Undir Beltisstað Brynhildur Björnsdóttir skrifar 6. ágúst 2010 06:00 Ég er alin upp í götunni Kúrlandi og þegar ég sagði til heimilis sem barn fékk ég alltaf að heyra einhverja skemmtikersknina um leti, notalegheit og afslappelsi. Ég var sjálf mjög lengi að gera tenginguna á milli sagnarinnar að kúra og götunnar minnar þar sem risastórt bílastæðið var afar ákjósanlegt til útileikja og ekkert sérstaklega mikið kúrt, að því er ég vissi. En kannski er þessi bernskureynsla ástæða þess hvað kyndug götunöfn geta skemmt mér konunglega. Álfkonuhvarf er uppáhaldsgötuheitið mitt núna og velti Mururima úr sessi fyrir nokkrum árum, enda féll ég næstum í stafi af gleði þegar ég heyrði fyrst talað um dularfulla Álfkonuhvarfið. Dvergakór er enn eitt lífsgleðjandi götuheiti, að ógleymdri Martröð sem ég held alveg örugglega að sé enn þá til einhvers staðar. Konu sem hefur svona lágan skemmtanaþröskuld er auðvitað endalaust skemmt þegar hún ekur um sveitir landsins. Strjúgsstaðir gleðja, sömuleiðis Nípukot og þá má ekki gleyma Kúskerpi í Skagafirði. Sum bæjarnöfn vekja skefjalausa forvitni um uppruna, til dæmis Kræklingahlíð (hvernig komust þeir þangað?) en önnur segja sig alveg sjálf, eins og Samkomugerði I og II sem hljóta að vera miklir gleðibæir og ekki bara einn heldur tveir greinilega nefndir til að laða fólk að. Svo er líka hægt að skemmta sér í bílaleiknum „Safnaðu skrokknum" þar sem sá vinnur sem kemst næst því að setja saman heilan líkama úr þeim líkamshlutum sem finna má hér og þar um landið. Ýmis bæjarnöfn koma þá að góðum notum, til dæmis Tunga, Hæll, Háls, Enni, Kinn, Hryggur, Botn, Höfði, Öxl og Bringa. Í því samhengi má reyndar benda á að töluverður fjöldi landsmanna býr í botnlanga, nokkrir í túnfæti en færri á útnára. Ég gleymi því seint þegar ég ók framhjá sveitabænum reisulega Beltisstað í Borgarfirði og flissaði alla leiðina norður að möguleikanum á því að búa undir Beltisstað eða neðan við Beltisstað, milli þess sem ég hristi höfuðið yfir því hvernig fólki hefði nokkru sinni dottið svo furðulegt bæjarnafn í hug. Beltisstaðargrínið lifnaði síðan við í hvert sinn sem ég átti leið um, allt þar til innfæddur Borgfirðingur benti mér á að bærinn héti alls ekki Beltisstaður heldur Beitistaðir og grínið snerist við og varð á minn kostnað. Bæjarnafnið Beltisstaður er því laust ef einhver góðhjartaður nýbóndi vill gleðja vegfarendur, ekki síst mig, á ferðum um þjóðveginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Ég er alin upp í götunni Kúrlandi og þegar ég sagði til heimilis sem barn fékk ég alltaf að heyra einhverja skemmtikersknina um leti, notalegheit og afslappelsi. Ég var sjálf mjög lengi að gera tenginguna á milli sagnarinnar að kúra og götunnar minnar þar sem risastórt bílastæðið var afar ákjósanlegt til útileikja og ekkert sérstaklega mikið kúrt, að því er ég vissi. En kannski er þessi bernskureynsla ástæða þess hvað kyndug götunöfn geta skemmt mér konunglega. Álfkonuhvarf er uppáhaldsgötuheitið mitt núna og velti Mururima úr sessi fyrir nokkrum árum, enda féll ég næstum í stafi af gleði þegar ég heyrði fyrst talað um dularfulla Álfkonuhvarfið. Dvergakór er enn eitt lífsgleðjandi götuheiti, að ógleymdri Martröð sem ég held alveg örugglega að sé enn þá til einhvers staðar. Konu sem hefur svona lágan skemmtanaþröskuld er auðvitað endalaust skemmt þegar hún ekur um sveitir landsins. Strjúgsstaðir gleðja, sömuleiðis Nípukot og þá má ekki gleyma Kúskerpi í Skagafirði. Sum bæjarnöfn vekja skefjalausa forvitni um uppruna, til dæmis Kræklingahlíð (hvernig komust þeir þangað?) en önnur segja sig alveg sjálf, eins og Samkomugerði I og II sem hljóta að vera miklir gleðibæir og ekki bara einn heldur tveir greinilega nefndir til að laða fólk að. Svo er líka hægt að skemmta sér í bílaleiknum „Safnaðu skrokknum" þar sem sá vinnur sem kemst næst því að setja saman heilan líkama úr þeim líkamshlutum sem finna má hér og þar um landið. Ýmis bæjarnöfn koma þá að góðum notum, til dæmis Tunga, Hæll, Háls, Enni, Kinn, Hryggur, Botn, Höfði, Öxl og Bringa. Í því samhengi má reyndar benda á að töluverður fjöldi landsmanna býr í botnlanga, nokkrir í túnfæti en færri á útnára. Ég gleymi því seint þegar ég ók framhjá sveitabænum reisulega Beltisstað í Borgarfirði og flissaði alla leiðina norður að möguleikanum á því að búa undir Beltisstað eða neðan við Beltisstað, milli þess sem ég hristi höfuðið yfir því hvernig fólki hefði nokkru sinni dottið svo furðulegt bæjarnafn í hug. Beltisstaðargrínið lifnaði síðan við í hvert sinn sem ég átti leið um, allt þar til innfæddur Borgfirðingur benti mér á að bærinn héti alls ekki Beltisstaður heldur Beitistaðir og grínið snerist við og varð á minn kostnað. Bæjarnafnið Beltisstaður er því laust ef einhver góðhjartaður nýbóndi vill gleðja vegfarendur, ekki síst mig, á ferðum um þjóðveginn.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun