Réttlætið sigrar víst að lokum Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 7. júlí 2010 06:00 Það er frekar neyðarlegt að vera með sterka réttlætiskennd en telja sig sjaldnast í stakk búinn að takast á við þær afleiðingar sem framgangur réttvísinnar og réttlætis hefur í för með sér. Þessi neyðarlega staða síendurtekur sig þó á Íslandi rétt eins og þau skilaboð liggi í loftinu að þjóðin hafi ekki efni á að stjórnast af réttlætiskennd. Fyrsta dæmið sem ég sá um þessa háttsemi var reyndar afar saklaust. Ég var á Laugardalsvellinum að horfa á landsleik þegar Eiður Smári Guðjohnsen braut harkalega af sér. Dómarinn beið ekki boðanna og rauk að kappanum harðákveðinn meðan hann teygði sig í brjóstvasann eftir gula spjaldinu, en þá versnaði í því. Mundi hann allt í einu að Eiður hafði fengið gult spjald áður og yrði því að fara í sturtu ef hann liti það í annað sinn. „Það er nú ekki hægt að reka besta landsliðsmann Íslands út af," hefur hann örugglega hugsað með sér. „Þetta er á þeirra heimavelli og þeir gera í buxurnar ef þeir missa kappann út af. Þar að auki eru örugglega komnir fjölmargir áhorfendur alla leið frá Bíldudal til að horfa á hann." Hann stakk því gula spjaldinu aftur í vasann og leit til Eiðs alveg eyðilagður. Eftir hrun tók þetta á sig alvarlegri mynd enda voru stórtækir kaupsýslumenn búnir að keyra fyrirtæki sín í þrot og koma þjóðinni í stórvandræði með ofurskuldum. Réttlætiskenndin hefur eflaust sagt ráðamönnum að réttast væri að ganga að þeim eins og öllum öðrum óreiðumönnum. Þeir töldu það þó of dýrkeypt fyrir íslenskt efnahagslíf. Rauða spjaldinu var því stungið niður í brjóstvasann svo ég noti nú líkingarmálið úr Laugardalnum. Nú hefur Hæstiréttur dæmt gengislánin ólögleg. Yfirvöld segja þjóðina þó ekki hafa efni á því að taka á þeim eins og hverri annarri lögleysu. Réttvísin kostar sitt rétt eins og réttlætið. Þrátt fyrir þetta er ég samt svo róman-tískur að trúa því að réttlætið sigri að lokum. Til eru nefnilega reikningsskil sem enginn kemst hjá. Þjóðskáldið okkar Páll Ólafsson lýsir þeim af mikilli snilld í eftirfarandi stöku: Illa fenginn auðinn þinn,/ áður en lýkur nösum,/ aftur tínir andskotinn/ upp úr þínum vösum. Eflaust finna margir hugarhægð í því að réttlætið sé í alvörunni til. Það er þó sorglegra að það ber að þakka djöflinum en ekki yfirvaldinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun
Það er frekar neyðarlegt að vera með sterka réttlætiskennd en telja sig sjaldnast í stakk búinn að takast á við þær afleiðingar sem framgangur réttvísinnar og réttlætis hefur í för með sér. Þessi neyðarlega staða síendurtekur sig þó á Íslandi rétt eins og þau skilaboð liggi í loftinu að þjóðin hafi ekki efni á að stjórnast af réttlætiskennd. Fyrsta dæmið sem ég sá um þessa háttsemi var reyndar afar saklaust. Ég var á Laugardalsvellinum að horfa á landsleik þegar Eiður Smári Guðjohnsen braut harkalega af sér. Dómarinn beið ekki boðanna og rauk að kappanum harðákveðinn meðan hann teygði sig í brjóstvasann eftir gula spjaldinu, en þá versnaði í því. Mundi hann allt í einu að Eiður hafði fengið gult spjald áður og yrði því að fara í sturtu ef hann liti það í annað sinn. „Það er nú ekki hægt að reka besta landsliðsmann Íslands út af," hefur hann örugglega hugsað með sér. „Þetta er á þeirra heimavelli og þeir gera í buxurnar ef þeir missa kappann út af. Þar að auki eru örugglega komnir fjölmargir áhorfendur alla leið frá Bíldudal til að horfa á hann." Hann stakk því gula spjaldinu aftur í vasann og leit til Eiðs alveg eyðilagður. Eftir hrun tók þetta á sig alvarlegri mynd enda voru stórtækir kaupsýslumenn búnir að keyra fyrirtæki sín í þrot og koma þjóðinni í stórvandræði með ofurskuldum. Réttlætiskenndin hefur eflaust sagt ráðamönnum að réttast væri að ganga að þeim eins og öllum öðrum óreiðumönnum. Þeir töldu það þó of dýrkeypt fyrir íslenskt efnahagslíf. Rauða spjaldinu var því stungið niður í brjóstvasann svo ég noti nú líkingarmálið úr Laugardalnum. Nú hefur Hæstiréttur dæmt gengislánin ólögleg. Yfirvöld segja þjóðina þó ekki hafa efni á því að taka á þeim eins og hverri annarri lögleysu. Réttvísin kostar sitt rétt eins og réttlætið. Þrátt fyrir þetta er ég samt svo róman-tískur að trúa því að réttlætið sigri að lokum. Til eru nefnilega reikningsskil sem enginn kemst hjá. Þjóðskáldið okkar Páll Ólafsson lýsir þeim af mikilli snilld í eftirfarandi stöku: Illa fenginn auðinn þinn,/ áður en lýkur nösum,/ aftur tínir andskotinn/ upp úr þínum vösum. Eflaust finna margir hugarhægð í því að réttlætið sé í alvörunni til. Það er þó sorglegra að það ber að þakka djöflinum en ekki yfirvaldinu.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun