Allir í gallana! Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 19. október 2010 07:00 Leikstjórinn Árni Ólafur hefur gott auga fyrir sjónrænum smáatriðum. Bíó **** Brim Leikstjóri: Árni Ólafur Ásgeirsson Aðalhlutverk: Ólafur Egilsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Gísli Örn Garðarsson, Björn Hlynur Haraldsson, Ólafur Darri Ólafsson og Ingvar E. Sigurðsson Kvikmyndin Brim er byggð á samnefndu verðlaunaleikriti Jóns Atla Jónassonar sem leikhópurinn Vesturport sýndi á sínum tíma við góðan orðstír. Nú er leikritið orðið að kvikmynd og er það leikstjórinn Árni Ólafur Ásgeirsson sem stendur í brúnni. Brim segir frá ungri konu sem ræður sig á togarann Jón á Hofi, en skipverjar bátsins eru enn nokkuð andlega laskaðir eftir sjálfsvíg eins þeirra í túrnum á undan. Báturinn er síbilandi ryðhrúga og mannskapurinn er samsafn furðufugla sem eiga erfitt með að venjast landkrabbameinssjúkum kvenmanni um borð. Andrúmsloftið um borð er á köflum hrollvekjandi og andi hins látna virðist hafa tekið sér bólfestu í skipinu og áhöfn þess. Árni Ólafur heldur vel utan um söguna og virðist hafa sérlega gott auga fyrir sjónrænum smáatriðum og myndmálið er sterkt. Sumum kann að þykja myndin fremur hæg framan af en í tilfelli Brim er það kostur frekar en galli. Hverri persónu er gefið svigrúm til að kynna sig fyrir áhorfandanum og þegar leikar fara að æsast er áhorfandinn því sem næst kominn í pollagallann á ruggandi þilfarið með áhöfninni. Leikararnir endurtaka hlutverk sín úr leikritinu og auðvelt er að ímynda sér það sem algjöran lúxus að fá að stýra hópi leikara sem allir hafa leikið persónur sínar áður. Hver leikari virðist þekkja sinn karakter vel og góður tími hefur gefist til að fínpússa skapgerð þeirra og takta. Það skilar sér á tjaldið og Brim er því afskaplega vel leikin. Skemmtilegastar eru persónur þeirra Gísla Arnar Garðarssonar og Ólafs Egilssonar en báðir leika þeir undirmálsmenn kryddaða mikilli kómík og sérstöku fasi. Ég fagna því að ekki er lengur ástæða til að dvelja lengi við hjal um tæknilega úrvinnslu íslenskra kvikmynda. Íslenskar kvikmyndir eru komnar í meistaraflokk hvað útlit og frágang varðar. Fólkið bak við tjöldin hefur staðið vakt sína með sóma við erfiðar aðstæður á sjó og rekur þannig smiðshöggið á vel heppnað verkið. Niðurstaða: Brim er köld og blaut en gerð af ást og hlýju. Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Bíó **** Brim Leikstjóri: Árni Ólafur Ásgeirsson Aðalhlutverk: Ólafur Egilsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Gísli Örn Garðarsson, Björn Hlynur Haraldsson, Ólafur Darri Ólafsson og Ingvar E. Sigurðsson Kvikmyndin Brim er byggð á samnefndu verðlaunaleikriti Jóns Atla Jónassonar sem leikhópurinn Vesturport sýndi á sínum tíma við góðan orðstír. Nú er leikritið orðið að kvikmynd og er það leikstjórinn Árni Ólafur Ásgeirsson sem stendur í brúnni. Brim segir frá ungri konu sem ræður sig á togarann Jón á Hofi, en skipverjar bátsins eru enn nokkuð andlega laskaðir eftir sjálfsvíg eins þeirra í túrnum á undan. Báturinn er síbilandi ryðhrúga og mannskapurinn er samsafn furðufugla sem eiga erfitt með að venjast landkrabbameinssjúkum kvenmanni um borð. Andrúmsloftið um borð er á köflum hrollvekjandi og andi hins látna virðist hafa tekið sér bólfestu í skipinu og áhöfn þess. Árni Ólafur heldur vel utan um söguna og virðist hafa sérlega gott auga fyrir sjónrænum smáatriðum og myndmálið er sterkt. Sumum kann að þykja myndin fremur hæg framan af en í tilfelli Brim er það kostur frekar en galli. Hverri persónu er gefið svigrúm til að kynna sig fyrir áhorfandanum og þegar leikar fara að æsast er áhorfandinn því sem næst kominn í pollagallann á ruggandi þilfarið með áhöfninni. Leikararnir endurtaka hlutverk sín úr leikritinu og auðvelt er að ímynda sér það sem algjöran lúxus að fá að stýra hópi leikara sem allir hafa leikið persónur sínar áður. Hver leikari virðist þekkja sinn karakter vel og góður tími hefur gefist til að fínpússa skapgerð þeirra og takta. Það skilar sér á tjaldið og Brim er því afskaplega vel leikin. Skemmtilegastar eru persónur þeirra Gísla Arnar Garðarssonar og Ólafs Egilssonar en báðir leika þeir undirmálsmenn kryddaða mikilli kómík og sérstöku fasi. Ég fagna því að ekki er lengur ástæða til að dvelja lengi við hjal um tæknilega úrvinnslu íslenskra kvikmynda. Íslenskar kvikmyndir eru komnar í meistaraflokk hvað útlit og frágang varðar. Fólkið bak við tjöldin hefur staðið vakt sína með sóma við erfiðar aðstæður á sjó og rekur þannig smiðshöggið á vel heppnað verkið. Niðurstaða: Brim er köld og blaut en gerð af ást og hlýju.
Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira