Heillandi hatur Ragna Sigurðardóttir skrifar 30. október 2010 08:00 Gardar Eide Einarsson er norskur en af íslenskum ættum. Mynd/GVA Myndlist *** Power Has a Fragrance Gardar Eide Einarsson - Listasafn Reykjavíkur, HafnarhúsGardar Eide Einarsson (1976), norskur en af íslenskum ættum, sýnir nú á tveimur hæðum í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Titill sýningarinnar er Power Has a Fragrance. Gardar sækir efnivið verka sinna til bandarísks samfélags. Hann er fæddur og uppalinn í Noregi en hefur búið í New York síðan 10. september 2001. Dagsetningin sýnir að Gardar kom inn í bandarískt samfélag á tímamótum, en ofsóknaræðið sem fylgdi árásunum 11. september er meira og minna inntak verka hans.Gardar sækir orðfæri og myndmál verka sinna út í samfélagið, einna helst í frelsisbaráttu jaðarhópa eða einstaklinga, eða í myndefni og upplýsingar frá hinu opinbera, til dæmis myndir af lögreglumanni með kylfu. Þetta setur hann síðan fram í listrænu samhengi, rétt eins og listamenn hafa gert um áratuga skeið. Á sjöunda áratug síðustu aldar gerði Andy Warhol eftirminnileg myndverk, meðal annars af byssum og rafmagnsstólnum auk mynda af frægu fólki.Myndröð Gardars af lögreglumanni með kylfu minnir meðal annars á mynd Warhols af Elvis mundandi byssu. Báðir listamenn gera ofsóknaræði og hatur bandarísks samfélags að yrkisefni, án þess að ég ætli mér að líkja verkum þeirra frekar saman.Gardar leitast við að miðla þessum neikvæðu þáttum samfélagsins á yfirvegaðan máta. Hér getur línan milli óttablandinnar hrifningar á neikvæðum þáttum og raunverulegri ígrundun þeirra verið fín. Þessi mörk eru ekki meginviðfangsefni listamannsins heldur leitast hann við að birta ákveðið samfélagsástand sem litast af ótta, ofsóknaræði og hatri. Það örlar á þeirri spurningu hvort listamaðurinn sé undir áhrifum hálfgerðrar hryllingsheillunar, heillist af amerísku samfélagi eins og hægt er að heillast af hryllingsmynd.Titill sýningarinnar er einnig titill á lagi eftir bresku jaðarsveitina Death in June. Ég veit ekki hvort Gardar hefur hann þaðan, það skiptir varla máli, en í laginu koma einnig fram þessar línur: "we know our god/by the things he creates/life, beauty, but most of all hate," línur sem eiga ágætlega við verk hans. Helsti kostur sýningar Gardars er sjónræn útfærsla verka hans sem einkennist af formfestu og er að mestu dempuð og svart/hvít. Honum tekst með þessu að endurskapa á sýningunni sjálfri eitthvað af þeim ótta sem verkin vísa til.Niðurstaða: Það er óvenjulegt að sækja heim sýningu þar sem helstu hughrifin eru hatur, áhorfandinn virðist jafnvel óvelkominn, ítrekanir um að snerta ekki listaverkin fá óhugnanlegan undirtón. Þetta kemur á óvart og markar listamanninum sérstöðu. Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Myndlist *** Power Has a Fragrance Gardar Eide Einarsson - Listasafn Reykjavíkur, HafnarhúsGardar Eide Einarsson (1976), norskur en af íslenskum ættum, sýnir nú á tveimur hæðum í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Titill sýningarinnar er Power Has a Fragrance. Gardar sækir efnivið verka sinna til bandarísks samfélags. Hann er fæddur og uppalinn í Noregi en hefur búið í New York síðan 10. september 2001. Dagsetningin sýnir að Gardar kom inn í bandarískt samfélag á tímamótum, en ofsóknaræðið sem fylgdi árásunum 11. september er meira og minna inntak verka hans.Gardar sækir orðfæri og myndmál verka sinna út í samfélagið, einna helst í frelsisbaráttu jaðarhópa eða einstaklinga, eða í myndefni og upplýsingar frá hinu opinbera, til dæmis myndir af lögreglumanni með kylfu. Þetta setur hann síðan fram í listrænu samhengi, rétt eins og listamenn hafa gert um áratuga skeið. Á sjöunda áratug síðustu aldar gerði Andy Warhol eftirminnileg myndverk, meðal annars af byssum og rafmagnsstólnum auk mynda af frægu fólki.Myndröð Gardars af lögreglumanni með kylfu minnir meðal annars á mynd Warhols af Elvis mundandi byssu. Báðir listamenn gera ofsóknaræði og hatur bandarísks samfélags að yrkisefni, án þess að ég ætli mér að líkja verkum þeirra frekar saman.Gardar leitast við að miðla þessum neikvæðu þáttum samfélagsins á yfirvegaðan máta. Hér getur línan milli óttablandinnar hrifningar á neikvæðum þáttum og raunverulegri ígrundun þeirra verið fín. Þessi mörk eru ekki meginviðfangsefni listamannsins heldur leitast hann við að birta ákveðið samfélagsástand sem litast af ótta, ofsóknaræði og hatri. Það örlar á þeirri spurningu hvort listamaðurinn sé undir áhrifum hálfgerðrar hryllingsheillunar, heillist af amerísku samfélagi eins og hægt er að heillast af hryllingsmynd.Titill sýningarinnar er einnig titill á lagi eftir bresku jaðarsveitina Death in June. Ég veit ekki hvort Gardar hefur hann þaðan, það skiptir varla máli, en í laginu koma einnig fram þessar línur: "we know our god/by the things he creates/life, beauty, but most of all hate," línur sem eiga ágætlega við verk hans. Helsti kostur sýningar Gardars er sjónræn útfærsla verka hans sem einkennist af formfestu og er að mestu dempuð og svart/hvít. Honum tekst með þessu að endurskapa á sýningunni sjálfri eitthvað af þeim ótta sem verkin vísa til.Niðurstaða: Það er óvenjulegt að sækja heim sýningu þar sem helstu hughrifin eru hatur, áhorfandinn virðist jafnvel óvelkominn, ítrekanir um að snerta ekki listaverkin fá óhugnanlegan undirtón. Þetta kemur á óvart og markar listamanninum sérstöðu.
Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira