Boðberar dauðans 22. apríl 2010 00:01 Woody Harrelson er traustur í hlutverki sínu sem kaldur og tilfinningakrepptur óvirkur alki í The Messenger. Kvikmyndir *** The Messenger Leikstjóri: Oren Moverman Aðalhlutverk: Ben Foster, Woody Harrelson, Samantha Morton. Sýnd á Bíódögum Græna ljóssins. Maður hefur einhvern veginn aldrei pælt í því en hermennska gengur víst út á fleira en að drepa og deyja. Þannig þurfa til dæmis einhverjir óheppnir hermenn að sinna því niðurdrepandi hlutverki að fara uppádressaðir heim til nánustu aðstandenda þeirra sem farast við skyldustörf og tilkynna andlátið. The Messenger segir frá tveimur slíkum hermönnum. Sá frábæri leikari Woody Harrelson leikur annan þeirra. Hann er búinn að vera fastur í þessu starfi boðbera válegra tíðinda býsna lengi og tekur að sér að þjálfa upp nýliða sem Ben Foster leikur. Woody er eldri en ekki jafn stríðsreyndur. Hann var því miður upp á sitt besta þegar Bandaríkjamenn fóru í auðvelda stríðsleiðangra til Granada. Hann hefur því ekki kynnst lífsháska stríðs svo heitið geti. Hinn er ungur og ákafur, hetja úr geðbiluninni í Írak sem finnst þetta verkefni vera langt fyrir neðan sína virðingu. Þessir ólíku menn bindast þó óhjákvæmilega vinaböndum í ömurlegum leiðöngrum sínum og það er eitthvað pínu sjúkt en sætt við samband þeirra í þessari mannlegu og drungalegu mynd þar sem þó leynist alltaf eitthvert ljós í myrkrinu. Woody er kaldur og tilfinningakrepptur óvirkur alki sem hefur brynjað sig fyrir sorg viðskiptavina sinna og fer tilfinningalaust með möntruna um að Sámi frænda þyki leitt að einhver hafi dáið frá föður, móður, konu eða barni í tilgangslausu stríðinu í Írak. Tilfinningalíf unga mannsins er í öllu meira uppnámi og hann getur ekki sætt sig við aðferðir leiðbeinandans og gengur meira að segja svo langt að vingast við ekkju hermanns. Þetta setur hann vitaskuld í smá siðferðiskreppu en auðvitað gengur honum gott eitt til. The Messenger er ekkert sérstaklega amerísk mynd og því ekki að undra að hún rati í bíó fyrir tilstilli hins góða græna ljóss. Það er fengur að þessari mynd og í henni leynist von og smá „feelgood" þótt nístandi sársauki syrgjenda nísti í hjartað í átakanlegum og alveg hreint mögnuðum atriðum. Harrelson er auðvitað mikill meistari, jafn vígur á grín og alvöru, og sýnir hér hvað í honum býr á síðarnefnda sviðinu. Foster skilar sínu einnig með sóma og hinn undursamlegi leikari Steve Buscemi lyftir svo tveimur atriðum upp í hæstu hæðir í litlu aukahlutverki. Þórarinn Þórarinsson Niðurstaða: Falleg, átakanleg og ósköp mannleg mynd um tvær tættar sálir í bandaríska hernum sem mæta í einkennisbúningum heim til fólks sem misst hefur ástvini í stríði. Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Kvikmyndir *** The Messenger Leikstjóri: Oren Moverman Aðalhlutverk: Ben Foster, Woody Harrelson, Samantha Morton. Sýnd á Bíódögum Græna ljóssins. Maður hefur einhvern veginn aldrei pælt í því en hermennska gengur víst út á fleira en að drepa og deyja. Þannig þurfa til dæmis einhverjir óheppnir hermenn að sinna því niðurdrepandi hlutverki að fara uppádressaðir heim til nánustu aðstandenda þeirra sem farast við skyldustörf og tilkynna andlátið. The Messenger segir frá tveimur slíkum hermönnum. Sá frábæri leikari Woody Harrelson leikur annan þeirra. Hann er búinn að vera fastur í þessu starfi boðbera válegra tíðinda býsna lengi og tekur að sér að þjálfa upp nýliða sem Ben Foster leikur. Woody er eldri en ekki jafn stríðsreyndur. Hann var því miður upp á sitt besta þegar Bandaríkjamenn fóru í auðvelda stríðsleiðangra til Granada. Hann hefur því ekki kynnst lífsháska stríðs svo heitið geti. Hinn er ungur og ákafur, hetja úr geðbiluninni í Írak sem finnst þetta verkefni vera langt fyrir neðan sína virðingu. Þessir ólíku menn bindast þó óhjákvæmilega vinaböndum í ömurlegum leiðöngrum sínum og það er eitthvað pínu sjúkt en sætt við samband þeirra í þessari mannlegu og drungalegu mynd þar sem þó leynist alltaf eitthvert ljós í myrkrinu. Woody er kaldur og tilfinningakrepptur óvirkur alki sem hefur brynjað sig fyrir sorg viðskiptavina sinna og fer tilfinningalaust með möntruna um að Sámi frænda þyki leitt að einhver hafi dáið frá föður, móður, konu eða barni í tilgangslausu stríðinu í Írak. Tilfinningalíf unga mannsins er í öllu meira uppnámi og hann getur ekki sætt sig við aðferðir leiðbeinandans og gengur meira að segja svo langt að vingast við ekkju hermanns. Þetta setur hann vitaskuld í smá siðferðiskreppu en auðvitað gengur honum gott eitt til. The Messenger er ekkert sérstaklega amerísk mynd og því ekki að undra að hún rati í bíó fyrir tilstilli hins góða græna ljóss. Það er fengur að þessari mynd og í henni leynist von og smá „feelgood" þótt nístandi sársauki syrgjenda nísti í hjartað í átakanlegum og alveg hreint mögnuðum atriðum. Harrelson er auðvitað mikill meistari, jafn vígur á grín og alvöru, og sýnir hér hvað í honum býr á síðarnefnda sviðinu. Foster skilar sínu einnig með sóma og hinn undursamlegi leikari Steve Buscemi lyftir svo tveimur atriðum upp í hæstu hæðir í litlu aukahlutverki. Þórarinn Þórarinsson Niðurstaða: Falleg, átakanleg og ósköp mannleg mynd um tvær tættar sálir í bandaríska hernum sem mæta í einkennisbúningum heim til fólks sem misst hefur ástvini í stríði.
Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira