Þjóðkjörin prúðmenni Guðmundur Andri Thorsson skrifar 8. nóvember 2010 06:00 Hátíðlegt … Fallegt … Mikil stemmning … Þannig eru orðin sem maður hefur séð um Þjóðfundinn þar sem valdir fulltrúar settu saman nokkur leiðarljós handa komandi stjórnlagaþingi. Og hátíðlegt hefur þetta verið: fólk hefur klætt sig í betri fötin og vandað orð sitt og æði því að nú var það að sinna trúnaðarstörfum fyrir þjóðina sína. Þarna - en einkum þó á komandi Stjórnlagaþingi - eiga loksins við orð Jónasar Hallgrímssonar í kvæðinu um Alþing hið nýja: „snarorðir snillingar / að stefnu sitja; / þjóðkjörin prúðmenni / þingsteinum á." Ekkert orðagjálfurÁ Alþingi okkar daga situr upp til hópa fólk sem hvorki er þjóðkjörið né prúðmenni. Þar eiga betur við línur Jónasar úr öðru kvæði um sömu stofnun: „Naha, naha! / Báglega tókst með alþing enn, / naha naha naha! / Þar eru tómir dauðir menn. /Naha naha nah!"Sumsé: snarorðir snillingar - eða þannig. Sumt er kannski dálítið skringilega orðað, eins og þegar talað er um að stjórnarskráin „ávarpi" þjóðina, hvar sem það nú þýðir, og svo er þarna vondur kveðskapur eins og ævinlega þykir tilhlýðilegt að hafa í frammi þegar Íslendingar koma saman. Svo má gera athugasemdir við þær hugmyndir að efla skuli vald forseta - og varaforseta - erum við ekki öll búin að fá okkur fullsödd af dyntóttum valdamönnum?En því fer fjarri að hér sé á ferðinni meinlítið orðagjálfur eins og sumir kynnu að hafa búist við: almennt er þetta býsna afdráttarlaust og jafnvel til þess fallið að breyta íslensku þjóðfélagi, nái það fram að ganga. Þannig segir til dæmis að landið skuli verða eitt kjördæmi með jöfnum atkvæðisrétti. Það er mjög róttæk hugmynd. Við sitjum uppi með fjölmargt fólk á alþingi sem kosið er af tiltölulega litlum og einsleitum hópi og lítur á sig sem hagsmunagæslumenn þess hóps fremur en fulltrúa þjóðarinnar. Það er mörg stórframkvæmdin sem knúin hefur verið í gegn af slíkum ráðamönnum án þess að hirt hafi verið um þjóðarhag eða náttúruvernd.Sumir þingmenn virðast ekki einu sinni sjálfir bera virðingu fyrir þeirri stofnun sem þeir eru kosnir til og eru uppteknari af aularæðumennsku af því tagi sem tíðkast í framhaldsskólum þar sem ungir piltar æfa sig markvisst og þrotlaust í að rífast um tittlingaskít og gera sér upp heitar skoðanir á málefnum sem þeim er hundsama um: æfa sig með öðrum orðum í að villa á sér heimildir í ræðustól - skrökva. Ágætt veganestiÞjóðfundurinn kemur með ýmislegt ágætt veganesti: til dæmis að náttúra og auðlindir Íslands sé óframseljanleg þjóðareign sem nýta beri á sjálfbæran hátt - það er stórmál; landið eigi að vera herlaust og vinna að friði; að sérfræðiþekking skuli nýtt við ákvarðanatöku fyrir opnum tjöldum … Vera má að þetta séu sjálfsagðir hlutir, en við skulum hafa í huga að hefði verið starfað í anda þessara hugmynda á sínum tíma hefði ekki verið staðið að einkavæðingu bankanna eins og gert var, Ísland ekki gert samsekt í innrásinni í Írak, ekki verið farið út í hundrað prósent húsnæðislán, svo að bara þrjár af heimskulegustu og afdrifaríkustu athöfnum ríkisstjórna Davíðs og Halldórs séu nefndar.Það er ástæða til að binda vonir við komandi Stjórnlagaþing. Í fyrsta lagi munu þar sitja þjóðkjörnir fulltrúar, en því er ekki að heilsa með alþingi eins og málum er háttað núna. Það fólk sem þar mun sitja hefur því raunverulegt lýðræðislegt umboð. Í öðru lagi hefur margt - hroðalega margt - hæft og gott fólk gefið kost á sér; maður mun eiga í mesta basli með að velja úr þessum fríða flokki. Heyrst hefur að þjóðþekktir einstaklingar hafi þarna of mikið forskot og má vera að það sé rétt, en vandséð er hvernig bætt verði úr því. Frægðin kann hins vegar að vera beggja handa járn. Þarna kunna að vera einstaklingar sem eru duglegir að hafa sig í frammi án þess að almenn ástsæld fylgi athyglinni en þessu tvennu er stundum ruglað saman. Aðrir hafa getið sér gott orð vegna starfa sinna, skrifa sinna, hugmynda sinna og atorku: er það ekki allt í lagi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun
Hátíðlegt … Fallegt … Mikil stemmning … Þannig eru orðin sem maður hefur séð um Þjóðfundinn þar sem valdir fulltrúar settu saman nokkur leiðarljós handa komandi stjórnlagaþingi. Og hátíðlegt hefur þetta verið: fólk hefur klætt sig í betri fötin og vandað orð sitt og æði því að nú var það að sinna trúnaðarstörfum fyrir þjóðina sína. Þarna - en einkum þó á komandi Stjórnlagaþingi - eiga loksins við orð Jónasar Hallgrímssonar í kvæðinu um Alþing hið nýja: „snarorðir snillingar / að stefnu sitja; / þjóðkjörin prúðmenni / þingsteinum á." Ekkert orðagjálfurÁ Alþingi okkar daga situr upp til hópa fólk sem hvorki er þjóðkjörið né prúðmenni. Þar eiga betur við línur Jónasar úr öðru kvæði um sömu stofnun: „Naha, naha! / Báglega tókst með alþing enn, / naha naha naha! / Þar eru tómir dauðir menn. /Naha naha nah!"Sumsé: snarorðir snillingar - eða þannig. Sumt er kannski dálítið skringilega orðað, eins og þegar talað er um að stjórnarskráin „ávarpi" þjóðina, hvar sem það nú þýðir, og svo er þarna vondur kveðskapur eins og ævinlega þykir tilhlýðilegt að hafa í frammi þegar Íslendingar koma saman. Svo má gera athugasemdir við þær hugmyndir að efla skuli vald forseta - og varaforseta - erum við ekki öll búin að fá okkur fullsödd af dyntóttum valdamönnum?En því fer fjarri að hér sé á ferðinni meinlítið orðagjálfur eins og sumir kynnu að hafa búist við: almennt er þetta býsna afdráttarlaust og jafnvel til þess fallið að breyta íslensku þjóðfélagi, nái það fram að ganga. Þannig segir til dæmis að landið skuli verða eitt kjördæmi með jöfnum atkvæðisrétti. Það er mjög róttæk hugmynd. Við sitjum uppi með fjölmargt fólk á alþingi sem kosið er af tiltölulega litlum og einsleitum hópi og lítur á sig sem hagsmunagæslumenn þess hóps fremur en fulltrúa þjóðarinnar. Það er mörg stórframkvæmdin sem knúin hefur verið í gegn af slíkum ráðamönnum án þess að hirt hafi verið um þjóðarhag eða náttúruvernd.Sumir þingmenn virðast ekki einu sinni sjálfir bera virðingu fyrir þeirri stofnun sem þeir eru kosnir til og eru uppteknari af aularæðumennsku af því tagi sem tíðkast í framhaldsskólum þar sem ungir piltar æfa sig markvisst og þrotlaust í að rífast um tittlingaskít og gera sér upp heitar skoðanir á málefnum sem þeim er hundsama um: æfa sig með öðrum orðum í að villa á sér heimildir í ræðustól - skrökva. Ágætt veganestiÞjóðfundurinn kemur með ýmislegt ágætt veganesti: til dæmis að náttúra og auðlindir Íslands sé óframseljanleg þjóðareign sem nýta beri á sjálfbæran hátt - það er stórmál; landið eigi að vera herlaust og vinna að friði; að sérfræðiþekking skuli nýtt við ákvarðanatöku fyrir opnum tjöldum … Vera má að þetta séu sjálfsagðir hlutir, en við skulum hafa í huga að hefði verið starfað í anda þessara hugmynda á sínum tíma hefði ekki verið staðið að einkavæðingu bankanna eins og gert var, Ísland ekki gert samsekt í innrásinni í Írak, ekki verið farið út í hundrað prósent húsnæðislán, svo að bara þrjár af heimskulegustu og afdrifaríkustu athöfnum ríkisstjórna Davíðs og Halldórs séu nefndar.Það er ástæða til að binda vonir við komandi Stjórnlagaþing. Í fyrsta lagi munu þar sitja þjóðkjörnir fulltrúar, en því er ekki að heilsa með alþingi eins og málum er háttað núna. Það fólk sem þar mun sitja hefur því raunverulegt lýðræðislegt umboð. Í öðru lagi hefur margt - hroðalega margt - hæft og gott fólk gefið kost á sér; maður mun eiga í mesta basli með að velja úr þessum fríða flokki. Heyrst hefur að þjóðþekktir einstaklingar hafi þarna of mikið forskot og má vera að það sé rétt, en vandséð er hvernig bætt verði úr því. Frægðin kann hins vegar að vera beggja handa járn. Þarna kunna að vera einstaklingar sem eru duglegir að hafa sig í frammi án þess að almenn ástsæld fylgi athyglinni en þessu tvennu er stundum ruglað saman. Aðrir hafa getið sér gott orð vegna starfa sinna, skrifa sinna, hugmynda sinna og atorku: er það ekki allt í lagi?
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun