Bjartsýni í stað bölmóðs Ólafur Þ. Stephensen skrifar 31. desember 2010 06:15 Fyrir fáeinum vikum flutti Michael Porter, prófessor við Harvard-háskóla, merkilegan fyrirlestur í Háskólabíói, þar sem hann dró upp mynd af þeim gríðarlegu tækifærum sem gætu falizt í jarðvarmaauðlindum Íslands og þeirri þekkingu á nýtingu þeirra, sem hefur byggzt upp hér á landi, til að skapa arðvænlega, alþjóðlega atvinnustarfsemi. Porter sagði við sama tækifæri að Íslendingar einblíndu um of í baksýnisspegilinn og hugsuðu og töluðu um hrunið og hverjum það væri að kenna, í stað þess að horfa fram á við, leita að tækifærum landsins og grípa þau. Vissulega er mikilvægt að ljúka uppgjörinu við bankahrunið. Þeir sem brutu af sér í aðdraganda þess eiga að sæta ábyrgð. Fyrir framtíð Íslands er hins vegar miklu mikilvægara að læra af mistökunum sem voru gerð fyrir hrun og gera breytingar, sem koma í veg fyrir að þau endurtaki sig. Þannig skiptir hin víðtæka umbótaáætlun, sem þingmannanefnd um viðbrögð við rannsóknarskýrslu Alþingis lagði fram, langtum meira máli fyrir framtíðina en réttarhöldin fyrir Landsdómi, sem kalla má afleiðingu starfs sömu nefndar. Þó er hætt við að athyglin beinist fremur að réttarhöldunum á nýja árinu en hvernig gengur að hrinda í framkvæmd breytingum í pólitík, stjórnsýslu og löggjöf sem eiga að hindra að sagan endurtaki sig. Vonandi gleyma alþingismenn ekki fyrirheitunum sem þeir gáfu allir sem einn. Á nýju ári skulum við endilega ekki láta bölmóðinn bera bjartsýnina ofurliði. Bankahrunið á Íslandi er ekki versta efnahagshrun, sem ríki hefur gengið í gegnum. Mörg hafa fengið stærri skell og engu að síður náð sér á strik á ný. Mikill meirihluti Íslendinga býr við lífskjör sem flestir jarðarbúar telja öfundsverð. Tækifærin eru óteljandi, til að auka á ný verðmætasköpun og hagvöxt, bæta lífskjörin og búa til störf handa þeim sem hafa misst vinnuna eftir hrun. Við eigum að forðast að fyllast minnimáttarkennd í samskiptum við umheiminn og þvert á móti að einsetja okkur að sýna að við höfum lært af mistökunum og séum þjóð meðal þjóða. Við eigum að taka alvarlega ábendingar manna eins og Michaels Porter um að horfa fram á veg í stað þess að stara í baksýnisspegilinn. Þannig komum við auga á tækifærin og getum fært okkur þau í nyt. Við eigum að sjálfsögðu að skoða þau með gagnrýnum huga, en forðast að láta tortryggni og öfund í garð frumkvöðla og athafnamanna ýta undir kyrrstöðu og aðgerðaleysi. Án þeirra mun efnahagslífið nefnilega aldrei ná sæmilegum kröftum. Við getum vel samfagnað þeim sem koma ár sinni vel fyrir borð þótt við látum ekki blindast af sömu peningaglýjunni og villti mörgum sýn á uppgangsárum áratugarins. Á áratugnum, sem nú er senn liðinn, hefur íslenzkt þjóðfélag sveiflazt öfganna á milli. Á nýjum áratug tekst okkur vonandi að finna skynsamlegri meðalveg. Gleðilegt ár! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Fyrir fáeinum vikum flutti Michael Porter, prófessor við Harvard-háskóla, merkilegan fyrirlestur í Háskólabíói, þar sem hann dró upp mynd af þeim gríðarlegu tækifærum sem gætu falizt í jarðvarmaauðlindum Íslands og þeirri þekkingu á nýtingu þeirra, sem hefur byggzt upp hér á landi, til að skapa arðvænlega, alþjóðlega atvinnustarfsemi. Porter sagði við sama tækifæri að Íslendingar einblíndu um of í baksýnisspegilinn og hugsuðu og töluðu um hrunið og hverjum það væri að kenna, í stað þess að horfa fram á við, leita að tækifærum landsins og grípa þau. Vissulega er mikilvægt að ljúka uppgjörinu við bankahrunið. Þeir sem brutu af sér í aðdraganda þess eiga að sæta ábyrgð. Fyrir framtíð Íslands er hins vegar miklu mikilvægara að læra af mistökunum sem voru gerð fyrir hrun og gera breytingar, sem koma í veg fyrir að þau endurtaki sig. Þannig skiptir hin víðtæka umbótaáætlun, sem þingmannanefnd um viðbrögð við rannsóknarskýrslu Alþingis lagði fram, langtum meira máli fyrir framtíðina en réttarhöldin fyrir Landsdómi, sem kalla má afleiðingu starfs sömu nefndar. Þó er hætt við að athyglin beinist fremur að réttarhöldunum á nýja árinu en hvernig gengur að hrinda í framkvæmd breytingum í pólitík, stjórnsýslu og löggjöf sem eiga að hindra að sagan endurtaki sig. Vonandi gleyma alþingismenn ekki fyrirheitunum sem þeir gáfu allir sem einn. Á nýju ári skulum við endilega ekki láta bölmóðinn bera bjartsýnina ofurliði. Bankahrunið á Íslandi er ekki versta efnahagshrun, sem ríki hefur gengið í gegnum. Mörg hafa fengið stærri skell og engu að síður náð sér á strik á ný. Mikill meirihluti Íslendinga býr við lífskjör sem flestir jarðarbúar telja öfundsverð. Tækifærin eru óteljandi, til að auka á ný verðmætasköpun og hagvöxt, bæta lífskjörin og búa til störf handa þeim sem hafa misst vinnuna eftir hrun. Við eigum að forðast að fyllast minnimáttarkennd í samskiptum við umheiminn og þvert á móti að einsetja okkur að sýna að við höfum lært af mistökunum og séum þjóð meðal þjóða. Við eigum að taka alvarlega ábendingar manna eins og Michaels Porter um að horfa fram á veg í stað þess að stara í baksýnisspegilinn. Þannig komum við auga á tækifærin og getum fært okkur þau í nyt. Við eigum að sjálfsögðu að skoða þau með gagnrýnum huga, en forðast að láta tortryggni og öfund í garð frumkvöðla og athafnamanna ýta undir kyrrstöðu og aðgerðaleysi. Án þeirra mun efnahagslífið nefnilega aldrei ná sæmilegum kröftum. Við getum vel samfagnað þeim sem koma ár sinni vel fyrir borð þótt við látum ekki blindast af sömu peningaglýjunni og villti mörgum sýn á uppgangsárum áratugarins. Á áratugnum, sem nú er senn liðinn, hefur íslenzkt þjóðfélag sveiflazt öfganna á milli. Á nýjum áratug tekst okkur vonandi að finna skynsamlegri meðalveg. Gleðilegt ár!
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun