Grísk paprikusúpa: Gleður og nærir 19. júlí 2010 13:46 Þórdís Sigurðardóttir næringarfræðingur segir grísku súpuna bæði holla og góða. Fréttablaðið/Arnþór Þórdís Sigurðardóttir heilsuráðgjafi starfar hjá Happi sem framreiðir holla matarpakka á Höfðatorgi. Hún miðlar okkur uppskrift að kaldri, grískri paprikusúpu. „Paprikusúpan er holl, góð og næringarrík. Svo er hún það falleg að erfitt er að standast hana og manni líður líka vel á eftir," segir Þórdís um hina sumarlegu, grísku paprikusúpu sem hún gefur okkur uppskrift að. Hún upplýsir að í rauðri papriku sé meira C-vítamín en í appelsínu og fleiri góð efni sem líkami okkar þarfnist. Súpan er borðuð köld og Þórdís bendir á að hún sé frábær til að taka með sér í nesti, hvort sem er í útilegu eða litla lautarferð. Þórdís lærði heilsu- og næringarráðgjöf í New York og gekk til liðs við heimsendingarþjónustuna Happ um síðustu áramót. Þar nýtist þekking hennar vel. "Við erum að hjálpa fólki að borða hollt. Gerum allt frá grunni og ferskt hráefni er lykilatriðið," segir hún. Í síðasta mánuði flutti Happ í Turninn á Höfðatorgi og fyrir fáum dögum var byrjað að afgreiða þar rétti úr matarpakkanum út í nýjan sólskála. Svo er áformað að opna veitingastað í ágúst. - gunGrísk paprikusúpaGrísk paprikusúpa. Berist fram með kærleika og gleði.5 stórar paprikur4 tómatar1 stór laukur3 msk. ólífuolía2 lárviðarlauf2 tsk. kúminÞurrkaðar chilli-flögur1 sellerí500 ml HaPP grænmetiskrafturBörkur af ½ sítrónuHandfylli af basillaufumSteinseljaGrísk jógúrt Byrjaðu á því að skera niður laukinn og hita hann í olíunni þar til hann er orðinn glær. Á meðan laukurinn er að eldast taktu helminginn af paprikunum og skerðu þær í teninga ca 1,5 cm. Hinn helmingurinn af paprikunum, fræin og afskurðurinn er sett á pönnuna með lauknum, ásamt 1 tsk. af salti, kúmin og chilli-flögum. Steiktu þetta saman í 5 mín - passaðu að hafa hitann ekki of háan. Bættu þá HaPP grænmetiskrafti út í og láttu sjóða í u.þ.b. 15 mínútur. Taktu þá lárviðarlaufin úr. Maukið því næst súpuna í "blender" eða með töfrasprota þar til súpan er alveg "mjúk". Þetta getur tekið nokkrar mínútur. Látið súpuna þá standa þar til hún er orðin köld. Bætið þá við selleríi, paprikuteningum og sítrónuberkinum. Látið standa þar til hitinn á súpunni er við stofuhita, setjið þá súpuna í ísskáp og látið bíða þar í nokkra klst. eða yfir nótt. Að lokum, takið súpuna úr kælinum hálftíma áður en hún er borin fram. Hrærið í súpunni, setjið í skálar og grísku jógúrtina ofan á og þá basil og steinselju þar ofan á og berið fram með kærleika og gleði. Súpur Uppskriftir Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið
Þórdís Sigurðardóttir heilsuráðgjafi starfar hjá Happi sem framreiðir holla matarpakka á Höfðatorgi. Hún miðlar okkur uppskrift að kaldri, grískri paprikusúpu. „Paprikusúpan er holl, góð og næringarrík. Svo er hún það falleg að erfitt er að standast hana og manni líður líka vel á eftir," segir Þórdís um hina sumarlegu, grísku paprikusúpu sem hún gefur okkur uppskrift að. Hún upplýsir að í rauðri papriku sé meira C-vítamín en í appelsínu og fleiri góð efni sem líkami okkar þarfnist. Súpan er borðuð köld og Þórdís bendir á að hún sé frábær til að taka með sér í nesti, hvort sem er í útilegu eða litla lautarferð. Þórdís lærði heilsu- og næringarráðgjöf í New York og gekk til liðs við heimsendingarþjónustuna Happ um síðustu áramót. Þar nýtist þekking hennar vel. "Við erum að hjálpa fólki að borða hollt. Gerum allt frá grunni og ferskt hráefni er lykilatriðið," segir hún. Í síðasta mánuði flutti Happ í Turninn á Höfðatorgi og fyrir fáum dögum var byrjað að afgreiða þar rétti úr matarpakkanum út í nýjan sólskála. Svo er áformað að opna veitingastað í ágúst. - gunGrísk paprikusúpaGrísk paprikusúpa. Berist fram með kærleika og gleði.5 stórar paprikur4 tómatar1 stór laukur3 msk. ólífuolía2 lárviðarlauf2 tsk. kúminÞurrkaðar chilli-flögur1 sellerí500 ml HaPP grænmetiskrafturBörkur af ½ sítrónuHandfylli af basillaufumSteinseljaGrísk jógúrt Byrjaðu á því að skera niður laukinn og hita hann í olíunni þar til hann er orðinn glær. Á meðan laukurinn er að eldast taktu helminginn af paprikunum og skerðu þær í teninga ca 1,5 cm. Hinn helmingurinn af paprikunum, fræin og afskurðurinn er sett á pönnuna með lauknum, ásamt 1 tsk. af salti, kúmin og chilli-flögum. Steiktu þetta saman í 5 mín - passaðu að hafa hitann ekki of háan. Bættu þá HaPP grænmetiskrafti út í og láttu sjóða í u.þ.b. 15 mínútur. Taktu þá lárviðarlaufin úr. Maukið því næst súpuna í "blender" eða með töfrasprota þar til súpan er alveg "mjúk". Þetta getur tekið nokkrar mínútur. Látið súpuna þá standa þar til hún er orðin köld. Bætið þá við selleríi, paprikuteningum og sítrónuberkinum. Látið standa þar til hitinn á súpunni er við stofuhita, setjið þá súpuna í ísskáp og látið bíða þar í nokkra klst. eða yfir nótt. Að lokum, takið súpuna úr kælinum hálftíma áður en hún er borin fram. Hrærið í súpunni, setjið í skálar og grísku jógúrtina ofan á og þá basil og steinselju þar ofan á og berið fram með kærleika og gleði.
Súpur Uppskriftir Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið