Steinunn Stefánsdóttir: Fækkun háskóla blasir við 19. maí 2010 09:33 Sú menntun sem ungu fólki stendur til boða í dag getur skipt sköpum um það hversu lífvænlegt samfélag verður hér eftir nokkra áratugi. Það er því lífsspursmál fyrir framtíð þjóðarinnar að byggja upp og viðhalda góðu menntakerfi. Niðurskurður til háskólastarfs hlýtur því að vekja ugg.Það er ekki vandalaust að halda úti öflugu háskólastarfi í litlu landi, landi sem er svo fámennt að þjóðin öll telur mun færri einstaklinga en standa á bak við meðalháskóla í öðrum löndum.Sýnt hefur verið fram á að þegar kreppir að sé afar mikilvægt að viðhalda öflugu menntakerfi. Því ríður á þegar niðurskurður virðist óhjákvæmilegur að nýta það fé sem varið er til háskóla afar vel.Sigurður Guðmundsson, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, varar í frétt Fréttablaðsins í gær við því að sú staða kunni að koma upp, ef áætlanir um niðurskurð ganga eftir við óbreytt kerfi, að þjóðin kunni að sitja uppi með sjö veika háskóla. Að mati Sigurðar er hagræðing með sameiningu eða víðtæku samstarfi borðleggjandi lausn í því árferði sem nú ríkir.Undir þetta verður að taka. Það blasir við að samfélag sem telur liðlega 300.000 sálir getur ekki staðið undir rekstri sjö háskóla. Slíkur rekstur á háskólakerfi var í raun aldrei skynsamlegur og hefði ekki átt að verða. Það verður að skerpa og einfalda þetta kerfi án þess að kvika frá gæðakröfum.Jafnvel þótt vel ári hlýtur spurningarmerki að verða sett við það að sömu greinarnar séu kenndar í allt að fjórum háskólum, þar af tveimur sem aðeins einn flugvöllur aðskilur. Samkeppni til að viðhalda metnaði og gæðum eru meðal raka sem notuð eru með þessu fyrirkomulagi. Hins vegar er það svo að hér í okkar litla landi er leikvöllurinn einfaldlega ekki nægilega stór til þess að sú samkeppni fari fram milli háskóla innanlands. Sömuleiðis hefur heimurinn allur farið síminnkandi, ekki síst hvað það varðar að sækja menntun út fyrir landsteinana. Íslenskir háskólar eiga því eins og kostur er að keppa við erlenda háskóla og eru þeir síst óverðugri keppinautar.Það er mikilvægt að leggja verulega rækt við þær greinar sem byggja sérstaklega á íslenskri náttúru og menningu. Í þeim greinum hlýtur markmiðið alltaf að vera að íslenskur háskóli teljist meðal þeirra allra bestu. Leggja verður kalt mat á það hvort fækka eigi háskólum í einn, tvo eða þrjá og sömuleiðis hvort hagkvæmt sé að hætta kennslu í einhverjum greinum og beina fólki til náms í þeim í öðrum löndum.Það er afar alvarlegt mál að standa frammi fyrir því að skera niður fé til háskóla. Við það verk er mikils um vert að heildarhagsmunir til langs tíma gangi fyrir metnaði og stolti einstaklinga fyrir hönd síns skóla. Hér verða allir að leggjast saman á árar því framtíðarmenntun þjóðarinnar er í húfi og þar með velferð og lífsgæði þjóðarinnar um ókomin ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun
Sú menntun sem ungu fólki stendur til boða í dag getur skipt sköpum um það hversu lífvænlegt samfélag verður hér eftir nokkra áratugi. Það er því lífsspursmál fyrir framtíð þjóðarinnar að byggja upp og viðhalda góðu menntakerfi. Niðurskurður til háskólastarfs hlýtur því að vekja ugg.Það er ekki vandalaust að halda úti öflugu háskólastarfi í litlu landi, landi sem er svo fámennt að þjóðin öll telur mun færri einstaklinga en standa á bak við meðalháskóla í öðrum löndum.Sýnt hefur verið fram á að þegar kreppir að sé afar mikilvægt að viðhalda öflugu menntakerfi. Því ríður á þegar niðurskurður virðist óhjákvæmilegur að nýta það fé sem varið er til háskóla afar vel.Sigurður Guðmundsson, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, varar í frétt Fréttablaðsins í gær við því að sú staða kunni að koma upp, ef áætlanir um niðurskurð ganga eftir við óbreytt kerfi, að þjóðin kunni að sitja uppi með sjö veika háskóla. Að mati Sigurðar er hagræðing með sameiningu eða víðtæku samstarfi borðleggjandi lausn í því árferði sem nú ríkir.Undir þetta verður að taka. Það blasir við að samfélag sem telur liðlega 300.000 sálir getur ekki staðið undir rekstri sjö háskóla. Slíkur rekstur á háskólakerfi var í raun aldrei skynsamlegur og hefði ekki átt að verða. Það verður að skerpa og einfalda þetta kerfi án þess að kvika frá gæðakröfum.Jafnvel þótt vel ári hlýtur spurningarmerki að verða sett við það að sömu greinarnar séu kenndar í allt að fjórum háskólum, þar af tveimur sem aðeins einn flugvöllur aðskilur. Samkeppni til að viðhalda metnaði og gæðum eru meðal raka sem notuð eru með þessu fyrirkomulagi. Hins vegar er það svo að hér í okkar litla landi er leikvöllurinn einfaldlega ekki nægilega stór til þess að sú samkeppni fari fram milli háskóla innanlands. Sömuleiðis hefur heimurinn allur farið síminnkandi, ekki síst hvað það varðar að sækja menntun út fyrir landsteinana. Íslenskir háskólar eiga því eins og kostur er að keppa við erlenda háskóla og eru þeir síst óverðugri keppinautar.Það er mikilvægt að leggja verulega rækt við þær greinar sem byggja sérstaklega á íslenskri náttúru og menningu. Í þeim greinum hlýtur markmiðið alltaf að vera að íslenskur háskóli teljist meðal þeirra allra bestu. Leggja verður kalt mat á það hvort fækka eigi háskólum í einn, tvo eða þrjá og sömuleiðis hvort hagkvæmt sé að hætta kennslu í einhverjum greinum og beina fólki til náms í þeim í öðrum löndum.Það er afar alvarlegt mál að standa frammi fyrir því að skera niður fé til háskóla. Við það verk er mikils um vert að heildarhagsmunir til langs tíma gangi fyrir metnaði og stolti einstaklinga fyrir hönd síns skóla. Hér verða allir að leggjast saman á árar því framtíðarmenntun þjóðarinnar er í húfi og þar með velferð og lífsgæði þjóðarinnar um ókomin ár.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun