Sverrir Jakobsson: Bastían bæjarfógeti 4. maí 2010 17:13 Allir sem séð hafa leikrit eftir Dario Fo vita líka að mikill broddur getur fólgist í pólitískum farsa. Vel heppnaður pólitískur listagjörningur opnar nýjar víddir í hugsuninni og vinnur gegn þrengingu á möguleikum stjórnmálanna. Dæmi um það eru víðar en við höldum og ekki úr vegi að nefna til dæmis rammpólitísk barnaleikrit Egners um Dýrin í Hálsaskógi og Kardimommubæinn. Hver myndi ekki vilja kjósa ljúfmennið Bastían bæjarfógeta ef hann væri í framboði í Reykjavík? Og af hverju eru stjórnmálamennirnir okkar ekki eins og Bastían? Hin útopíska borgarmynd í leikritinu um Kardimommubæinn vekur þannig gagnrýnar spurningar um stjórnmál sem snúast ekki lengur um einföld gildi. Íslensk stjórnmál eru hins vegar ekkert til að spauga með. Það er einn margra lærdóma sem draga má af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. En svo má kannski taka hinn pólinn í hæðina; að grínið hafi ekki gengið nógu langt. Að minnsta kosti stefnir allt í að grínframboð Besta flokksins vinni stórsigur í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Stefnumál Besta flokksins eru þess eðlis að um þau er erfitt að fjalla með gagnrýnu hugarfari þar sem þau eru frekar þokukennd og þar að auki meira eða minna sett fram í hálfkæringi. Hér er því á ferð pólitískur gjörningur sem allt stefnir í að verði einstaklega vel heppnaður. Spurningin er hins vegar hverjir hlaupa apríl á endanum; hvort það verði ekki bara fyrst og fremst kjósendur flokksins.Hitt er ljóst að valfrelsi þarf að auka í íslenskri pólitík og er það ágætis tilbreyting frá þeim árum þegar kjósendum í Reykjavík var sagt að atkvæði þeirra væri ónýtt nema þeir veldu aðra af tveimur risablokkum þar sem áherslumunurinn varð æ minni. En þar sem pólitík Besta flokksins hentar ekki gagnrýninni greiningu má spyrja sig hvernig gjörningurinn gangi upp sem slíkur.Í samanburði við Kardimommubæinn þá er veruleikinn sem Besti flokkurinn býður upp á afar dystopískur. Flokkurinn lofar öllu fögru og þar á meðal hlutum sem ekki er hægt að standa við því að allir vita jú að aldrei er neitt að marka loforð stjórnmálamanna. Listi yfir stefnumál flokksins er ágæt paródía á stórorðar alhæfingar stjórnmálaflokka sem tengjast ekki neinum raunverulegum aðgerðum nema í mesta lagi að stofna hugmyndabanka. Á heimasíðu flokksins er einhvers konar lofgjörð um leiðtoga flokksins, Jón Gnarr, þar sem honum er hallmælt en jafnframt bent á að aðrir stjórnmálamenn séu miklu verri. Besti flokkurinn boðar ekki annars konar pólitíska siði heldur ríkjandi siði í enn þá ýktara formi. Á bak við þennan hálfkæring finna stuðningsmenn flokksins haldreipi í því að þessir stjórnmálamenn séu öðruvísi en hinir þar sem þeir segi okkur þó að minnsta kosti satt. En útopían er víðsfjarri, það sem flokksmenn kalla innantóman vaðal stjórnmálamanna er mætt með afskræmdri spegilmynd, enn þá meiri froðu. Besti flokkurinn vill stöðva spillingu með því að stunda hana fyrir opnum tjöldum. Kannski er þetta það besta sem langþreyttir Íslendingar geta gert sér vonir um.Torbjørn Egner vildi hins vegar meira og leikritið um Kardimommubæinn ber merki þess. Í því felst sá einfaldi pólitíski boðskapur að allir geti orðið góðir samfélagsborgarar ef þeir fá tækifæri til þess. Í Kardimommubænum eru engir útrásarvíkingar og engin athafnaskáld. Þar væru innflytjendur frá stríðshrjáðum löndum ekki reknir heim og ekki tvöfaldar biðraðir innan velferðarþjónustunnar. Allir fá þar störf við hæfi og meira að segja ljón geta orðið gildir og gegnir samfélagsborgarar. Þessi sýn á gott samfélag er ögrandi en jafnframt erfið því að hún virðist svo fjarri þeim veruleika sem við búum við núna. En í henni felst einnig róttæk krafa um breytt og betra samfélag sem ekki þótti fráleitt að setja fram um miðja 20. öld. Spurningin er hvers vegna slíkar kröfur vakna ekki við núverandi aðstæður. Kapítalisminn er hruninn og við biðjum um hvað: Siðareglur? Að einhver varaþingmaður segi af sér? Meira grín og léttleika í borgarstjórn? Stjórnmálamenn sem viðurkenna strax í kosningabaráttunni að þeir séu falskir og óáreiðanlegir? Við ættum að leyfa okkur að biðja um aðeins meira en kaldhæðni, uppgjöf og vonleysi. Við ættum að biðja um Bastían bæjarfógeta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sverrir Jakobsson Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun
Allir sem séð hafa leikrit eftir Dario Fo vita líka að mikill broddur getur fólgist í pólitískum farsa. Vel heppnaður pólitískur listagjörningur opnar nýjar víddir í hugsuninni og vinnur gegn þrengingu á möguleikum stjórnmálanna. Dæmi um það eru víðar en við höldum og ekki úr vegi að nefna til dæmis rammpólitísk barnaleikrit Egners um Dýrin í Hálsaskógi og Kardimommubæinn. Hver myndi ekki vilja kjósa ljúfmennið Bastían bæjarfógeta ef hann væri í framboði í Reykjavík? Og af hverju eru stjórnmálamennirnir okkar ekki eins og Bastían? Hin útopíska borgarmynd í leikritinu um Kardimommubæinn vekur þannig gagnrýnar spurningar um stjórnmál sem snúast ekki lengur um einföld gildi. Íslensk stjórnmál eru hins vegar ekkert til að spauga með. Það er einn margra lærdóma sem draga má af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. En svo má kannski taka hinn pólinn í hæðina; að grínið hafi ekki gengið nógu langt. Að minnsta kosti stefnir allt í að grínframboð Besta flokksins vinni stórsigur í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Stefnumál Besta flokksins eru þess eðlis að um þau er erfitt að fjalla með gagnrýnu hugarfari þar sem þau eru frekar þokukennd og þar að auki meira eða minna sett fram í hálfkæringi. Hér er því á ferð pólitískur gjörningur sem allt stefnir í að verði einstaklega vel heppnaður. Spurningin er hins vegar hverjir hlaupa apríl á endanum; hvort það verði ekki bara fyrst og fremst kjósendur flokksins.Hitt er ljóst að valfrelsi þarf að auka í íslenskri pólitík og er það ágætis tilbreyting frá þeim árum þegar kjósendum í Reykjavík var sagt að atkvæði þeirra væri ónýtt nema þeir veldu aðra af tveimur risablokkum þar sem áherslumunurinn varð æ minni. En þar sem pólitík Besta flokksins hentar ekki gagnrýninni greiningu má spyrja sig hvernig gjörningurinn gangi upp sem slíkur.Í samanburði við Kardimommubæinn þá er veruleikinn sem Besti flokkurinn býður upp á afar dystopískur. Flokkurinn lofar öllu fögru og þar á meðal hlutum sem ekki er hægt að standa við því að allir vita jú að aldrei er neitt að marka loforð stjórnmálamanna. Listi yfir stefnumál flokksins er ágæt paródía á stórorðar alhæfingar stjórnmálaflokka sem tengjast ekki neinum raunverulegum aðgerðum nema í mesta lagi að stofna hugmyndabanka. Á heimasíðu flokksins er einhvers konar lofgjörð um leiðtoga flokksins, Jón Gnarr, þar sem honum er hallmælt en jafnframt bent á að aðrir stjórnmálamenn séu miklu verri. Besti flokkurinn boðar ekki annars konar pólitíska siði heldur ríkjandi siði í enn þá ýktara formi. Á bak við þennan hálfkæring finna stuðningsmenn flokksins haldreipi í því að þessir stjórnmálamenn séu öðruvísi en hinir þar sem þeir segi okkur þó að minnsta kosti satt. En útopían er víðsfjarri, það sem flokksmenn kalla innantóman vaðal stjórnmálamanna er mætt með afskræmdri spegilmynd, enn þá meiri froðu. Besti flokkurinn vill stöðva spillingu með því að stunda hana fyrir opnum tjöldum. Kannski er þetta það besta sem langþreyttir Íslendingar geta gert sér vonir um.Torbjørn Egner vildi hins vegar meira og leikritið um Kardimommubæinn ber merki þess. Í því felst sá einfaldi pólitíski boðskapur að allir geti orðið góðir samfélagsborgarar ef þeir fá tækifæri til þess. Í Kardimommubænum eru engir útrásarvíkingar og engin athafnaskáld. Þar væru innflytjendur frá stríðshrjáðum löndum ekki reknir heim og ekki tvöfaldar biðraðir innan velferðarþjónustunnar. Allir fá þar störf við hæfi og meira að segja ljón geta orðið gildir og gegnir samfélagsborgarar. Þessi sýn á gott samfélag er ögrandi en jafnframt erfið því að hún virðist svo fjarri þeim veruleika sem við búum við núna. En í henni felst einnig róttæk krafa um breytt og betra samfélag sem ekki þótti fráleitt að setja fram um miðja 20. öld. Spurningin er hvers vegna slíkar kröfur vakna ekki við núverandi aðstæður. Kapítalisminn er hruninn og við biðjum um hvað: Siðareglur? Að einhver varaþingmaður segi af sér? Meira grín og léttleika í borgarstjórn? Stjórnmálamenn sem viðurkenna strax í kosningabaráttunni að þeir séu falskir og óáreiðanlegir? Við ættum að leyfa okkur að biðja um aðeins meira en kaldhæðni, uppgjöf og vonleysi. Við ættum að biðja um Bastían bæjarfógeta.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun