Nintendo, Sony og Microsoft kynna magnaðar nýjungar fyrir leikjatölvur Tinni Sveinsson skrifar 16. júní 2010 15:00 Forseti Nintendo, Satoru Iwata, kynnti 3DS-vélina á mánudaginn. Stærsta samkoma tölvuleikjabransans, E3, fer fram í Kaliforníu þessa dagana. Þar eru samankomnir helstu framleiðendur bransans og kynna þeir nýjar vörur fyrir umheiminum. Risarnir á leikjatölvumarkaðnum, Nintendo, Sony og Microsoft hafa allir kynnt merkilegar nýjungar á E3. Nintendo er búið að gera nýja útgáfu af DS-leikjatölvunni sem heitir einfaldlega 3DS. Hún er með tveimur skjám og er annar þeirra þrívíddarskjár. Skjárinn sýnir hreyfimyndir í þrívídd án þess að gleraugna þurfi við. Þá er vélin með innbyggðri ljósmyndavél sem tekur myndir í þrívídd. Margir sperra eyrun við þessari tækninýjung Nintendo og hugsa kvikmyndaverin sér öll gott til glóðarinnar. Þarna er komið handhægt tæki sem getur spilað kvikmyndir í þrívídd. Hér er hægt að horfa á hluta af kynningu Nintendo á 3DS á E3-samkomunni á mánudag. Nintendo sló í gegn með Wii-tölvunni sem naut nánast fordæmalausra vinsælda fyrstu tvö árin eftir að hún kom á markað árið 2006. Fyrirtækið hefur einnig skilað methagnaði síðustu ár. Nú vonast Microsoft og Sony að stöðva þessa sigurgöngu en nýjungum þeirra er greinilega beint gegn Wii. Microsoft kynnti nýjung fyrir Xbox 360 sem heitir Kinect. Þetta er lítið tæki sem situr hjá sjónvarpinu og nemur þann sem stendur fyrir framan það. Spilarar munu þannig leika tölvuleiki án þess að þurfa fjarstýringu. Þeir sveifla höndum, hoppa og þar fram eftir götunum til þess að framkvæma skipanir. Einnig er hægt að stýra tækinu með röddinni. Hér er hægt að horfa á kynningarmyndband fyrir Kinect. Sony setur á markað þráðlausar Move-fjarstýringar fyrir Playstation 3. Þær eru í raun og veru mjög svipaðar fjarstýringum Nintendo Wii tölvunnar. Spilarar geta þannig sveiflað fjarstýringum í golf- eða tennisleikjum og þar fram eftir götunum. Hér er hægt að horfa á kynningarmyndband fyrir Move. Leikjavísir Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Stærsta samkoma tölvuleikjabransans, E3, fer fram í Kaliforníu þessa dagana. Þar eru samankomnir helstu framleiðendur bransans og kynna þeir nýjar vörur fyrir umheiminum. Risarnir á leikjatölvumarkaðnum, Nintendo, Sony og Microsoft hafa allir kynnt merkilegar nýjungar á E3. Nintendo er búið að gera nýja útgáfu af DS-leikjatölvunni sem heitir einfaldlega 3DS. Hún er með tveimur skjám og er annar þeirra þrívíddarskjár. Skjárinn sýnir hreyfimyndir í þrívídd án þess að gleraugna þurfi við. Þá er vélin með innbyggðri ljósmyndavél sem tekur myndir í þrívídd. Margir sperra eyrun við þessari tækninýjung Nintendo og hugsa kvikmyndaverin sér öll gott til glóðarinnar. Þarna er komið handhægt tæki sem getur spilað kvikmyndir í þrívídd. Hér er hægt að horfa á hluta af kynningu Nintendo á 3DS á E3-samkomunni á mánudag. Nintendo sló í gegn með Wii-tölvunni sem naut nánast fordæmalausra vinsælda fyrstu tvö árin eftir að hún kom á markað árið 2006. Fyrirtækið hefur einnig skilað methagnaði síðustu ár. Nú vonast Microsoft og Sony að stöðva þessa sigurgöngu en nýjungum þeirra er greinilega beint gegn Wii. Microsoft kynnti nýjung fyrir Xbox 360 sem heitir Kinect. Þetta er lítið tæki sem situr hjá sjónvarpinu og nemur þann sem stendur fyrir framan það. Spilarar munu þannig leika tölvuleiki án þess að þurfa fjarstýringu. Þeir sveifla höndum, hoppa og þar fram eftir götunum til þess að framkvæma skipanir. Einnig er hægt að stýra tækinu með röddinni. Hér er hægt að horfa á kynningarmyndband fyrir Kinect. Sony setur á markað þráðlausar Move-fjarstýringar fyrir Playstation 3. Þær eru í raun og veru mjög svipaðar fjarstýringum Nintendo Wii tölvunnar. Spilarar geta þannig sveiflað fjarstýringum í golf- eða tennisleikjum og þar fram eftir götunum. Hér er hægt að horfa á kynningarmyndband fyrir Move.
Leikjavísir Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira