Hrist upp í pólitíkinni Ólafur Stephensen skrifar 31. maí 2010 06:00 Úrslit sveitarstjórnarkosninganna hrista rækilega upp í hinu pólitíska kerfi á Íslandi. Hefbundnu flokkarnir fjórir fá skell, sem á sér fá fordæmi. Þótt forystumenn flokkanna geti vísað til einhverra ljósra punkta, eru skilaboð kjósenda skýr og flokkarnir komast ekki hjá því að horfast í augu við það. Uppgjörið og siðbótin, sem skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kallaði á, hefur að mati margra kjósenda látið á sér standa. Kosningaúrslitin þrýsta á flokkana að gera hreint fyrir sínum dyrum. Allir fjórir gömlu flokkarnir fá lakari kosningu en í sveitarstjórn-arkosningunum fyrir fjórum árum ef litið er á fylgi þeirra í sveitar-félögum, þar sem þeir bjóða fram í eigin nafni. Mest minnkar fylgi Samfylkingarinnar. Ríkisstjórnarflokkarnir og Framsóknarflokkurinn fá líka mun verri kosningu en í þingkosningunum á síðasta ári, en Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar talsvert betri. Málið er því flóknara en svo að kjósendur hafi eingöngu verið að refsa flokkunum, sem voru við stjórn í aðdraganda bankahrunsins. Þannig njóta Vinstri græn, sem sátu ekki í ríkisstjórn á árunum fyrir hrun, ekki nema um helmings þess fylgis sem þau fengu í þingkosningunum í fyrra. Að einhverju leyti spilar óánægja með ríkisstjórnina því inn í úrslitin. Líklega telja margir að þeir hafi ekki fengið það sem var lofað þegar ný stjórn tók við völdum í kjölfar „búsáhaldabyltingarinnar". Ein áhrif kosningaúrslitanna verða væntanlega þau að nýjar þingkosningar eru tæplega á næsta leiti. Ein ástæðan er að ríkisstjórnin mun ekki vilja taka slíka áhættu og líklega reyna að lappa upp á samstarfið. Í raun hafa allir hefðbundnu flokkarnir ástæðu til að óttast kosningar. Andrúmsloftið meðal kjósenda er augljóslega þannig að þeir eru opnir fyrir nýjungum. Ný framboð, sett fram jafnt undir merkjum gamans og alvöru, eins og Bezti flokkurinn í Reykjavík og Listi fólksins á Akureyri, geta náð árangri, sem einu sinni hefði þótt óhugsandi í tiltölulega niðurnjörvuðu flokkakerfi. Af hverju ætti það sama ekki að eiga við ef kosið yrði til Alþingis? Flokkarnir sem nú sitja á þingi munu því hafa lítinn áhuga á kosningum í bráð; þeir þurfa að taka til í eigin ranni fyrst. Árangur Bezta flokksins í Reykjavík er sögulegur, jafnt í sögu Íslands og á heimsvísu. Nú reynir á hvort flokkurinn er traustsins verður og hvort hann stendur við fyrirheit sín um að breyta pólitíkinni. Miðað við það hvernig Jón Gnarr, leiðtogi framboðsins, talaði bæði fyrir og fyrst eftir kosningar kom á óvart að Bezti flokkurinn hefur nú byrjað það sem virðast vera ósköp hefðbundnar meirihlutaviðræður við Samfylkinguna. Getur verið að strax daginn eftir kjördag sé Bezti flokkurinn byrjaður að glata hæfileikanum til að koma á óvart og fara nýjar leiðir? Það væri ekki í fyrsta sinn sem sprengiframboðs, sem gefur fyrirheit um róttækar breytingar, biðu slík örlög. Jón Gnarr og félagar eru búnir að tryggja sér síðu í Íslandssögunni, en hvað verður kaflinn langur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir Skoðun
Úrslit sveitarstjórnarkosninganna hrista rækilega upp í hinu pólitíska kerfi á Íslandi. Hefbundnu flokkarnir fjórir fá skell, sem á sér fá fordæmi. Þótt forystumenn flokkanna geti vísað til einhverra ljósra punkta, eru skilaboð kjósenda skýr og flokkarnir komast ekki hjá því að horfast í augu við það. Uppgjörið og siðbótin, sem skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kallaði á, hefur að mati margra kjósenda látið á sér standa. Kosningaúrslitin þrýsta á flokkana að gera hreint fyrir sínum dyrum. Allir fjórir gömlu flokkarnir fá lakari kosningu en í sveitarstjórn-arkosningunum fyrir fjórum árum ef litið er á fylgi þeirra í sveitar-félögum, þar sem þeir bjóða fram í eigin nafni. Mest minnkar fylgi Samfylkingarinnar. Ríkisstjórnarflokkarnir og Framsóknarflokkurinn fá líka mun verri kosningu en í þingkosningunum á síðasta ári, en Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar talsvert betri. Málið er því flóknara en svo að kjósendur hafi eingöngu verið að refsa flokkunum, sem voru við stjórn í aðdraganda bankahrunsins. Þannig njóta Vinstri græn, sem sátu ekki í ríkisstjórn á árunum fyrir hrun, ekki nema um helmings þess fylgis sem þau fengu í þingkosningunum í fyrra. Að einhverju leyti spilar óánægja með ríkisstjórnina því inn í úrslitin. Líklega telja margir að þeir hafi ekki fengið það sem var lofað þegar ný stjórn tók við völdum í kjölfar „búsáhaldabyltingarinnar". Ein áhrif kosningaúrslitanna verða væntanlega þau að nýjar þingkosningar eru tæplega á næsta leiti. Ein ástæðan er að ríkisstjórnin mun ekki vilja taka slíka áhættu og líklega reyna að lappa upp á samstarfið. Í raun hafa allir hefðbundnu flokkarnir ástæðu til að óttast kosningar. Andrúmsloftið meðal kjósenda er augljóslega þannig að þeir eru opnir fyrir nýjungum. Ný framboð, sett fram jafnt undir merkjum gamans og alvöru, eins og Bezti flokkurinn í Reykjavík og Listi fólksins á Akureyri, geta náð árangri, sem einu sinni hefði þótt óhugsandi í tiltölulega niðurnjörvuðu flokkakerfi. Af hverju ætti það sama ekki að eiga við ef kosið yrði til Alþingis? Flokkarnir sem nú sitja á þingi munu því hafa lítinn áhuga á kosningum í bráð; þeir þurfa að taka til í eigin ranni fyrst. Árangur Bezta flokksins í Reykjavík er sögulegur, jafnt í sögu Íslands og á heimsvísu. Nú reynir á hvort flokkurinn er traustsins verður og hvort hann stendur við fyrirheit sín um að breyta pólitíkinni. Miðað við það hvernig Jón Gnarr, leiðtogi framboðsins, talaði bæði fyrir og fyrst eftir kosningar kom á óvart að Bezti flokkurinn hefur nú byrjað það sem virðast vera ósköp hefðbundnar meirihlutaviðræður við Samfylkinguna. Getur verið að strax daginn eftir kjördag sé Bezti flokkurinn byrjaður að glata hæfileikanum til að koma á óvart og fara nýjar leiðir? Það væri ekki í fyrsta sinn sem sprengiframboðs, sem gefur fyrirheit um róttækar breytingar, biðu slík örlög. Jón Gnarr og félagar eru búnir að tryggja sér síðu í Íslandssögunni, en hvað verður kaflinn langur?
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun