Vitringurinn með gjafakortið Sif Sigmarsdóttir skrifar 22. desember 2010 06:15 Á morgun er Þorláksmessa. Margir eiga sér tiltekna hefð þennan dag. Sumar fjölskyldur koma saman til að borða skötu, aðrar njóta samverustundar við að skreyta jólatréð. Enn aðrar hafa í heiðri gamlan sið sem á mörgum heimilum er talinn ómissandi hluti af jólahátíðinni; að hringsóla um miðbæ Reykjavíkur í leit að bílastæði. Eftir áralanga þjálfun hef ég uppgötvað hvernig á að verða sér úti um stæði í bænum síðasta verslunardag fyrir jól. Galdurinn er að svipast um eftir þreytulegum gangandi vegfaranda klyfjuðum pokum og fylgja honum eftir eins og vitringarnir fylgdu Betlehemstjörnunni forðum. Rétt eins og stjarnan leiddi vitringana að bílastæði þess tíma mun vegfarandinn á endanum leiða mann að bílnum sínum sem hann bakkar út, og „voila": Stæði. Ef aðeins framhald bæjarferðarinnar væri jafnauðvelt og gull, reykelsi og myrra. Algeng hliðarverkun þess að stunda jaðarsportið „að-bíða-með-gjafakaup-fram-á-Þorláksmessu" er að enda með bunka af gjafakortum í innkaupapokanum. Þeim sem fyrst tókst að pranga gjafakorti upp á andvaralausan viðskiptavin hlýtur að teljast afbragðssölumaður. Hann fékk viðkomandi til að skipta á venjulegum peningum og gjaldmiðli sem er töluvert verðminni vegna þeirra takmarkana sem hann er háður. Þótt tíu mínútum í lokun á Þorláksmessu kunni gjafakort að virðast góð hugmynd er fjöldi ástæðna fyrir því að sneiða hjá þeim: 1) Gjafakort eru eins og peningar með minna notagildi. Peninga er hægt að nota alls staðar. Gjafakortum er hins vegar yfirleitt aðeins hægt að framvísa á útvöldum stöðum. Fylgdi afsláttur gjafakortinu fælist ef til vill sanngirni í skiptunum en sú er sjaldnast raunin. 2) Gjafakort verður að nota fyrir ákveðinn tíma. Venjulegir peningar renna ekki út. 3) Gjafakort felur í sér fyrirhöfn fyrir viðtakanda gjafarinnar. Eins og fólk eigi ekki nóg með að velja jólagjafir handa öðrum. 4) Á gjafakortum verða oft afgangspeningar sem nýtast ekki. 5) Gjafakort eru vaxtalaus. Væru fjármunirnir geymdir í banka myndu þeir ávaxtast. Í staðinn étur verðbólga upp inneignina. 6) Gjafakort ber vott um uppgjöf gefandans. Í kortinu gæti staðið: „Gleðileg jól, ég gefst upp." Sá hefði þótt slappur vitringur sem gaf Jesúbarninu gjafakort í verslunarmiðstöðina í Betlehem í stað gulls, reykelsis og myrru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Sif Sigmarsdóttir Skoðanir Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Á morgun er Þorláksmessa. Margir eiga sér tiltekna hefð þennan dag. Sumar fjölskyldur koma saman til að borða skötu, aðrar njóta samverustundar við að skreyta jólatréð. Enn aðrar hafa í heiðri gamlan sið sem á mörgum heimilum er talinn ómissandi hluti af jólahátíðinni; að hringsóla um miðbæ Reykjavíkur í leit að bílastæði. Eftir áralanga þjálfun hef ég uppgötvað hvernig á að verða sér úti um stæði í bænum síðasta verslunardag fyrir jól. Galdurinn er að svipast um eftir þreytulegum gangandi vegfaranda klyfjuðum pokum og fylgja honum eftir eins og vitringarnir fylgdu Betlehemstjörnunni forðum. Rétt eins og stjarnan leiddi vitringana að bílastæði þess tíma mun vegfarandinn á endanum leiða mann að bílnum sínum sem hann bakkar út, og „voila": Stæði. Ef aðeins framhald bæjarferðarinnar væri jafnauðvelt og gull, reykelsi og myrra. Algeng hliðarverkun þess að stunda jaðarsportið „að-bíða-með-gjafakaup-fram-á-Þorláksmessu" er að enda með bunka af gjafakortum í innkaupapokanum. Þeim sem fyrst tókst að pranga gjafakorti upp á andvaralausan viðskiptavin hlýtur að teljast afbragðssölumaður. Hann fékk viðkomandi til að skipta á venjulegum peningum og gjaldmiðli sem er töluvert verðminni vegna þeirra takmarkana sem hann er háður. Þótt tíu mínútum í lokun á Þorláksmessu kunni gjafakort að virðast góð hugmynd er fjöldi ástæðna fyrir því að sneiða hjá þeim: 1) Gjafakort eru eins og peningar með minna notagildi. Peninga er hægt að nota alls staðar. Gjafakortum er hins vegar yfirleitt aðeins hægt að framvísa á útvöldum stöðum. Fylgdi afsláttur gjafakortinu fælist ef til vill sanngirni í skiptunum en sú er sjaldnast raunin. 2) Gjafakort verður að nota fyrir ákveðinn tíma. Venjulegir peningar renna ekki út. 3) Gjafakort felur í sér fyrirhöfn fyrir viðtakanda gjafarinnar. Eins og fólk eigi ekki nóg með að velja jólagjafir handa öðrum. 4) Á gjafakortum verða oft afgangspeningar sem nýtast ekki. 5) Gjafakort eru vaxtalaus. Væru fjármunirnir geymdir í banka myndu þeir ávaxtast. Í staðinn étur verðbólga upp inneignina. 6) Gjafakort ber vott um uppgjöf gefandans. Í kortinu gæti staðið: „Gleðileg jól, ég gefst upp." Sá hefði þótt slappur vitringur sem gaf Jesúbarninu gjafakort í verslunarmiðstöðina í Betlehem í stað gulls, reykelsis og myrru.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun