Ostasalat fyrir þá sem mæta reglulega í spinning Vera Einarsdóttir skrifar 6. desember 2010 06:00 Birgir ásamt unnustunni Maríönnu Pálsdóttur. Fréttablaðið/Daníel Spinningkennarinn Birgir Örn Birgisson heldur því statt og stöðugt fram að hann hafi fundið upp á vinsælu ostasalati sem margir hafa eflaust bragðað í saumaklúbbum og veislum síðustu misseri. „Ég fullyrði að það var ég sem fann upp á þessu salati. Aðrir hafa hins vegar reynt að eigna sér uppskriftina með misgóðum árangri," segir hann staðfastur. Birgir segir salatið fyrir alvöru sælkera. „Það er vissulega ekki fitusnautt en þeir sem eru duglegir að mæta í spinning geta leyft sér að borða það á tyllidögum. Aðrir verða að láta bragðvondan duftsjeik duga." Það kemur ekki á óvart að Birgir Örn er mikill keppnismaður og vill ná árangri í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann hefur verið hugsi yfir fréttum af fólki sem býr við kröpp kjör og segir ljóst að erfiðir tímar séu fram undan hjá mörgum. Hann langaði til að leggja sitt af mörkum og stóð fyrir góðgerða-spinning í World Class allan síðasta mánuð. Birgir hóf söfnunina á hundrað þúsund króna framlagi og jöfnuðu eigendur World Class þá upphæð. Flutningsfyrirtækið Nesfrakt bætti sömu upphæð við og safnaðist auk þess dágóð upphæð í bauka í spinningtímum hjá Birgi. Upphæðin hljóðar nú upp á í kringum fjögur hundruð þúsund krónur og mun Birgir í samvinnu við Sr. Guðrún Karlsdóttur, sóknarprest í Grafarvogskirkju, koma fénu í hendurnar á fátækum barnafjölskyldum á Íslandi sem hver um sig fær 30-50 þúsund krónur fyrir jólin.Ostasalat BirgisBirgir stóð fyrir góðgerða-spinningtímum og safnaði um fjögur hundruð þúsund krónum sem renna til fátækra barnafjölskyldna fyrir jólin.1 piparostur1 mexíkóostur1 mjúkur hvítlauksostur1 paprika (eftir smekk)1 dós sýrður rjómi1dl majonesvínber (eftir smekk)púrrulaukur (valkvætt)2 pakkar af Tuc Orginal kexi Skerið ostana niður í litla bita og blandið þeim saman við rjómann og majónesið. Skerið paprikuna, vínberin og púrrulaukinn niður og hrærið vel saman. Best er að gera salatið daginn fyrir neyslu. Salat Uppskriftir Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið
Spinningkennarinn Birgir Örn Birgisson heldur því statt og stöðugt fram að hann hafi fundið upp á vinsælu ostasalati sem margir hafa eflaust bragðað í saumaklúbbum og veislum síðustu misseri. „Ég fullyrði að það var ég sem fann upp á þessu salati. Aðrir hafa hins vegar reynt að eigna sér uppskriftina með misgóðum árangri," segir hann staðfastur. Birgir segir salatið fyrir alvöru sælkera. „Það er vissulega ekki fitusnautt en þeir sem eru duglegir að mæta í spinning geta leyft sér að borða það á tyllidögum. Aðrir verða að láta bragðvondan duftsjeik duga." Það kemur ekki á óvart að Birgir Örn er mikill keppnismaður og vill ná árangri í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann hefur verið hugsi yfir fréttum af fólki sem býr við kröpp kjör og segir ljóst að erfiðir tímar séu fram undan hjá mörgum. Hann langaði til að leggja sitt af mörkum og stóð fyrir góðgerða-spinning í World Class allan síðasta mánuð. Birgir hóf söfnunina á hundrað þúsund króna framlagi og jöfnuðu eigendur World Class þá upphæð. Flutningsfyrirtækið Nesfrakt bætti sömu upphæð við og safnaðist auk þess dágóð upphæð í bauka í spinningtímum hjá Birgi. Upphæðin hljóðar nú upp á í kringum fjögur hundruð þúsund krónur og mun Birgir í samvinnu við Sr. Guðrún Karlsdóttur, sóknarprest í Grafarvogskirkju, koma fénu í hendurnar á fátækum barnafjölskyldum á Íslandi sem hver um sig fær 30-50 þúsund krónur fyrir jólin.Ostasalat BirgisBirgir stóð fyrir góðgerða-spinningtímum og safnaði um fjögur hundruð þúsund krónum sem renna til fátækra barnafjölskyldna fyrir jólin.1 piparostur1 mexíkóostur1 mjúkur hvítlauksostur1 paprika (eftir smekk)1 dós sýrður rjómi1dl majonesvínber (eftir smekk)púrrulaukur (valkvætt)2 pakkar af Tuc Orginal kexi Skerið ostana niður í litla bita og blandið þeim saman við rjómann og majónesið. Skerið paprikuna, vínberin og púrrulaukinn niður og hrærið vel saman. Best er að gera salatið daginn fyrir neyslu.
Salat Uppskriftir Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið