Gestaleikari í aðalhlutverki Bergþór Bjarnason skrifar 14. nóvember 2010 00:01 Tískuhús koma og hverfa stundum eins og dögg fyrir sólu. Önnur lifa sína gullöld en hverfa svo smám saman af yfirborði jarðar. En í tískuheiminum þekkist það sömuleiðis að eiga sér glæsilega endurkomu og annað líf. Carven er gott dæmi um hátískuhús sem mátti muna sinn fífil fegri en Madame Carven vildi ekki setja sköpunarverk sitt í hendurnar á einhverjum öðrum þegar hún hætti en þetta tískuhús hefur nú í nokkur misseri verið endurlífgað með góðum árangri. Dior er einnig gott dæmi um endurkomu. Í byrjun tuttugustu aldar var Jeanne Lanvin einn fínasti hönnuður samtímans í hátískunni í París og braut blað í kvenfatnaði til dæmis með hinu fræga jersey-efni í buxum og kjólum. Hún var einnig ein sú fyrsta í þessum geira að blanda ilmvatn með sínu nafni. Með árunum dofnaði þó yfir Lanvin og má segja að ekki hafi lengur staðið steinn yfir steini hjá Lanvin þegar Alber Elbaz tók við hönnuninni fyrir nokkrum árum. Síðan hefur leiðin legið upp á við hjá Lanvin og þykir fátt fínna síðustu ár en hönnun Albers Elbaz en nú heldur Lanvin innreið sína á Ítalíu og opnar í Mílanó og Róm.Auglýsingaherferð Lanvin og H&M.Það þarf því ekki að koma á óvart að í ár er Alber Elbaz í gestahlutverki hjá verslunarkeðjunni H&M og 23. nóvember kemur á markaðinn tískulína Lanvin hjá H&M. Alber Elbaz fylgir þar í fótspor Karls Lagerfeld, Stellu McCartney og Jimmy Choo svo einhverjir séu nefndir. Það er því líklegt að það verði líflegt í verslunum H&M á næstunni því kjólarnir eru svo sannarlega áhugaverðir. Þeir bera að sjálfsögðu sérkenni bæði tískuhúss Lanvin og stjórnandans, Albers Elbez. Til dæmis má nefna stórrósótta kjóla í svörtu og rauðu, með fellingum að ofan og neðan. Svo eru það stórglæsilegir svartir kvöldkjólar með púffermum og slaufum og ekki má heldur gleyma herrajakkafötunum, smókingskyrtum og blazer-jökkum. Öll herlegheitin á afskaplega hóflegu verði sem aðeins er brot af því sem flík frá Lanvin kostar. Flestir kjólarnir eru á um 150 evrur en finnast þó á 100 evrur. Hjá Lanvin getur byrjunarverðið hæglega verið um 2.000-3.000 evrur.Á síðasta ári þurfti að girða af inngang verslana H&M sem og sölusvæðið þegar fylgihlutir Jimmy Choo komu í verslanir H&M í fyrra og viðskiptavinirnir tilbúnir til að láta hendur skipta. Líklegt að sama verði uppi á teningnum að þessu sinni því hver vill ekki lítinn svartan kjól frá Alber Elbez fyrir jólin og það á gjafverði? bergb75@free.fr Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Bergþór Bjarnason Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun
Tískuhús koma og hverfa stundum eins og dögg fyrir sólu. Önnur lifa sína gullöld en hverfa svo smám saman af yfirborði jarðar. En í tískuheiminum þekkist það sömuleiðis að eiga sér glæsilega endurkomu og annað líf. Carven er gott dæmi um hátískuhús sem mátti muna sinn fífil fegri en Madame Carven vildi ekki setja sköpunarverk sitt í hendurnar á einhverjum öðrum þegar hún hætti en þetta tískuhús hefur nú í nokkur misseri verið endurlífgað með góðum árangri. Dior er einnig gott dæmi um endurkomu. Í byrjun tuttugustu aldar var Jeanne Lanvin einn fínasti hönnuður samtímans í hátískunni í París og braut blað í kvenfatnaði til dæmis með hinu fræga jersey-efni í buxum og kjólum. Hún var einnig ein sú fyrsta í þessum geira að blanda ilmvatn með sínu nafni. Með árunum dofnaði þó yfir Lanvin og má segja að ekki hafi lengur staðið steinn yfir steini hjá Lanvin þegar Alber Elbaz tók við hönnuninni fyrir nokkrum árum. Síðan hefur leiðin legið upp á við hjá Lanvin og þykir fátt fínna síðustu ár en hönnun Albers Elbaz en nú heldur Lanvin innreið sína á Ítalíu og opnar í Mílanó og Róm.Auglýsingaherferð Lanvin og H&M.Það þarf því ekki að koma á óvart að í ár er Alber Elbaz í gestahlutverki hjá verslunarkeðjunni H&M og 23. nóvember kemur á markaðinn tískulína Lanvin hjá H&M. Alber Elbaz fylgir þar í fótspor Karls Lagerfeld, Stellu McCartney og Jimmy Choo svo einhverjir séu nefndir. Það er því líklegt að það verði líflegt í verslunum H&M á næstunni því kjólarnir eru svo sannarlega áhugaverðir. Þeir bera að sjálfsögðu sérkenni bæði tískuhúss Lanvin og stjórnandans, Albers Elbez. Til dæmis má nefna stórrósótta kjóla í svörtu og rauðu, með fellingum að ofan og neðan. Svo eru það stórglæsilegir svartir kvöldkjólar með púffermum og slaufum og ekki má heldur gleyma herrajakkafötunum, smókingskyrtum og blazer-jökkum. Öll herlegheitin á afskaplega hóflegu verði sem aðeins er brot af því sem flík frá Lanvin kostar. Flestir kjólarnir eru á um 150 evrur en finnast þó á 100 evrur. Hjá Lanvin getur byrjunarverðið hæglega verið um 2.000-3.000 evrur.Á síðasta ári þurfti að girða af inngang verslana H&M sem og sölusvæðið þegar fylgihlutir Jimmy Choo komu í verslanir H&M í fyrra og viðskiptavinirnir tilbúnir til að láta hendur skipta. Líklegt að sama verði uppi á teningnum að þessu sinni því hver vill ekki lítinn svartan kjól frá Alber Elbez fyrir jólin og það á gjafverði? bergb75@free.fr
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun