Guðmundur Andri Thorsson: Excelskáldin Guðmundur Andri Thorsson skrifar 10. maí 2010 09:44 Svo ótal margt þarf að endurskoða núna - söguna, sjálfsmyndina, pólitíkina, orðræðuna, þjóðarhugmyndina, siðferðið?… En fyrst og fremst þarf þó að endurskoða endurskoðendurna.Þeir voru aðalskáldin í bænum.Þessir súrrealistar klæddust gráu og þegar þeir töluðu streymdi grá þoka út um munninn á þeim. Þeir gerðu sjálfa sig ósýnilega en sköpuðu sér sterk tákn sem ekki urðu vefengd. Þeir tóku sér bólfestu í gráum háhýsum og kölluðu sig alþjóðlegum nöfnum sem virkuðu óskaplega ensk og heiðvirð. En þeir bulluðu meira en Jón Gnarr.Traustið seltÁ bak við hvern útrásarvíking var her af þeim. Þegar við lýsum yfir óbeit okkar á auraspuna útrásarvíkinganna er rétt að hafa hugfast að þeir voru einungis hinn sýnilegi hluti þess villta tryllta spillta kapítalisma sem hér var innleiddur af trúarlegri staðfestu. Þeir sátu þarna einhvers staðar á bak við gráu mennirnir með útlensku skammstafanirnar og unnu baki brotnu við að finna leiðir til að brjóta reglur, koma undan, sniðganga, fela, flækja - gera það sem í daglegu tali er auðkennt með sögninni "að svindla" þó að það hafi sjálfsagt aldrei hvarflað að neinum þeirra. Þeir héldu að þeir væru að "spila fast", "leika sóknarbolta", "ganga eins langt og dómarinn leyfir". Þeir hugsuðu í fótboltaklisjum. Þeir höfðu allir lært það í skólanum að tilgangur lífsins væri að búa til vöru úr sér og fá pening. Með öllum ráðum.Fram hefur komið að viðskiptahættir mannsins sem veðsetti bótasjóð Sjóvár í braski sínu hafi verið kenndir við Háskólann og nemendur sérstaklega látnir gera grein fyrir þeim á prófi. Það er ekki endilega vegna þess að kennarar við Háskólann séu siðlausir eða fábjánar - þeir hafa kannski bara ekki mikið hugsað út í rétt og rangt - og flækjurnar sem téður viðskiptamaður bjó til virðast hafa þótt svo athyglisverðar frá faglegu sjónarmiði að aðdáun hafi vakið. En það vantar augljóslega eitthvað í nám þar sem slíkt er kennt með velþóknun. Sjálf hugmyndafræðin á bak við það er röng. Sú hugmyndafræði að allt okkar háttalag og öll okkar einkenni sé vara á markaði: líka traust.Með vottorð í siðferðiViðskiptadeildir háskólanna framleiddu fólk sem skrifaði til dæmis upp á bókhaldið hjá Fl-Group sem hlýtur að hafa verið dularfullt því engu var líkara en að menn tæmdu með hlálegum flugfélagakaupum þá digru sjóði sem tekist hafði að nurla saman áratugum saman með einokunarokri á þrautpíndri þjóð. Þegar Vilhjálmur Bjarnason reyndi að grafast fyrir um undarlegar færslur af reikningum þá kom virðulegur endurskoðandi og traustsali frá firma með afskaplega langt útlenskt nafn og vottaði að ekkert óeðlilegt sæist. Það var mikið um slík vottorð á þessum árum. Í gamla daga voru sum okkar með vottorð í leikfimi - hér tíðkaðist að gefa hressum gaurum vottorð í siðferði.Halldór Ásgrímsson (sem raunar er endurskoðandi) var í sjónvarpsviðtali á dögunum þar sem fram kom að ákaflega vel hefði tekist til við einkavæðingu bankanna, sem farið hefðu til aðila sem alls ekki tengdust þáverandi stjórnarflokkum; Finnur Ingólfsson bara forstjóri útí bæ, og hví skyldi hann gjalda þess að hafa verið einhvern tímann í Framsóknarflokkum? Halldór viðurkenndi með landskunnum semingi að ef til vill hefði eftirlitið brugðist, en benti hins vegar á að stjórnvöld hefðu treyst því að endurskoðendur gættu þess að allt væri eins og það ætti að vera - kannski út af öllum löngu og traustvekjandi útlensku nöfnunum.Þegar sá mikli vefstóll, Enron, var afhjúpaður í Bandaríkjunum, beindu menn mjög sjónum að endurskoðendafyrirtækinu sem bæði annaðist ráðgjöf um auraspunann og endurskoðaði svo bókhaldið, Arthur Andersen. Af því tilefni var rætt við ýmsa endurskoðendur hér á landi í viðskiptablaði Moggans, þar á meðal einn hjá KPMG. Hann var spurður um nauðsynina á opinberu eftirliti með störfum þessarar stéttar. Hann telur það óheppilegt: "Opinbert kerfi sé oft þungt í vöfum og hætt sé við að því myndi fylgja stöðnun."Stöðnun. Soldið fyndið orð hjá endurskoðanda. Bókhald er nefnilega svo skapandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun
Svo ótal margt þarf að endurskoða núna - söguna, sjálfsmyndina, pólitíkina, orðræðuna, þjóðarhugmyndina, siðferðið?… En fyrst og fremst þarf þó að endurskoða endurskoðendurna.Þeir voru aðalskáldin í bænum.Þessir súrrealistar klæddust gráu og þegar þeir töluðu streymdi grá þoka út um munninn á þeim. Þeir gerðu sjálfa sig ósýnilega en sköpuðu sér sterk tákn sem ekki urðu vefengd. Þeir tóku sér bólfestu í gráum háhýsum og kölluðu sig alþjóðlegum nöfnum sem virkuðu óskaplega ensk og heiðvirð. En þeir bulluðu meira en Jón Gnarr.Traustið seltÁ bak við hvern útrásarvíking var her af þeim. Þegar við lýsum yfir óbeit okkar á auraspuna útrásarvíkinganna er rétt að hafa hugfast að þeir voru einungis hinn sýnilegi hluti þess villta tryllta spillta kapítalisma sem hér var innleiddur af trúarlegri staðfestu. Þeir sátu þarna einhvers staðar á bak við gráu mennirnir með útlensku skammstafanirnar og unnu baki brotnu við að finna leiðir til að brjóta reglur, koma undan, sniðganga, fela, flækja - gera það sem í daglegu tali er auðkennt með sögninni "að svindla" þó að það hafi sjálfsagt aldrei hvarflað að neinum þeirra. Þeir héldu að þeir væru að "spila fast", "leika sóknarbolta", "ganga eins langt og dómarinn leyfir". Þeir hugsuðu í fótboltaklisjum. Þeir höfðu allir lært það í skólanum að tilgangur lífsins væri að búa til vöru úr sér og fá pening. Með öllum ráðum.Fram hefur komið að viðskiptahættir mannsins sem veðsetti bótasjóð Sjóvár í braski sínu hafi verið kenndir við Háskólann og nemendur sérstaklega látnir gera grein fyrir þeim á prófi. Það er ekki endilega vegna þess að kennarar við Háskólann séu siðlausir eða fábjánar - þeir hafa kannski bara ekki mikið hugsað út í rétt og rangt - og flækjurnar sem téður viðskiptamaður bjó til virðast hafa þótt svo athyglisverðar frá faglegu sjónarmiði að aðdáun hafi vakið. En það vantar augljóslega eitthvað í nám þar sem slíkt er kennt með velþóknun. Sjálf hugmyndafræðin á bak við það er röng. Sú hugmyndafræði að allt okkar háttalag og öll okkar einkenni sé vara á markaði: líka traust.Með vottorð í siðferðiViðskiptadeildir háskólanna framleiddu fólk sem skrifaði til dæmis upp á bókhaldið hjá Fl-Group sem hlýtur að hafa verið dularfullt því engu var líkara en að menn tæmdu með hlálegum flugfélagakaupum þá digru sjóði sem tekist hafði að nurla saman áratugum saman með einokunarokri á þrautpíndri þjóð. Þegar Vilhjálmur Bjarnason reyndi að grafast fyrir um undarlegar færslur af reikningum þá kom virðulegur endurskoðandi og traustsali frá firma með afskaplega langt útlenskt nafn og vottaði að ekkert óeðlilegt sæist. Það var mikið um slík vottorð á þessum árum. Í gamla daga voru sum okkar með vottorð í leikfimi - hér tíðkaðist að gefa hressum gaurum vottorð í siðferði.Halldór Ásgrímsson (sem raunar er endurskoðandi) var í sjónvarpsviðtali á dögunum þar sem fram kom að ákaflega vel hefði tekist til við einkavæðingu bankanna, sem farið hefðu til aðila sem alls ekki tengdust þáverandi stjórnarflokkum; Finnur Ingólfsson bara forstjóri útí bæ, og hví skyldi hann gjalda þess að hafa verið einhvern tímann í Framsóknarflokkum? Halldór viðurkenndi með landskunnum semingi að ef til vill hefði eftirlitið brugðist, en benti hins vegar á að stjórnvöld hefðu treyst því að endurskoðendur gættu þess að allt væri eins og það ætti að vera - kannski út af öllum löngu og traustvekjandi útlensku nöfnunum.Þegar sá mikli vefstóll, Enron, var afhjúpaður í Bandaríkjunum, beindu menn mjög sjónum að endurskoðendafyrirtækinu sem bæði annaðist ráðgjöf um auraspunann og endurskoðaði svo bókhaldið, Arthur Andersen. Af því tilefni var rætt við ýmsa endurskoðendur hér á landi í viðskiptablaði Moggans, þar á meðal einn hjá KPMG. Hann var spurður um nauðsynina á opinberu eftirliti með störfum þessarar stéttar. Hann telur það óheppilegt: "Opinbert kerfi sé oft þungt í vöfum og hætt sé við að því myndi fylgja stöðnun."Stöðnun. Soldið fyndið orð hjá endurskoðanda. Bókhald er nefnilega svo skapandi.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun