Djöfullegra en lífið sjálft Friðrika Benónýsdóttir skrifar 15. desember 2010 07:00 Doris Deyr eftir Kristínu Eiríksdóttur. Bækur Doris deyr Kristín Eiríksdóttir Kjötbær Kristínar Eiríksdóttur bar með sér ferskan blæ inn í íslenskan bókmenntaheim þegar hann kom út árið 2004, og næstu bækur hennar tvær, Húðlituð auðnin 2006 og Annarskonar sæla 2008, viðhéldu ferskleikanum. Doris deyr er á svipuðum nótum hvað efni og lífssýn varðar en hér er mun þroskaðri höfundur að verki og vinnubrögðin agaðri. Doris deyr er safn tíu smásagna og er sögusviðið dreift um hálfa heimsbyggðina, frá Kanada til Íslands til Kólumbíu til Istanbúl með viðkomu við Niagarafossana, á Gíbraltar, Spáni og fleiri stöðum. Sögurnar tengjast ekki innbyrðis en umfjöllunarefnið er ávallt hið sama; einsemd manneskjunnar í veröldinni, leitin að lífsfyllingu í formi ástar, vináttu, ferðalaga, eiturlyfja, áfengis eða kynlífs. Leit sem ekki ber nokkurn árangur því manneskjan er alltaf ein á flótta sínum undan sjálfri sér og tengingin við annað fólk í besta falli tálsýn, í versta falli banvæn. Söguhetjur flestra sagnanna eru ungar konur, ósáttar við sjálfar sig og umhverfið, í stöðugri leit eftir viðurkenningu og samastað í tilverunni. Konur sem þrá að vera einhverjum einhvers virði en óttast um leið þá frelsisskerðingu sem það felur í sér. Í sögunni Þrjár hurðir er söguhetjan eldri kona sem fann sinn samastað en komst að því að ekki heldur þar var griðland að finna. Í þeim þremur sögum þar sem söguhetjan er karlkyns er svipað uppi á teningnum; gjáin á milli fólks er óyfirstíganleg. Örsjaldan tekst að brúa hana, en alltaf aðeins stutta stund, svo tekur einmanaleikinn aftur yfirhöndina og leitin hefst að nýju. Allar eru sögurnar góðar. Vel byggðar og vel skrifaðar og lýsa veruleika sem við þekkjum öll, jafnvel þótt sögusviðið sé fjarlæg lönd eða undirjarðnesk vitund manneskjunnar. Kristín hefur fullt vald á smásagnaforminu og textinn er meitlaður og fágaður. Næstum of fágaður á köflum og undirrituð stóð sig að því að sakna ungæðislegs ofsans sem einkenndi Kjötbæinn. Meira að segja ofbeldið og órarnir eru hér fágaðri og óhugnaðurinn sem oft kraumar undir yfirborðinu beislaðri. Þroskinn er á kostnað hömluleysisins, sem eðlilegt er, og útkoman ekki eins kraftmikil. Það er þó alveg ljóst að með þessari bók stígur Kristín fram sem fullþroskaður höfundur sem hefur mikið fram að færa bæði í efni og stíl og verður spennandi að lesa skáldsöguna sem samkvæmt þroskakúrfu rithöfunda hlýtur að koma frá henni næst. Niðurstaða: Vel byggðar og vel stílaðar smásögur sem undirstrika einstæða sýn Kristínar á eðli þess að vera manneskja. Tengdar fréttir Stjarna á mann Með öngulinn í rassinum stendur nokkuð að baki fyrri veiðimyndum Gunnars og Ragnheiðar þótt inn á milli leynist skemmtilegar tökur sem vísast eiga eftir að ylja víða í vetur. 8. desember 2010 00:01 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bækur Doris deyr Kristín Eiríksdóttir Kjötbær Kristínar Eiríksdóttur bar með sér ferskan blæ inn í íslenskan bókmenntaheim þegar hann kom út árið 2004, og næstu bækur hennar tvær, Húðlituð auðnin 2006 og Annarskonar sæla 2008, viðhéldu ferskleikanum. Doris deyr er á svipuðum nótum hvað efni og lífssýn varðar en hér er mun þroskaðri höfundur að verki og vinnubrögðin agaðri. Doris deyr er safn tíu smásagna og er sögusviðið dreift um hálfa heimsbyggðina, frá Kanada til Íslands til Kólumbíu til Istanbúl með viðkomu við Niagarafossana, á Gíbraltar, Spáni og fleiri stöðum. Sögurnar tengjast ekki innbyrðis en umfjöllunarefnið er ávallt hið sama; einsemd manneskjunnar í veröldinni, leitin að lífsfyllingu í formi ástar, vináttu, ferðalaga, eiturlyfja, áfengis eða kynlífs. Leit sem ekki ber nokkurn árangur því manneskjan er alltaf ein á flótta sínum undan sjálfri sér og tengingin við annað fólk í besta falli tálsýn, í versta falli banvæn. Söguhetjur flestra sagnanna eru ungar konur, ósáttar við sjálfar sig og umhverfið, í stöðugri leit eftir viðurkenningu og samastað í tilverunni. Konur sem þrá að vera einhverjum einhvers virði en óttast um leið þá frelsisskerðingu sem það felur í sér. Í sögunni Þrjár hurðir er söguhetjan eldri kona sem fann sinn samastað en komst að því að ekki heldur þar var griðland að finna. Í þeim þremur sögum þar sem söguhetjan er karlkyns er svipað uppi á teningnum; gjáin á milli fólks er óyfirstíganleg. Örsjaldan tekst að brúa hana, en alltaf aðeins stutta stund, svo tekur einmanaleikinn aftur yfirhöndina og leitin hefst að nýju. Allar eru sögurnar góðar. Vel byggðar og vel skrifaðar og lýsa veruleika sem við þekkjum öll, jafnvel þótt sögusviðið sé fjarlæg lönd eða undirjarðnesk vitund manneskjunnar. Kristín hefur fullt vald á smásagnaforminu og textinn er meitlaður og fágaður. Næstum of fágaður á köflum og undirrituð stóð sig að því að sakna ungæðislegs ofsans sem einkenndi Kjötbæinn. Meira að segja ofbeldið og órarnir eru hér fágaðri og óhugnaðurinn sem oft kraumar undir yfirborðinu beislaðri. Þroskinn er á kostnað hömluleysisins, sem eðlilegt er, og útkoman ekki eins kraftmikil. Það er þó alveg ljóst að með þessari bók stígur Kristín fram sem fullþroskaður höfundur sem hefur mikið fram að færa bæði í efni og stíl og verður spennandi að lesa skáldsöguna sem samkvæmt þroskakúrfu rithöfunda hlýtur að koma frá henni næst. Niðurstaða: Vel byggðar og vel stílaðar smásögur sem undirstrika einstæða sýn Kristínar á eðli þess að vera manneskja.
Tengdar fréttir Stjarna á mann Með öngulinn í rassinum stendur nokkuð að baki fyrri veiðimyndum Gunnars og Ragnheiðar þótt inn á milli leynist skemmtilegar tökur sem vísast eiga eftir að ylja víða í vetur. 8. desember 2010 00:01 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Stjarna á mann Með öngulinn í rassinum stendur nokkuð að baki fyrri veiðimyndum Gunnars og Ragnheiðar þótt inn á milli leynist skemmtilegar tökur sem vísast eiga eftir að ylja víða í vetur. 8. desember 2010 00:01