Íslensk stjórnsýsla og fangaflugið Sverrir Jakobsson skrifar 14. desember 2010 06:00 Baráttan fyrir frjálsu upplýsingasamfélagi hefur undanfarnar vikur færst inn á nýtt svið þar sem vefsíðan Wikileaks hefur birt leyniskjöl ættuð frá utanríkisþjónustu Bandaríkjanna. Fjölmiðlar víða um lönd hafa gripið fegins hendi tækifæri til að rýna í upplýsingar sem almennt er haldið leyndum fyrir almenningi. Á hinn bóginn hafa bandarísk stjórnvöld gripið til aðgerða til að kæfa þessa frjálsu upplýsingamiðlun og notið þar liðsinnis ýmissa bandamanna. Meðal þeirra eru íslenskt kreditkortafyrirtæki en mjög óvænt er að sjá þau í þessu pólitíska hlutverki. Í sjálfu sér ber að fagna að leynd og pukri skuli aflétt af gögnum bandaríska utanríkisráðuneytisins. Birting þeirra staðfestir enda margt sem gagnrýnendur bandarískrar utanríkisstefnu hafa sagt á undanförnum árum. Skjölin staðfesta verstu hryllingssögur sem birst hafa af framferði Bandaríkjahers í Írak og Afganistan og má eflaust vænta frekari fregna af þeim hernaði á næstu vikum. Margt annað flýtur svo með sem taka verður með fyrirvara; oft eru gögnin ekki heimild um annað en heimsmynd bandarískra stjórnarerindreka sem getur verið bjöguð á köflum. Flest þau gögn sem birst hafa og varða Ísland eru hálfgert léttmæti og heimildargildi þeirra misjafnt. Það hefur t.d. ekkert sérstakt gildi að lesa afbakaðar lýsingar bandarísks erindreka á grein Vals Ingimundarsonar í Skírni 2006 þegar hver sem er getur lesið greinina sjálfa til að sannrýna hvað í henni stendur. Lýsingar skjalanna á íslenskum stjórnmálamönnum geta vissulega verið forvitnilegar en segja okkur þó fátt nýtt um íslenska pólitík. Á hinn bóginn má greina alvarlegri tíðindi á grundvelli þessa gagna og snúa þau að íslenskri utanríkisþjónustu. Ef marka má hin birtu gögn hafa starfsmenn hennar verið opinskáir og fullir trúnaðartrausts í samtölum við bandaríska sendimenn. Öðru máli gegnir um afstöðu þeirra til almennings á Íslandi. Þannig er haft eftir íslenskum starfsmanni utanríkisþjónustunnar að þar á bæ hafi verið reynt að hylma yfir því sem gerðist í Kabúl 2004 þegar ráðist var á íslenska „friðargæsluliða" í verslunarleiðangri með þeim afleiðingum að ung kona og barn létu lífið. Enn skuggalegri var framganga utanríkisráðuneytisins í tengslum við hið illræmda fangaflug. Saga þess máls er í stuttu máli sú að árið 2005 vaknaði grunur um að bandarískar vélar sem flugu með fanga til að pynta í öðrum löndum hefur farið um íslenska lofthelgi og að slíkar vélar hefðu ítrekað lent á Keflavíkurflugvelli á árunum 2001-2005. Íslenskir fjölmiðlar fluttu fréttir af þessu en fengu lítil svör frá íslenskum stjórnvöldum. Núna er komið í ljóst hvað ríkisstjórn Íslands aðhafðist í málinu. Geir H. Haarde hringdi í Condoleezu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og fékk að eigin mati „fullnægjandi svör". Í Wikileaks-gögnum kemur þó einnig fram að sendiherra Íslands í Washington hafi mótmælt ófullnægjandi útskýringum Bandaríkjamanna á fangaflugi CIA í íslenskri landhelgi. Sumarið 2007 birtist svo skýrsla svissneska þingmannsins Dick Marty sem staðfesti aðkomu Íslands að fangafluginu. Þá lofaði utanríkisráðherra að málið yrði rannsakað. En í hinum leknu gögnum hafa bandarískir sendimenn eftir nafngreindum starfsmanni íslensku utanríkisþjónustunnar að rannsóknin hafi verið sýndarmennska og tilgangur hennar að þæfa málið og verjast óþægilegum spurningum stjórnarandstöðunnar. Vinna starfshópsins virðist ekki hafa snúist um rannsókn á hugsanlegum mannréttindabrotum eða hvort fangar væru fluttir til landa þar sem fyrirhugað væri að pynta þá, heldur íslenska pólitík. Íslensk stjórnvöld ætluðu sér aldrei að upplýsa þjóðina um fangaflugið heldur reyndu þau að leyna því hvernig þau hefðu gengið erinda erlends stórveldis í því máli. Svona voru vinnubrögðin 2007 en nú á tímum gagnsæis og opinnar stjórnsýslu er stjórnvöldum ekki stætt á því að láta þessi mál liggja lengur í þagnargildi. Íslenska þjóðin hlýtur að eiga kröfu um að geta treyst eigin utanríkisþjónustu. Þess vegna verða stjórnvöld nú að bregðast við Wikileaks-lekanum á þann eina hátt sem er verjandi í lýðræðisríki. Það þarf að stofna óháða rannsóknarnefnd um fangaflugið sem tekur á öllum þáttum málsins, þar á meðal tilraunum fyrri ríkisstjórna til yfirhylmingar. Jafnframt þyrfti að rannsaka starfshætti utanríkisþjónustunnar í fleiri málum, t.d. þætti Íslands í stríðsrektri NATO í Afghanistan. Það er löngu tímabært að embættismenn utanríkisþjónustunnar átti sig á því að trúnaður þeirra er við íslensku þjóðina, en ekki við stóra bróður í vestri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Sverrir Jakobsson Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun
Baráttan fyrir frjálsu upplýsingasamfélagi hefur undanfarnar vikur færst inn á nýtt svið þar sem vefsíðan Wikileaks hefur birt leyniskjöl ættuð frá utanríkisþjónustu Bandaríkjanna. Fjölmiðlar víða um lönd hafa gripið fegins hendi tækifæri til að rýna í upplýsingar sem almennt er haldið leyndum fyrir almenningi. Á hinn bóginn hafa bandarísk stjórnvöld gripið til aðgerða til að kæfa þessa frjálsu upplýsingamiðlun og notið þar liðsinnis ýmissa bandamanna. Meðal þeirra eru íslenskt kreditkortafyrirtæki en mjög óvænt er að sjá þau í þessu pólitíska hlutverki. Í sjálfu sér ber að fagna að leynd og pukri skuli aflétt af gögnum bandaríska utanríkisráðuneytisins. Birting þeirra staðfestir enda margt sem gagnrýnendur bandarískrar utanríkisstefnu hafa sagt á undanförnum árum. Skjölin staðfesta verstu hryllingssögur sem birst hafa af framferði Bandaríkjahers í Írak og Afganistan og má eflaust vænta frekari fregna af þeim hernaði á næstu vikum. Margt annað flýtur svo með sem taka verður með fyrirvara; oft eru gögnin ekki heimild um annað en heimsmynd bandarískra stjórnarerindreka sem getur verið bjöguð á köflum. Flest þau gögn sem birst hafa og varða Ísland eru hálfgert léttmæti og heimildargildi þeirra misjafnt. Það hefur t.d. ekkert sérstakt gildi að lesa afbakaðar lýsingar bandarísks erindreka á grein Vals Ingimundarsonar í Skírni 2006 þegar hver sem er getur lesið greinina sjálfa til að sannrýna hvað í henni stendur. Lýsingar skjalanna á íslenskum stjórnmálamönnum geta vissulega verið forvitnilegar en segja okkur þó fátt nýtt um íslenska pólitík. Á hinn bóginn má greina alvarlegri tíðindi á grundvelli þessa gagna og snúa þau að íslenskri utanríkisþjónustu. Ef marka má hin birtu gögn hafa starfsmenn hennar verið opinskáir og fullir trúnaðartrausts í samtölum við bandaríska sendimenn. Öðru máli gegnir um afstöðu þeirra til almennings á Íslandi. Þannig er haft eftir íslenskum starfsmanni utanríkisþjónustunnar að þar á bæ hafi verið reynt að hylma yfir því sem gerðist í Kabúl 2004 þegar ráðist var á íslenska „friðargæsluliða" í verslunarleiðangri með þeim afleiðingum að ung kona og barn létu lífið. Enn skuggalegri var framganga utanríkisráðuneytisins í tengslum við hið illræmda fangaflug. Saga þess máls er í stuttu máli sú að árið 2005 vaknaði grunur um að bandarískar vélar sem flugu með fanga til að pynta í öðrum löndum hefur farið um íslenska lofthelgi og að slíkar vélar hefðu ítrekað lent á Keflavíkurflugvelli á árunum 2001-2005. Íslenskir fjölmiðlar fluttu fréttir af þessu en fengu lítil svör frá íslenskum stjórnvöldum. Núna er komið í ljóst hvað ríkisstjórn Íslands aðhafðist í málinu. Geir H. Haarde hringdi í Condoleezu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og fékk að eigin mati „fullnægjandi svör". Í Wikileaks-gögnum kemur þó einnig fram að sendiherra Íslands í Washington hafi mótmælt ófullnægjandi útskýringum Bandaríkjamanna á fangaflugi CIA í íslenskri landhelgi. Sumarið 2007 birtist svo skýrsla svissneska þingmannsins Dick Marty sem staðfesti aðkomu Íslands að fangafluginu. Þá lofaði utanríkisráðherra að málið yrði rannsakað. En í hinum leknu gögnum hafa bandarískir sendimenn eftir nafngreindum starfsmanni íslensku utanríkisþjónustunnar að rannsóknin hafi verið sýndarmennska og tilgangur hennar að þæfa málið og verjast óþægilegum spurningum stjórnarandstöðunnar. Vinna starfshópsins virðist ekki hafa snúist um rannsókn á hugsanlegum mannréttindabrotum eða hvort fangar væru fluttir til landa þar sem fyrirhugað væri að pynta þá, heldur íslenska pólitík. Íslensk stjórnvöld ætluðu sér aldrei að upplýsa þjóðina um fangaflugið heldur reyndu þau að leyna því hvernig þau hefðu gengið erinda erlends stórveldis í því máli. Svona voru vinnubrögðin 2007 en nú á tímum gagnsæis og opinnar stjórnsýslu er stjórnvöldum ekki stætt á því að láta þessi mál liggja lengur í þagnargildi. Íslenska þjóðin hlýtur að eiga kröfu um að geta treyst eigin utanríkisþjónustu. Þess vegna verða stjórnvöld nú að bregðast við Wikileaks-lekanum á þann eina hátt sem er verjandi í lýðræðisríki. Það þarf að stofna óháða rannsóknarnefnd um fangaflugið sem tekur á öllum þáttum málsins, þar á meðal tilraunum fyrri ríkisstjórna til yfirhylmingar. Jafnframt þyrfti að rannsaka starfshætti utanríkisþjónustunnar í fleiri málum, t.d. þætti Íslands í stríðsrektri NATO í Afghanistan. Það er löngu tímabært að embættismenn utanríkisþjónustunnar átti sig á því að trúnaður þeirra er við íslensku þjóðina, en ekki við stóra bróður í vestri.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun