Móralskar armbeygjur Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 8. febrúar 2010 06:00 John Terry, landsliðsfyrirliði Englands í knattspyrnu, bættist nýverið í ört stækkandi hóp íþróttamanna sem virðast eiga í erfiðleikum með að halda brókunum uppi. „Pabbi ársins", sem vefur Daddie-tómatsósunnar kaus hann einmitt á síðasta ári, virðist miðað við nýjustu tíðIndi hafa sýnt sömu fyrirhyggju og Tiger félagi hans og haft sveit hjákvenna til taks. Terry getur samt huggað sig við eitt. Hann er ekki fyrsti frægi íþróttamaðurinn sem er gripinn á gróðurklæðunum. Ashley Cole, Frank Lampard, David Beckham, Tiger Woods, Magic Johnson og svo mætti lengi telja. Þetta er heldur ekki fyrsta atvinnustéttin sem lætur svona. Poppstjörnur gleyma líka oft að hneppa upp um sig. Ég hef hins vegar meiri áhuga, eða áhyggjur, af íþróttamönnum þar sem við ölum markvisst upp tugþúsundir slíkra á hverju ári. Vitaskuld er það gott og blessað fyrir æsku landsins að stunda íþróttir. Spurningin er bara hvort við ættum jafnframt að grípa inn í þegar komið er á ákveðið aldursskeið, þegar hætt er við að ungu íþróttamennirnir breytist í skrímsli, og fara að haga sér eins og jarlar miðalda, með eins margar frillur og þeir geta mögulega sinnt. Spurningin er auðvitað hvernig. Kannski er eftir allt saman alls ekki heilnæmt að stunda keppnisíþróttir. Eftir ferilinn sitja íþróttamenn oftar en ekki uppi með ónýtan líkama, litla sem enga menntun, en gríðarstórt egó því á íþróttaleikvöngum gilda enn hin fornu gildi, hefnd og heiður. Egóisminn er ein afleiðing keppnisíþróttarinnar, því í henni gildir ekkert annað en að hafa óbilandi trú á sjálfum þér og bara þér. Sumir þurfa svo mikið andlegt rými fyrir egóið að þeir segja konunni að þeir þurfi sér hús til að hugsa í og íhuga gaumgæfilega eigið ágæti í. Allt fyrir íþróttamanninn. Þjóðfélagið gerir íþróttum afar hátt undir höfði, þrátt fyrir augljósa vankanta. Hluti hvers fréttaþáttar er helgaður íþróttum og börnin okkar eru frá unga aldri send á fimleika-, körfubolta- og knattspyrnuæfingar. Ábyrgðin er því mikil og kannski engin ástæða til að yppa öxlum yfir framhjáhaldsfregnum af íþróttamönnum. Þvert á móti ættum við kannski að athuga að taka siðferðiskennslu inn í prógrammið. Með velgengni verða freistinGarnar oft óyfirstíganlegar og kannski er ekkert í íþróttaþjálfuninni í dag sem undirbýr menn - og konur - undir þær. Nokkrir tímar í siðfræði milli þess sem farið er í útihlaup og fimmtíu kíló tekin í bekk eru varla svo galin hugmynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun
John Terry, landsliðsfyrirliði Englands í knattspyrnu, bættist nýverið í ört stækkandi hóp íþróttamanna sem virðast eiga í erfiðleikum með að halda brókunum uppi. „Pabbi ársins", sem vefur Daddie-tómatsósunnar kaus hann einmitt á síðasta ári, virðist miðað við nýjustu tíðIndi hafa sýnt sömu fyrirhyggju og Tiger félagi hans og haft sveit hjákvenna til taks. Terry getur samt huggað sig við eitt. Hann er ekki fyrsti frægi íþróttamaðurinn sem er gripinn á gróðurklæðunum. Ashley Cole, Frank Lampard, David Beckham, Tiger Woods, Magic Johnson og svo mætti lengi telja. Þetta er heldur ekki fyrsta atvinnustéttin sem lætur svona. Poppstjörnur gleyma líka oft að hneppa upp um sig. Ég hef hins vegar meiri áhuga, eða áhyggjur, af íþróttamönnum þar sem við ölum markvisst upp tugþúsundir slíkra á hverju ári. Vitaskuld er það gott og blessað fyrir æsku landsins að stunda íþróttir. Spurningin er bara hvort við ættum jafnframt að grípa inn í þegar komið er á ákveðið aldursskeið, þegar hætt er við að ungu íþróttamennirnir breytist í skrímsli, og fara að haga sér eins og jarlar miðalda, með eins margar frillur og þeir geta mögulega sinnt. Spurningin er auðvitað hvernig. Kannski er eftir allt saman alls ekki heilnæmt að stunda keppnisíþróttir. Eftir ferilinn sitja íþróttamenn oftar en ekki uppi með ónýtan líkama, litla sem enga menntun, en gríðarstórt egó því á íþróttaleikvöngum gilda enn hin fornu gildi, hefnd og heiður. Egóisminn er ein afleiðing keppnisíþróttarinnar, því í henni gildir ekkert annað en að hafa óbilandi trú á sjálfum þér og bara þér. Sumir þurfa svo mikið andlegt rými fyrir egóið að þeir segja konunni að þeir þurfi sér hús til að hugsa í og íhuga gaumgæfilega eigið ágæti í. Allt fyrir íþróttamanninn. Þjóðfélagið gerir íþróttum afar hátt undir höfði, þrátt fyrir augljósa vankanta. Hluti hvers fréttaþáttar er helgaður íþróttum og börnin okkar eru frá unga aldri send á fimleika-, körfubolta- og knattspyrnuæfingar. Ábyrgðin er því mikil og kannski engin ástæða til að yppa öxlum yfir framhjáhaldsfregnum af íþróttamönnum. Þvert á móti ættum við kannski að athuga að taka siðferðiskennslu inn í prógrammið. Með velgengni verða freistinGarnar oft óyfirstíganlegar og kannski er ekkert í íþróttaþjálfuninni í dag sem undirbýr menn - og konur - undir þær. Nokkrir tímar í siðfræði milli þess sem farið er í útihlaup og fimmtíu kíló tekin í bekk eru varla svo galin hugmynd.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun