Guinness-auglýsing á Skálafellsjökli 28. apríl 2010 09:00 Leifur B. Dagfinnsson og félagar hjá True North urðu að bregðast skjótt við þegar gosið í Eyjafjallajökli setti samgöngur úr skorðum. Írski bjórframleiðandinn Guinness valdi Skálafellsjökul til að taka upp sjónvarpsauglýsingu á dögunum. Kvikmyndagerðarmenn náðu rétt svo að forða sér undan eldgosinu. „Menn þurftu að vera ansi snöggir að hugsa til að púsla þessu öllu saman," segir Leifur B. Dagfinnsson, framleiðandi hjá framleiðslufyrirtækinu True North. Fyrirtækið tók upp auglýsingu fyrir írska bjórframleiðandann Guinness á Skálafellsjökli. Auglýsingastofan vildi ná glæsilegu sólarlagi og því lagði kvikmyndagerðarfólkið snemma af stað upp á Skálafellsjökul að morgni 19. apríl. Sérsmíða þurfti Guinnes-flöskur fyrir auglýsinguna. „Við náðum alveg gullfallegum myndum og vorum bara að hlusta á fréttir milli fjögur og fimm og heyrðum þá af hugsanlegu eldgosi í Eyjafjallajökli," útskýrir Leifur en þá tók við ansi hröð atburðarás því loka þurfti brúnni yfir Markarfljót í kjölfar gossins og vegurinn suður fór í sundur á stórum kafla. „Það þýddi því ekkert annað en að koma sem flestum í flug frá Höfn og það voru einhverjir sem neyddust til að keyra hina leiðina," útskýrir Leifur. En þetta var ekki allt því strax daginn eftir hófust tökur í myndveri og þá vantaði sárlega svokallaða Phanton-myndavél sem er einstök og getur tekið þúsund ramma á sekúndu. Hún var hins vegar föst í London vegna flugbannsins fræga ásamt tveimur starfsmönnum. „Við leituðum úti um allt, til Suður-Afríku, Kanada, Bandaríkjanna en fundum hana ekki. Svo þurftum við að sérsmíða flöskurnar frægu og frysta þær á sérstakan hátt og þetta var náttúrlega heljarinnar ævintýri, svo ekki sé meira sagt." Starfsmenn auglýsingastofunnar sem höfðu veg og vanda af auglýsingunni voru síðan auðvitað fastir hér á Íslandi en að sögn Leifs var það hálfgert lán í óláni. „Þeir fóru í þyrluferð og á hestbak þannig að þetta varð svona meiri túristapakki sem er bara gott." freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Írski bjórframleiðandinn Guinness valdi Skálafellsjökul til að taka upp sjónvarpsauglýsingu á dögunum. Kvikmyndagerðarmenn náðu rétt svo að forða sér undan eldgosinu. „Menn þurftu að vera ansi snöggir að hugsa til að púsla þessu öllu saman," segir Leifur B. Dagfinnsson, framleiðandi hjá framleiðslufyrirtækinu True North. Fyrirtækið tók upp auglýsingu fyrir írska bjórframleiðandann Guinness á Skálafellsjökli. Auglýsingastofan vildi ná glæsilegu sólarlagi og því lagði kvikmyndagerðarfólkið snemma af stað upp á Skálafellsjökul að morgni 19. apríl. Sérsmíða þurfti Guinnes-flöskur fyrir auglýsinguna. „Við náðum alveg gullfallegum myndum og vorum bara að hlusta á fréttir milli fjögur og fimm og heyrðum þá af hugsanlegu eldgosi í Eyjafjallajökli," útskýrir Leifur en þá tók við ansi hröð atburðarás því loka þurfti brúnni yfir Markarfljót í kjölfar gossins og vegurinn suður fór í sundur á stórum kafla. „Það þýddi því ekkert annað en að koma sem flestum í flug frá Höfn og það voru einhverjir sem neyddust til að keyra hina leiðina," útskýrir Leifur. En þetta var ekki allt því strax daginn eftir hófust tökur í myndveri og þá vantaði sárlega svokallaða Phanton-myndavél sem er einstök og getur tekið þúsund ramma á sekúndu. Hún var hins vegar föst í London vegna flugbannsins fræga ásamt tveimur starfsmönnum. „Við leituðum úti um allt, til Suður-Afríku, Kanada, Bandaríkjanna en fundum hana ekki. Svo þurftum við að sérsmíða flöskurnar frægu og frysta þær á sérstakan hátt og þetta var náttúrlega heljarinnar ævintýri, svo ekki sé meira sagt." Starfsmenn auglýsingastofunnar sem höfðu veg og vanda af auglýsingunni voru síðan auðvitað fastir hér á Íslandi en að sögn Leifs var það hálfgert lán í óláni. „Þeir fóru í þyrluferð og á hestbak þannig að þetta varð svona meiri túristapakki sem er bara gott." freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira