það er. Það er eiginlega best að segja sem minnst um söguþráðinn heldur leyfa myndinni að koma áhorfendum á óvart. Catfish fer reyndar rólega af stað en hefur sig til flugs þegar aðalpersónan, New York-ljósmyndarinn Nev Schulman, uppgötvar að ekki er allt með felldu hjá nýja vininum hans á Facebook. Uppljóstrunin er einstök og á eftir að koma fólki í opna skjöldu. Niðurstaða: Catfish er óvæntur gleðigjafi þar sem Facebook og blekkingunni sem þar fær stundum að lifa eru gerð góð skil á mannlegan hátt. Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Bíó Catfish Leikstjóri: Nev Schulman og Henry Joost Sýnd á Haustbíóhátíð Græna ljóssins í Bíó Paradís Heimildarmyndin Catfish er með einhverjum óvæntasta söguþræði sem ég hef orðið vitni að í kvikmyndahúsi. Og raunar er saga aðalpersónunnar Nev Schulman lyginni líkust. Catfish ætti auðvitað að vera sýnd öllum þeim ungmennum sem vilja tengjast ókunnugu fólki á Facebook því á þessari ágætu samskiptasíðu getur fólk þóst vera eitthvað annað en það er. Það er eiginlega best að segja sem minnst um söguþráðinn heldur leyfa myndinni að koma áhorfendum á óvart. Catfish fer reyndar rólega af stað en hefur sig til flugs þegar aðalpersónan, New York-ljósmyndarinn Nev Schulman, uppgötvar að ekki er allt með felldu hjá nýja vininum hans á Facebook. Uppljóstrunin er einstök og á eftir að koma fólki í opna skjöldu. Niðurstaða: Catfish er óvæntur gleðigjafi þar sem Facebook og blekkingunni sem þar fær stundum að lifa eru gerð góð skil á mannlegan hátt.
Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira