Steinunn Stefánsdóttir: Prestastefna móast við Steinunn Stefánsdóttir skrifar 30. apríl 2010 06:00 Góðar fréttir bárust í gær þess efnis að 91 prestur og guðfræðingur hefðu lagt tillögu fyrir prestastefnu um að giftingar samkynhneigðra yrðu leyfðar innan þjóðkirkjunnar. Verri fréttir bárust svo síðar um daginn; tillagan var ekki samþykkt heldur önnur sem vísar umfjöllun um málið til biskups og kenninganefndar, tillögu hinna framsýnu presta og guðfræðinga og tillögu séra Geirs Waage þess efnis að Alþingi létti af prestum Þjóðkirkjunnar umboði til þess að vera vígslumenn í skilningi hjúskaparlaga. Íslendingar eru stoltir af að hér ríkir almennt frjálslegt viðhorf til kynhneigðar. Það er í takt við þennan frjálslynda anda að Ísland skipi sér í hóp þjóða og ríkja sem samþykkt hafa ein hjúskaparlög fyrir alla. Frumvarp þess efnis hefur þegar verið lagt fram á Alþingi enda kveður á um það í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að lögfest verði ein hjúskaparlög sem gildi fyrir alla. Tillaga hinna fjölmörgu presta og guðfræðinga sem fyrir prestastefnunni lá í gær var líka í þessum anda. Það væri á sama hátt í anda þessarar frjálslyndu hugsunar að íslenska Þjóðkirkjan fagnaði þessari lagasetningu. Það er stjórnarskrárvarinn réttur að allir séu jafnir fyrir lögum og njóti mannréttinda. Hlutverk Þjóðkirkju hlýtur að vera að taka fullt mið af þessum stjórnarskrárvarða rétti og taka á móti öllum þegnum landsins og bjóða þá velkomna til að þiggja þjónustu hennar og blessun. Litið er á hjónabandið sem eina af mikilvægustu grunneiningum samfélagsins. Það hefur ekki breyst þó að fjölskyldur séu nú á dögum mun fjölbreytilegri en áður tíðkaðist. Hjón eiga iðulega ekki öll börn sín saman og stundum engin börn, eða engin börn saman en mörg hvort í sínu lagi. Það sama á við um samkynhneigð pör. Samfélagslega er þannig enginn munur á hjónabandi karls og konu og staðfestri samvist samkynhneigðs pars. Það er því löngu tímabært að Þjóðkirkja Íslendinga svari því kalli tímans að líta sömu augum á hjónabandið hvort heldur að til þess er stofnað af tveimur einstaklingum hvort af sínu kyni eða af sama kyni. Ef kirkjunnar menn treysta sér hins vegar ekki til að ganga alla leið í því að tryggja samkynhneigðum sömu mannréttindi og gagnkynhneigðum má skoða það að skilja að stofnun hjónabandsins fyrir lögum annars vegar og blessun þess í kirkjunni hins vegar, eins og tillaga Geirs Waage gengur út á og tíðkast í mörgum löndum, sérstaklega kaþólskum. Það leysir hins vegar ekki Þjóðkirkjuna frá því að taka á móti öllum börnum sínum, samkynhneigðum jafnt sem gagnkynhneigðum, og veita þeim sambærilega blessun. Geir Waage segir í frétt í blaðinu í dag að prestar Þjóðkirkjunnar muni vissulega fara að lögum, komi til þess að ein hjúskaparlög gildi um alla. Það er þó ekki nóg því Þjóðkirkjan verður að fara að lögunum af heilum hug og sannfæringu. Annars er hún ekki sú kirkja þjóðarinnar sem Þjóðkirkja verður að vera, kirkja fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun
Góðar fréttir bárust í gær þess efnis að 91 prestur og guðfræðingur hefðu lagt tillögu fyrir prestastefnu um að giftingar samkynhneigðra yrðu leyfðar innan þjóðkirkjunnar. Verri fréttir bárust svo síðar um daginn; tillagan var ekki samþykkt heldur önnur sem vísar umfjöllun um málið til biskups og kenninganefndar, tillögu hinna framsýnu presta og guðfræðinga og tillögu séra Geirs Waage þess efnis að Alþingi létti af prestum Þjóðkirkjunnar umboði til þess að vera vígslumenn í skilningi hjúskaparlaga. Íslendingar eru stoltir af að hér ríkir almennt frjálslegt viðhorf til kynhneigðar. Það er í takt við þennan frjálslynda anda að Ísland skipi sér í hóp þjóða og ríkja sem samþykkt hafa ein hjúskaparlög fyrir alla. Frumvarp þess efnis hefur þegar verið lagt fram á Alþingi enda kveður á um það í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að lögfest verði ein hjúskaparlög sem gildi fyrir alla. Tillaga hinna fjölmörgu presta og guðfræðinga sem fyrir prestastefnunni lá í gær var líka í þessum anda. Það væri á sama hátt í anda þessarar frjálslyndu hugsunar að íslenska Þjóðkirkjan fagnaði þessari lagasetningu. Það er stjórnarskrárvarinn réttur að allir séu jafnir fyrir lögum og njóti mannréttinda. Hlutverk Þjóðkirkju hlýtur að vera að taka fullt mið af þessum stjórnarskrárvarða rétti og taka á móti öllum þegnum landsins og bjóða þá velkomna til að þiggja þjónustu hennar og blessun. Litið er á hjónabandið sem eina af mikilvægustu grunneiningum samfélagsins. Það hefur ekki breyst þó að fjölskyldur séu nú á dögum mun fjölbreytilegri en áður tíðkaðist. Hjón eiga iðulega ekki öll börn sín saman og stundum engin börn, eða engin börn saman en mörg hvort í sínu lagi. Það sama á við um samkynhneigð pör. Samfélagslega er þannig enginn munur á hjónabandi karls og konu og staðfestri samvist samkynhneigðs pars. Það er því löngu tímabært að Þjóðkirkja Íslendinga svari því kalli tímans að líta sömu augum á hjónabandið hvort heldur að til þess er stofnað af tveimur einstaklingum hvort af sínu kyni eða af sama kyni. Ef kirkjunnar menn treysta sér hins vegar ekki til að ganga alla leið í því að tryggja samkynhneigðum sömu mannréttindi og gagnkynhneigðum má skoða það að skilja að stofnun hjónabandsins fyrir lögum annars vegar og blessun þess í kirkjunni hins vegar, eins og tillaga Geirs Waage gengur út á og tíðkast í mörgum löndum, sérstaklega kaþólskum. Það leysir hins vegar ekki Þjóðkirkjuna frá því að taka á móti öllum börnum sínum, samkynhneigðum jafnt sem gagnkynhneigðum, og veita þeim sambærilega blessun. Geir Waage segir í frétt í blaðinu í dag að prestar Þjóðkirkjunnar muni vissulega fara að lögum, komi til þess að ein hjúskaparlög gildi um alla. Það er þó ekki nóg því Þjóðkirkjan verður að fara að lögunum af heilum hug og sannfæringu. Annars er hún ekki sú kirkja þjóðarinnar sem Þjóðkirkja verður að vera, kirkja fyrir alla.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun