Rétt fólk á réttan stað Jónína Michaelsdóttir skrifar 2. mars 2010 06:00 Þó að reiðin kraumi enn í hverjum kima hér á landi, er margt sem bendir til þess að almenn skynsemi sé að rumska. Reiðin er eldsneyti sem kveikir bæði í réttlætiskenndinni og ofstopanum. Virkjuð getur hún verið aflgjafi sem spornar við yfirgangi og óréttlæti, en sé hún laubeisluð og óhamin í langan tíma, snýst hún gegn þeim sem ber hana í sér. Inn á milli vandlætingarpistla og fræðandi greina um ástand og horfur, þar sem sérfræðingar tala hver í sína áttina, birtast nú öðru hvoru jarðbundin og jákvæð skrif um afl samstöðunnar á erfiðum tímum, og hvetjandi hugmyndir um virkni og vilja til að vera þátttakandi í þjóðfélagi í mótun. Það er hin hliðin á hruninu. En við verðum að vanda okkur. Árið 1936 var líka kreppa á Íslandi. Til er lítill bæklingur sem hinn stórmerki maður og heimspekingur, Guðmundur Finnbogason sendi frá sér þetta ár. Titillinn er „Úrræði", en undirfyrirsögn: „Nokkrar greinar um landsmál." Bæklingurinn skiptist í stutta og gagnorða kafla. Kaflaheitin sýna að þessi maður horfði yfir sviðið allt: „Sjálfstæð þjóð, Verslunarviðskipti,Straumhvörf, Bjargráðin, Aðilar framkvæmdanna,Nefndir, Samkeppnin og vísindin,Nýr markaður, Bættar vinnuaðferðir, Innlendur markaður,kostir fjölbreyttrar framleiðslu, Athugum verslunarskýrslurnar,Dungalum fæðið, Fæðisrannsókn, Matseðill fyrir þjóðina, innfluttar matvörur, Garðyrkjan, Aukning garðyrkju, Klæðnaður, Heimilisiðnaður, Aðilar, Innlend efni, Ullin, Önnur efni,Hallveigarstaðir, Handavinnukennsla,Tímarit, Markaður, Nefnd, Verksmiðjuiðnaður, Rithöfundar og listamenn, Rithöfundafjelag,Myndlistarmannafjelag, Tónlistarmannafjelag, Stjórnarbót, Stjórnarskráin." StraumhvörfKaflinn um straumhvörf er áhugaverður og birtist hér í heild.„Og nú eru straumhvörfin komin. Einmitt þegar sambönd og samgöngur þjóða á milli eru orðnar fullkomnari en nokkur hefði áður getað gert sér í hugarlund, kemur það í ljós, að þjóðirnar geta ekki komið sjer saman um það skipulag, er þarf til þess að njóta þessara gæða með frjálsum viðskiptum þjóða á milli. Og afleiðingin verður sú, að hver þjóðin af annarri tekur upp þá stefnu, að búa sem mest að sínu, framleiða sem mest sjálfir af því,sem hún þarfnast, og girða sig tollmúrum, innflutningshöftum og endar svo með vöruskiptaverslun.- Hve lengi þessi ófögnuður stendur, veit enginn, en flestir, sem um þetta rita,virðast sammála um það, að þessi stefna muni eiga sér langan aldur, svo að ekki tjói annað en að laga sig eftir henni. Hvernig erum vjer Íslendingar þá staddir? Vér erum stórskuldugir við útlönd. Markaður fyrir útfluttar vörur, sem borið hafa uppi þjóðarskap vorn og viðskipti við önnur lönd, þrengist mjög, svo að oss skortir erlendan gjaldeyri. Atvinnuleysi vex. Hvað eigum vér þá að taka til bragðs?" BjargráðinNæsti kafli er um bjargráðin, og þó að þetta sé skrifað fyrir sjötíu og fjórum árum, á allt öðruvísi tímum en við nú lifum, er áhugavert að lesa tillögur og skoðanir þessa fjölgefna manns:"Flestir munu undireins sjá í hendi sér aðalráðin, sem til greina gætu komið:1) að reyna að halda sem lengst í þann markað, sem vjer höfum haft hingað til fyrir útflutningsvörur vorar; 2)að reyna að finna nýjan markað fyrir þær að sama skapi sem hinn gamli markaður þrengist;3) að reyna að framleiða nýjar vörur, sem markaður kynni að fást fyrir erlendis, og síðast en ekki síst,4) að reyna að framleiða alt, sem svarar kostnaði að framleiða fyrir innlendan markað.[...] Aðalatriðið í þessu máli, eins og öðrum, er að fá hæfustu menn, sem völ er á til hverrar framkvæmdarinnar. Það er frumskilyrði þess að sæmilega takist. Öll stjórnviska kemur fyrst og fremst fram í því, að koma sem víðast rjettum manni á rjettan stað í þjóðfélaginu. Aðalvandinn er að finna það skipulag er tryggir þetta best."Svo mörg voru þau orð! Spyrja má hvort við ættum ekki að íhuga svolítið þessa síðustu málsgrein. Erum við vakandi fyrir því að það sé allra hagur að hafa réttan mann á réttum stað í þjóðfélaginu? Erum við með hæfasta fólk sem völ er á til hverrar framkvæmdar, núna þegar mikið liggur við? Því að líkast til er það nefnilega rétt hjá Guðmundi Finnbogasyni, að það sé frumskilyrði þess að sæmilega takist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun
Þó að reiðin kraumi enn í hverjum kima hér á landi, er margt sem bendir til þess að almenn skynsemi sé að rumska. Reiðin er eldsneyti sem kveikir bæði í réttlætiskenndinni og ofstopanum. Virkjuð getur hún verið aflgjafi sem spornar við yfirgangi og óréttlæti, en sé hún laubeisluð og óhamin í langan tíma, snýst hún gegn þeim sem ber hana í sér. Inn á milli vandlætingarpistla og fræðandi greina um ástand og horfur, þar sem sérfræðingar tala hver í sína áttina, birtast nú öðru hvoru jarðbundin og jákvæð skrif um afl samstöðunnar á erfiðum tímum, og hvetjandi hugmyndir um virkni og vilja til að vera þátttakandi í þjóðfélagi í mótun. Það er hin hliðin á hruninu. En við verðum að vanda okkur. Árið 1936 var líka kreppa á Íslandi. Til er lítill bæklingur sem hinn stórmerki maður og heimspekingur, Guðmundur Finnbogason sendi frá sér þetta ár. Titillinn er „Úrræði", en undirfyrirsögn: „Nokkrar greinar um landsmál." Bæklingurinn skiptist í stutta og gagnorða kafla. Kaflaheitin sýna að þessi maður horfði yfir sviðið allt: „Sjálfstæð þjóð, Verslunarviðskipti,Straumhvörf, Bjargráðin, Aðilar framkvæmdanna,Nefndir, Samkeppnin og vísindin,Nýr markaður, Bættar vinnuaðferðir, Innlendur markaður,kostir fjölbreyttrar framleiðslu, Athugum verslunarskýrslurnar,Dungalum fæðið, Fæðisrannsókn, Matseðill fyrir þjóðina, innfluttar matvörur, Garðyrkjan, Aukning garðyrkju, Klæðnaður, Heimilisiðnaður, Aðilar, Innlend efni, Ullin, Önnur efni,Hallveigarstaðir, Handavinnukennsla,Tímarit, Markaður, Nefnd, Verksmiðjuiðnaður, Rithöfundar og listamenn, Rithöfundafjelag,Myndlistarmannafjelag, Tónlistarmannafjelag, Stjórnarbót, Stjórnarskráin." StraumhvörfKaflinn um straumhvörf er áhugaverður og birtist hér í heild.„Og nú eru straumhvörfin komin. Einmitt þegar sambönd og samgöngur þjóða á milli eru orðnar fullkomnari en nokkur hefði áður getað gert sér í hugarlund, kemur það í ljós, að þjóðirnar geta ekki komið sjer saman um það skipulag, er þarf til þess að njóta þessara gæða með frjálsum viðskiptum þjóða á milli. Og afleiðingin verður sú, að hver þjóðin af annarri tekur upp þá stefnu, að búa sem mest að sínu, framleiða sem mest sjálfir af því,sem hún þarfnast, og girða sig tollmúrum, innflutningshöftum og endar svo með vöruskiptaverslun.- Hve lengi þessi ófögnuður stendur, veit enginn, en flestir, sem um þetta rita,virðast sammála um það, að þessi stefna muni eiga sér langan aldur, svo að ekki tjói annað en að laga sig eftir henni. Hvernig erum vjer Íslendingar þá staddir? Vér erum stórskuldugir við útlönd. Markaður fyrir útfluttar vörur, sem borið hafa uppi þjóðarskap vorn og viðskipti við önnur lönd, þrengist mjög, svo að oss skortir erlendan gjaldeyri. Atvinnuleysi vex. Hvað eigum vér þá að taka til bragðs?" BjargráðinNæsti kafli er um bjargráðin, og þó að þetta sé skrifað fyrir sjötíu og fjórum árum, á allt öðruvísi tímum en við nú lifum, er áhugavert að lesa tillögur og skoðanir þessa fjölgefna manns:"Flestir munu undireins sjá í hendi sér aðalráðin, sem til greina gætu komið:1) að reyna að halda sem lengst í þann markað, sem vjer höfum haft hingað til fyrir útflutningsvörur vorar; 2)að reyna að finna nýjan markað fyrir þær að sama skapi sem hinn gamli markaður þrengist;3) að reyna að framleiða nýjar vörur, sem markaður kynni að fást fyrir erlendis, og síðast en ekki síst,4) að reyna að framleiða alt, sem svarar kostnaði að framleiða fyrir innlendan markað.[...] Aðalatriðið í þessu máli, eins og öðrum, er að fá hæfustu menn, sem völ er á til hverrar framkvæmdarinnar. Það er frumskilyrði þess að sæmilega takist. Öll stjórnviska kemur fyrst og fremst fram í því, að koma sem víðast rjettum manni á rjettan stað í þjóðfélaginu. Aðalvandinn er að finna það skipulag er tryggir þetta best."Svo mörg voru þau orð! Spyrja má hvort við ættum ekki að íhuga svolítið þessa síðustu málsgrein. Erum við vakandi fyrir því að það sé allra hagur að hafa réttan mann á réttum stað í þjóðfélaginu? Erum við með hæfasta fólk sem völ er á til hverrar framkvæmdar, núna þegar mikið liggur við? Því að líkast til er það nefnilega rétt hjá Guðmundi Finnbogasyni, að það sé frumskilyrði þess að sæmilega takist.