Júlí Heiðar vaktaður á tónleikum Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 30. apríl 2010 10:00 Júlí Heiðar er fyllilega meðvitaður um grófa texta í lögum sínum og breytir þeim þegar hann syngur fyrir yngstu kynslóðina. Fréttablaðið/Valli „Ég var alls ekki sáttur við þetta og fannst þetta einum of mikið af hinu góða," segir poppstjarnan Júlí Heiðar sem var vaktaður af lögreglu og barnaverndaryfirvöldum á tónleikum hans á Apótekinu í febrúar. Tónleikarnir voru aldursskiptir og voru fulltrúarnir viðstaddir tónleikana fyrir yngstu aðdáendurna. Að sögn Gunnars Traustasonar, eiganda Apóteksins, var þetta algjört frumskilyrði fyrir því að umræddir tónleikar yrðu haldnir og að Júlí myndi ekki flytja sinn þekktasta slagara, Blautt dansgólf, með upprunalegum texta. Að sögn Gunnars höfðu nokkrir foreldrar haft samband og lýst yfir áhyggjum sínum að lög og textar Júlí gætu sært blygðunarkennd yngstu tónleikagestanna. Júlí Heiðar sagði í samtali við Fréttablaðið að honum þætti þetta fulllangt gengið. „Ég hef enda ekki lent í þessu aftur. Ég var alls ekki sáttur við þetta, það er ekkert klám í gangi heldur eru þetta bara textar sem síðan eru spilaðir í útvarpinu," útskýrir Júlí. Hann segist sjálfur vera fyllilega meðvitaður um að textarnir sem hann syngur séu grófir. „Enda tók ég mér smá umhugsunarfrest áður en ég söng þessi lög. Þetta var upphaflega hugsað sem eitthvert grín og þá á kostnað allra þessara erlendu laga sem innihalda svipað orðfæri. Ég nefni til dæmis Rude Boy með Rihönnu því ef maður spáir aðeins í þann texta þá er hann ótrúlega grófur. Textarnir sem ég syng eru því bara í samræmi við þá hefð," segir Júlí Heiðar. Þótt engin plata með Júlí Heiðari hafi litið dagsins ljós þá nýtur söngvarinn feikilegra vinsælda á Netinu en yfir sextíu þúsund hafa hlustað á hið umdeilda lag Blautt dansgólf á sjónvarpsvefnum YouTube. Söngvarinn hefur hins vegar brugðist við gagnrýni á textana og þegar hann spilar til að mynda í félagsmiðstöðvum á höfuðborgarsvæðinu er gerð sú krafa að öllu klúru orðbragði sé sleppt. „Ég er því búinn að semja nýjan texta við þessi lög og það er ekkert mál fyrir mig," segir Júlí. Söngvarinn var hluti af siguratriði Borgarholtsskóla í Söngkeppni framhaldsskólanna. Og hefur haft nóg fyrir stafni. „Þetta hefur gengið alveg ljómandi vel, það er ótrúlega mikið í gangi. Ég er að fara að spila úti um allt land í sumar og hugsanlega verður farið að vinna í plötu í ágúst sem síðan kemur vonandi út í október," segir Júlí. Mest lesið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
„Ég var alls ekki sáttur við þetta og fannst þetta einum of mikið af hinu góða," segir poppstjarnan Júlí Heiðar sem var vaktaður af lögreglu og barnaverndaryfirvöldum á tónleikum hans á Apótekinu í febrúar. Tónleikarnir voru aldursskiptir og voru fulltrúarnir viðstaddir tónleikana fyrir yngstu aðdáendurna. Að sögn Gunnars Traustasonar, eiganda Apóteksins, var þetta algjört frumskilyrði fyrir því að umræddir tónleikar yrðu haldnir og að Júlí myndi ekki flytja sinn þekktasta slagara, Blautt dansgólf, með upprunalegum texta. Að sögn Gunnars höfðu nokkrir foreldrar haft samband og lýst yfir áhyggjum sínum að lög og textar Júlí gætu sært blygðunarkennd yngstu tónleikagestanna. Júlí Heiðar sagði í samtali við Fréttablaðið að honum þætti þetta fulllangt gengið. „Ég hef enda ekki lent í þessu aftur. Ég var alls ekki sáttur við þetta, það er ekkert klám í gangi heldur eru þetta bara textar sem síðan eru spilaðir í útvarpinu," útskýrir Júlí. Hann segist sjálfur vera fyllilega meðvitaður um að textarnir sem hann syngur séu grófir. „Enda tók ég mér smá umhugsunarfrest áður en ég söng þessi lög. Þetta var upphaflega hugsað sem eitthvert grín og þá á kostnað allra þessara erlendu laga sem innihalda svipað orðfæri. Ég nefni til dæmis Rude Boy með Rihönnu því ef maður spáir aðeins í þann texta þá er hann ótrúlega grófur. Textarnir sem ég syng eru því bara í samræmi við þá hefð," segir Júlí Heiðar. Þótt engin plata með Júlí Heiðari hafi litið dagsins ljós þá nýtur söngvarinn feikilegra vinsælda á Netinu en yfir sextíu þúsund hafa hlustað á hið umdeilda lag Blautt dansgólf á sjónvarpsvefnum YouTube. Söngvarinn hefur hins vegar brugðist við gagnrýni á textana og þegar hann spilar til að mynda í félagsmiðstöðvum á höfuðborgarsvæðinu er gerð sú krafa að öllu klúru orðbragði sé sleppt. „Ég er því búinn að semja nýjan texta við þessi lög og það er ekkert mál fyrir mig," segir Júlí. Söngvarinn var hluti af siguratriði Borgarholtsskóla í Söngkeppni framhaldsskólanna. Og hefur haft nóg fyrir stafni. „Þetta hefur gengið alveg ljómandi vel, það er ótrúlega mikið í gangi. Ég er að fara að spila úti um allt land í sumar og hugsanlega verður farið að vinna í plötu í ágúst sem síðan kemur vonandi út í október," segir Júlí.
Mest lesið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira