Tvílitur súkkulaðibúðingur 18. september 2010 17:01 Tvílitur súkkulaðibúðingur með hindberjasósu. Myndir/Anton Brink Nanna Rögnvaldsdóttir matgæðingur sýnir hér uppskrift að tvílitum súkkulaðibúðing fyrir átta til tíu manns. Hvíti búðingurinn:2 matarlímsblöð100 g hvítt súkkulaði250 ml rjómi3 egg100 g sykur½ tsk. vanilluessensDökki búðingurinn2 matarlímsblöð125 g dökkt súkkulaði250 ml rjómi3 egg100 g sykurörlítið salt Hvíti búðingurinn: Leggðu matarlímið í bleyti í köldu vatni. Brjóttu hvíta súkkulaðið í bita og settu það í pott með 100 ml af rjóma. Hitaðu gætilega, hrærðu stöðugt og taktu pottinn af hitanum um leið og súkkulaðið er bráðið. Kreistu vatnið af matarlímsblöðum og hrærðu saman við. Þeyttu egg, sykur og vanilluessens mjög vel og hrærðu súkkulaðiblöndunni saman við. Þeyttu rjómann og blandaðu honum gætilega saman við. Láttu búðinginn standa þar til hann er aðeins að byrja að þykkna. Dökki búðingurinn: Farðu alveg eins að og við hvíta búðinginn. Búðingurinn heill. Hafðu tilbúna skál og skiptu henni sundur með einhvers konar skilrúmi - tilklipptu spjaldi úr stífum pappa ef þú vilt hafa skörp litaskil en ef þú vilt láta búðingana blandast má nota hvað sem er (ég notaði gluggaumslag frá bankanum mínum). Helltu hvorri búðingsblöndu sínum megin við skilrúmið og gættu þess að búðingurinn nái jafnhátt upp báðum megin. Notaðu svo prjón til að teikna mynstur á yfirborðið.Hindberjasósa (má sleppa)125 g hindber, frosin2 kúfaðar msk. hindberjasulta1 msk. ljóst síróp Allt sett í pott og hitað. Hrærið öðru hverju þar til berin eru farin að maukast. Þá er sósan látin kólna. Búðingur Eftirréttir Uppskriftir Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira
Nanna Rögnvaldsdóttir matgæðingur sýnir hér uppskrift að tvílitum súkkulaðibúðing fyrir átta til tíu manns. Hvíti búðingurinn:2 matarlímsblöð100 g hvítt súkkulaði250 ml rjómi3 egg100 g sykur½ tsk. vanilluessensDökki búðingurinn2 matarlímsblöð125 g dökkt súkkulaði250 ml rjómi3 egg100 g sykurörlítið salt Hvíti búðingurinn: Leggðu matarlímið í bleyti í köldu vatni. Brjóttu hvíta súkkulaðið í bita og settu það í pott með 100 ml af rjóma. Hitaðu gætilega, hrærðu stöðugt og taktu pottinn af hitanum um leið og súkkulaðið er bráðið. Kreistu vatnið af matarlímsblöðum og hrærðu saman við. Þeyttu egg, sykur og vanilluessens mjög vel og hrærðu súkkulaðiblöndunni saman við. Þeyttu rjómann og blandaðu honum gætilega saman við. Láttu búðinginn standa þar til hann er aðeins að byrja að þykkna. Dökki búðingurinn: Farðu alveg eins að og við hvíta búðinginn. Búðingurinn heill. Hafðu tilbúna skál og skiptu henni sundur með einhvers konar skilrúmi - tilklipptu spjaldi úr stífum pappa ef þú vilt hafa skörp litaskil en ef þú vilt láta búðingana blandast má nota hvað sem er (ég notaði gluggaumslag frá bankanum mínum). Helltu hvorri búðingsblöndu sínum megin við skilrúmið og gættu þess að búðingurinn nái jafnhátt upp báðum megin. Notaðu svo prjón til að teikna mynstur á yfirborðið.Hindberjasósa (má sleppa)125 g hindber, frosin2 kúfaðar msk. hindberjasulta1 msk. ljóst síróp Allt sett í pott og hitað. Hrærið öðru hverju þar til berin eru farin að maukast. Þá er sósan látin kólna.
Búðingur Eftirréttir Uppskriftir Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira