Jón Gnarr í Landnámssetri: þrjár stjörnur 12. apríl 2010 10:30 *** Leikdómur: Lifandi í Landnámssetri Jón Gnarr Uppistandssýning í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Samverustund með Jóni Gnarr á háalofti Landnámsseturssins var ánægjuleg. Á loftinu sitja áhorfendur gegnt hver öðrum og smita bros og hlátrasköll yfir hið þrönga gangsvið þannig að eins hlátursgusa verður að bylgjum allra. Þetta er ekki galið sviðsrými. Leikarinn, fórnarlambið, getur ekki skýlt sér bakvið myndir eða eigin syndir, heldur á hann aðeins þann möguleika að þeytast fram og aftur eftir þröngri rennunni, ekki ólíkt spilurunum í gömlu fótboltaspilunum eða voru það íshokkíspil? Jón Gnarr gerir Íslendinga að yrkisefni sínu og maður getur náttúrulega spurt sig hvort ekki sé búið að fjalla nóg um þann hóp manna þar sem Spaugstofan og aðrir grínarar hafa það sem aðalmarkmið að segja okkur sjálfum frá því, hvað við séum stórkostlega furðulega merkileg og að þrátt fyrir að við kunnum ekki mannasiði séum við í raun og veru miklu skemmtilegri en allar aðrar þjóðir. Þessi söngur er orðinn svakalega leiðigjarn og kannski bara hættulegt að þvæla svona í sjálfsmyndinni í það óendanlega? Engu að síður tekst Jóni Gnarr skemmtilega að sigla inn í þennan ólgusjó með sinni eigin nálgun og blanda sjálfum sér og örlögum sínum inn í frásagnir frá löngu liðnum tíma. Hann fjallar meðal annars um húmorinn sem lifað hefur með þjóðinni gegnum aldir, um hið bráðfyndna við að höggva menn í herðar niður og annað ofbeldi fornkappanna. Það er ekki nein eiginleg atburðarás í sögustundinni heldur hleypur hann svolítið úr einu í annað en grunnþemað er þó þetta sama: „Þannig erum við Íslendingar". Ég er ekki í nokkrum vafa um að margir eiga eftir að leggja leið sína upp í hið menningarlega Landnámssetur, njóta þar frábærra veitinga og fallegrar sýningar frá Borgarfirði, auk þess að hlæja og gleyma þeim leiðindum sem sturtast yfir okkur í daglegum fréttum. Þó svo að Jón Gnarr geri fyrst og fremst út á vitleysingaháttinn í landanum þá er nú engu að síður niðurstaðan sú, að hvað sem raular og tautar lendir landinn alltaf standandi. Að því leyti er þetta bara holl og góð afþreying, fyrir utan að mörgum þykir það gott að mannanafnanefnd sé rassskellt svolítið fyrir sína fáránlegu starfsemi og ljósi varpað á þá klikkun að vera með þykkan glervegg og míkrafóna á þeim klefum þar sem bíómiðar eru seldir. Það voru mörg smá og sniðug atriði úr daglega lífinu sem ekki aðeins kitluðu hláturtaugarnar heldur vöktu einnig umhugsun, vonandi. Eins og til dæmis þegar hann sagði frá því að faðir hans hefði fengið synjun frá Tryggingarstofnun vegna umsóknar um neyðarhnapp. Honum var sent svarbréf þess efnis þónokkru eftir að hann lést. Það sem einkennir aðferðina hjá Jóni Gnarr í þessari sýningu er að hann laumar inn frásögnum og skellir sér svo bratt inn með einhverja absúrd staðhæfingu eða andstæðu. Hann virtist sjálfur njóta þess að gleðja og gerði það að umtalsefni hvernig ferillinn hófst og þróaðist. Aðalatriðið er auðvitað hvernig hlutirnir eru sagðir og svo hin svokallaða tæming, sem er hluti af því að koma fólki á óvart. - Vitiði af hverju ljóskan drap sig? Umhugsun. Svar: Hún var svo rosalega þunglynd. Ekki fyndið á blaði en hægt að segja þannig að fullur salur af fólki veltist um af hlátri. Niðurstaða: Ekki galin kvöldskemmtun. Elísabet Brekkan Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
*** Leikdómur: Lifandi í Landnámssetri Jón Gnarr Uppistandssýning í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Samverustund með Jóni Gnarr á háalofti Landnámsseturssins var ánægjuleg. Á loftinu sitja áhorfendur gegnt hver öðrum og smita bros og hlátrasköll yfir hið þrönga gangsvið þannig að eins hlátursgusa verður að bylgjum allra. Þetta er ekki galið sviðsrými. Leikarinn, fórnarlambið, getur ekki skýlt sér bakvið myndir eða eigin syndir, heldur á hann aðeins þann möguleika að þeytast fram og aftur eftir þröngri rennunni, ekki ólíkt spilurunum í gömlu fótboltaspilunum eða voru það íshokkíspil? Jón Gnarr gerir Íslendinga að yrkisefni sínu og maður getur náttúrulega spurt sig hvort ekki sé búið að fjalla nóg um þann hóp manna þar sem Spaugstofan og aðrir grínarar hafa það sem aðalmarkmið að segja okkur sjálfum frá því, hvað við séum stórkostlega furðulega merkileg og að þrátt fyrir að við kunnum ekki mannasiði séum við í raun og veru miklu skemmtilegri en allar aðrar þjóðir. Þessi söngur er orðinn svakalega leiðigjarn og kannski bara hættulegt að þvæla svona í sjálfsmyndinni í það óendanlega? Engu að síður tekst Jóni Gnarr skemmtilega að sigla inn í þennan ólgusjó með sinni eigin nálgun og blanda sjálfum sér og örlögum sínum inn í frásagnir frá löngu liðnum tíma. Hann fjallar meðal annars um húmorinn sem lifað hefur með þjóðinni gegnum aldir, um hið bráðfyndna við að höggva menn í herðar niður og annað ofbeldi fornkappanna. Það er ekki nein eiginleg atburðarás í sögustundinni heldur hleypur hann svolítið úr einu í annað en grunnþemað er þó þetta sama: „Þannig erum við Íslendingar". Ég er ekki í nokkrum vafa um að margir eiga eftir að leggja leið sína upp í hið menningarlega Landnámssetur, njóta þar frábærra veitinga og fallegrar sýningar frá Borgarfirði, auk þess að hlæja og gleyma þeim leiðindum sem sturtast yfir okkur í daglegum fréttum. Þó svo að Jón Gnarr geri fyrst og fremst út á vitleysingaháttinn í landanum þá er nú engu að síður niðurstaðan sú, að hvað sem raular og tautar lendir landinn alltaf standandi. Að því leyti er þetta bara holl og góð afþreying, fyrir utan að mörgum þykir það gott að mannanafnanefnd sé rassskellt svolítið fyrir sína fáránlegu starfsemi og ljósi varpað á þá klikkun að vera með þykkan glervegg og míkrafóna á þeim klefum þar sem bíómiðar eru seldir. Það voru mörg smá og sniðug atriði úr daglega lífinu sem ekki aðeins kitluðu hláturtaugarnar heldur vöktu einnig umhugsun, vonandi. Eins og til dæmis þegar hann sagði frá því að faðir hans hefði fengið synjun frá Tryggingarstofnun vegna umsóknar um neyðarhnapp. Honum var sent svarbréf þess efnis þónokkru eftir að hann lést. Það sem einkennir aðferðina hjá Jóni Gnarr í þessari sýningu er að hann laumar inn frásögnum og skellir sér svo bratt inn með einhverja absúrd staðhæfingu eða andstæðu. Hann virtist sjálfur njóta þess að gleðja og gerði það að umtalsefni hvernig ferillinn hófst og þróaðist. Aðalatriðið er auðvitað hvernig hlutirnir eru sagðir og svo hin svokallaða tæming, sem er hluti af því að koma fólki á óvart. - Vitiði af hverju ljóskan drap sig? Umhugsun. Svar: Hún var svo rosalega þunglynd. Ekki fyndið á blaði en hægt að segja þannig að fullur salur af fólki veltist um af hlátri. Niðurstaða: Ekki galin kvöldskemmtun. Elísabet Brekkan
Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira