Svör óskast Stefán Pálsson skrifar 8. janúar 2010 06:30 Vart hefur verið um annað rætt liðna sólarhringa en synjun forsetans á lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldanna. Strax að loknum fréttamannafundinum á Bessastöðum síðastliðinn þriðjudag tóku við linnulitlar vangaveltur um hvaða áhrif ákvörðunin hefði, hvort líf ríkisstjórnarinnar væri í hættu og hvaða viðbragða mætti vænta frá umheiminum. Þrátt fyrir aragrúa umræðuþátta, fréttaskýringa og netskrifa um málið, hefur litlu púðri verið eytt í að ræða innihald yfirlýsingar forsetans. Mestöll orkan hefur farið í niðurstöðuna sjálfa eða jafnvel hvenær og hvernig hún barst frá forsetabústaðnum í Stjórnarráðið. Auðvitað er texti yfirlýsingarinnar mjög þýðingarmikill. Þar er að finna rökstuðning forsetans fyrir veigamikilli ákvörðun og varpar ljósi á hvaða sjónarmið hafa einkum legið henni til grundvallar. Reikna verður með því að slíkt skjal sé þaulhugsað og að legið hafi verið yfir sérhverri setningu. Yfirlýsingin er stutt, rétt rúm 500 orð. Í henni er vikið að efnahagslegri hlið málsins með mjög almennum hætti í tveimur málsgreinum og engin tilraun gerð til að meta viðbrögð viðsemjendanna. Athygli vekur að hvergi er vikið að því hvaða breytingar frá fyrri Icesave-lögum hafi það í för með sér að forsetinn telji rétt að seinni lögin fari í þjóðaratkvæði. Í raun má leiða að því líkum að forsetinn skrifi ekki undir seinni lögin á þeirri forsendu að málið sé óvinsælt og hafi valdið deilum. Slíkt vekur óneitanlega upp spurningar um hvort forsetinn hljóti ekki að vísa öllum stórum deilumálum til þjóðaratkvæðis, að því einu tilskildu að nægilegar netundirskriftir safnist. Fróðlegt væri að vita við hvaða tölu hann hyggst miða í framtíðinni. Fleiri spurningar vakna við lestur yfirlýsingarinnar, einkum varðandi skilning forsetans á sjálfri stjórnskipaninni. Samkvæmt stjórnarskrá fara Alþingi og forseti með löggjafarvald. Ef marka má yfirlýsingu þriðjudagsins telur Ólafur Ragnar valdið hins vegar í höndum þjóðarinnar og að forseta sé ætlað að vera einhvers konar milligöngumaður við framkvæmd þess. Þetta hlýtur að teljast óhefðbundin túlkun á stjórnarskránni og kallar á frekari útskýringar forseta. Hin óljósa hugmynd forsetans um stöðu sína sem milliliðs verður enn flóknari þegar litið er til vangaveltna hans um afstöðu þingsins til Icesave-málsins og hversu margir þingmenn séu fylgjandi í orði jafnt sem á borði. Þannig vísar hann til þess að meirihluti þingmanna hafi í raun viljað þjóðaratkvæði, þrátt fyrir að því hafi verið hafnað í kosningu á Alþingi. Einnig reynir hann að gefa til kynna að nokkuð víðtæk samstaða hafi verið um fyrri lögin, þótt þess hafi raunar ekki séð stað í atkvæðagreiðslu. Getur því verið að krafa forsetans um netundirskriftafjölda sé breytileg í öfugu hlutfalli við meintan eða raunverulegan stuðning þingsins? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun
Vart hefur verið um annað rætt liðna sólarhringa en synjun forsetans á lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldanna. Strax að loknum fréttamannafundinum á Bessastöðum síðastliðinn þriðjudag tóku við linnulitlar vangaveltur um hvaða áhrif ákvörðunin hefði, hvort líf ríkisstjórnarinnar væri í hættu og hvaða viðbragða mætti vænta frá umheiminum. Þrátt fyrir aragrúa umræðuþátta, fréttaskýringa og netskrifa um málið, hefur litlu púðri verið eytt í að ræða innihald yfirlýsingar forsetans. Mestöll orkan hefur farið í niðurstöðuna sjálfa eða jafnvel hvenær og hvernig hún barst frá forsetabústaðnum í Stjórnarráðið. Auðvitað er texti yfirlýsingarinnar mjög þýðingarmikill. Þar er að finna rökstuðning forsetans fyrir veigamikilli ákvörðun og varpar ljósi á hvaða sjónarmið hafa einkum legið henni til grundvallar. Reikna verður með því að slíkt skjal sé þaulhugsað og að legið hafi verið yfir sérhverri setningu. Yfirlýsingin er stutt, rétt rúm 500 orð. Í henni er vikið að efnahagslegri hlið málsins með mjög almennum hætti í tveimur málsgreinum og engin tilraun gerð til að meta viðbrögð viðsemjendanna. Athygli vekur að hvergi er vikið að því hvaða breytingar frá fyrri Icesave-lögum hafi það í för með sér að forsetinn telji rétt að seinni lögin fari í þjóðaratkvæði. Í raun má leiða að því líkum að forsetinn skrifi ekki undir seinni lögin á þeirri forsendu að málið sé óvinsælt og hafi valdið deilum. Slíkt vekur óneitanlega upp spurningar um hvort forsetinn hljóti ekki að vísa öllum stórum deilumálum til þjóðaratkvæðis, að því einu tilskildu að nægilegar netundirskriftir safnist. Fróðlegt væri að vita við hvaða tölu hann hyggst miða í framtíðinni. Fleiri spurningar vakna við lestur yfirlýsingarinnar, einkum varðandi skilning forsetans á sjálfri stjórnskipaninni. Samkvæmt stjórnarskrá fara Alþingi og forseti með löggjafarvald. Ef marka má yfirlýsingu þriðjudagsins telur Ólafur Ragnar valdið hins vegar í höndum þjóðarinnar og að forseta sé ætlað að vera einhvers konar milligöngumaður við framkvæmd þess. Þetta hlýtur að teljast óhefðbundin túlkun á stjórnarskránni og kallar á frekari útskýringar forseta. Hin óljósa hugmynd forsetans um stöðu sína sem milliliðs verður enn flóknari þegar litið er til vangaveltna hans um afstöðu þingsins til Icesave-málsins og hversu margir þingmenn séu fylgjandi í orði jafnt sem á borði. Þannig vísar hann til þess að meirihluti þingmanna hafi í raun viljað þjóðaratkvæði, þrátt fyrir að því hafi verið hafnað í kosningu á Alþingi. Einnig reynir hann að gefa til kynna að nokkuð víðtæk samstaða hafi verið um fyrri lögin, þótt þess hafi raunar ekki séð stað í atkvæðagreiðslu. Getur því verið að krafa forsetans um netundirskriftafjölda sé breytileg í öfugu hlutfalli við meintan eða raunverulegan stuðning þingsins?
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun